Kosningarnar í Grikklandi: ESB og Þjóðverjar líti í eigin barm Atli Ísleifsson skrifar 26. janúar 2015 11:52 Eiríkur Bergmann Einarsson segir það athyglisverða vera að hinir nýju ríkisstjórnarflokkar beinlínis hafa verið stofnaðir í andstöðu við þennan mikla niðurskurð og að þiggja þetta lánsfé frá alþjóðasamtökum. Vísir/AP/Vilhelm „Ég held að Evrópusambandið og Þjóðverjar sérstaklega þurfi að líta í eigin barm. Sá sem lánar meira fé heldur en lántakandinn ræður við að greiða ber líka sína ábyrgð,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðiprófessor, aðspurður um áhrif úrslita þingkosninganna í Grikklandi á Evrópusamstarfið. Eiríkur segir ESB nú þurfa að mæta þeirri staðreynd að eitt af aðildarríkjum þess hafi, að einhverju leyti í það minnsta, slitið sig frá því samkomulagi sem lagt var upp með að bjarga fjármálakerfi álfunnar. „Það virðist hafa blasað við, og það blasir bókstaflega við, að þeir 240 milljarðar evra sem Grikkir tókust á hendur í krísunni hafi verið allt of mikill biti, sérstaklega fyrir ríki sem hefur eiginlega alla 20. öldina verið á hvínandi kúpunni og skuldað allt of mikið fyrir. Kannski var það alltaf ábyrgðarhluti að lána allt þetta fé niður eftir.“Viðbrögð við megnri óánægju grísks almenningsVinstriflokkurinn Syriza vann stórsigur í grísku þingkosningunum sem fram fóru í gær og hefur flokkurinn nú myndað ríkisstjórn með hægriflokknum Sjálfstæðum Grikkjum.Hvað skýrir þennan mikla sigur Syriza?„Það er megn og útbreidd óánægja í Grikklandi með þær hörðu aðhaldsaðgerðir sem farið var í í kjölfar fjármálakrísunnar þegar grísk stjórnvöld sömdu við lánadrottna og þríeykið svokallaða, það er Evrópusambandið, Evróska seðlabankann og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um lántöku á gríðarlegu fé til að bjarga gríska ríkinu frá því að fara í greiðslufall. Það þarf auðvitað að greiða þetta lán til baka og það hefur kallað á gríðarlegan niðurskurð í opinberri þjónustu. Það var eitt af skilyrðum lánsins að gríska ríkið myndi koma reiðum á efnahaginn heima fyrir. Það hefur kostað fólk í landinu gríðarlega efnahagslega erfiðleika. Þetta er auðvitað viðbrögð við því.“Sætta sig ekki við aðgerðirnarEiríkur segir það athyglisverða vera að þessir flokkar tveir hafi beinlínis verið stofnaðir í andstöðu við þennan mikla niðurskurð og að þiggja þetta lánsfé frá alþjóðasamtökum. „Syriza er vinstriflokkur og hefur sagt það að Grikkir geti ekki greitt allar þessar skuldir og að endursemja þurfi við lánadrottna. „Samstarfsflokkurinn, Sjálfstæðir Grikkir, er hægri flokkur en þeir eiga þetta markmið sameiginlegt. Mér sýnist þetta vera mjög skýr niðurstaða og skýr skilaboð frá grísku þjóðinni þess efnis að menn sætti sig ekki við þær aðgerðir sem farið var út í í kjölfar fjármálakrísunnar og menn ætli sér ekki að fylgja því prógrammi sem þar var lagt upp með.“ESB tekst mögulega að einangra vandannEiríkur segir að Evrópusambandið ætti hugsanlega náð að einangrað vandamálið við Grikkland og sagt sem svo að aðstæður á Grikklandi séu einstakar. „Mögulega næst að semja við Grikki upp á nýtt og þá vonandi þannig að þeir geti haldist innan evrunnar því það myndi geta leitt gríðarlegar hörmungar yfir grískan almenning ef þeir hrökklast úr úr því samstarfi. Ég myndi halda að það væri rými til að semja við þá.“ Hann segir að menn óttist að þessi óánægja breiðist út til annarra landa og að önnur lönd fari að hóta því að greiða ekki skuldir sínar sem þær tókust á herðar í fjármálakrísunni, eins og til að mynda á Spáni. „Þar er uppgangur álíka flokks og Syriza að verða mjög mikill og málflutningur að færast í svipaða átt. Við vitum ekki hvort þetta sé einangrað mál við Grikkland eða hvort þetta sé vandi sem breiðist út.“ Grikkland Tengdar fréttir SYRIZA boðar nýtt upphaf Þingkosningar fóru fram í Grikklandi í dag. SYRIZA bar stórsigur úr bítum samkvæmt útgönguspám. 25. janúar 2015 23:00 Segjast ætla binda enda á „niðurlægingu“ Grikklands Þrír dagar eru nú til kosninga í Grikklandi og mælist vinstriflokkurinn Syriza stærstur í könnunum. 23. janúar 2015 09:17 Lofar grískri endurreisn Vinstriflokkurinn SYRIZA virðist nokkuð öruggur um stórsigur í þingkosningunum í Grikklandi á morgun. 24. janúar 2015 11:00 Tímamótakosningar í Grikklandi Samkvæmt skoðanakönnunum eru miklar líkur á að stjórnarandstöðuflokkurinn Syriza sigri. 25. janúar 2015 14:27 Merkel hvetur Grikki til að halda tryggð við Evrópu Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að hún vilji að Grikkland "verði áfram hluti af sögu okkar“. Þingkosningar fara fram í landinu á sunnudag. 23. janúar 2015 13:49 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Sjá meira
„Ég held að Evrópusambandið og Þjóðverjar sérstaklega þurfi að líta í eigin barm. Sá sem lánar meira fé heldur en lántakandinn ræður við að greiða ber líka sína ábyrgð,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðiprófessor, aðspurður um áhrif úrslita þingkosninganna í Grikklandi á Evrópusamstarfið. Eiríkur segir ESB nú þurfa að mæta þeirri staðreynd að eitt af aðildarríkjum þess hafi, að einhverju leyti í það minnsta, slitið sig frá því samkomulagi sem lagt var upp með að bjarga fjármálakerfi álfunnar. „Það virðist hafa blasað við, og það blasir bókstaflega við, að þeir 240 milljarðar evra sem Grikkir tókust á hendur í krísunni hafi verið allt of mikill biti, sérstaklega fyrir ríki sem hefur eiginlega alla 20. öldina verið á hvínandi kúpunni og skuldað allt of mikið fyrir. Kannski var það alltaf ábyrgðarhluti að lána allt þetta fé niður eftir.“Viðbrögð við megnri óánægju grísks almenningsVinstriflokkurinn Syriza vann stórsigur í grísku þingkosningunum sem fram fóru í gær og hefur flokkurinn nú myndað ríkisstjórn með hægriflokknum Sjálfstæðum Grikkjum.Hvað skýrir þennan mikla sigur Syriza?„Það er megn og útbreidd óánægja í Grikklandi með þær hörðu aðhaldsaðgerðir sem farið var í í kjölfar fjármálakrísunnar þegar grísk stjórnvöld sömdu við lánadrottna og þríeykið svokallaða, það er Evrópusambandið, Evróska seðlabankann og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um lántöku á gríðarlegu fé til að bjarga gríska ríkinu frá því að fara í greiðslufall. Það þarf auðvitað að greiða þetta lán til baka og það hefur kallað á gríðarlegan niðurskurð í opinberri þjónustu. Það var eitt af skilyrðum lánsins að gríska ríkið myndi koma reiðum á efnahaginn heima fyrir. Það hefur kostað fólk í landinu gríðarlega efnahagslega erfiðleika. Þetta er auðvitað viðbrögð við því.“Sætta sig ekki við aðgerðirnarEiríkur segir það athyglisverða vera að þessir flokkar tveir hafi beinlínis verið stofnaðir í andstöðu við þennan mikla niðurskurð og að þiggja þetta lánsfé frá alþjóðasamtökum. „Syriza er vinstriflokkur og hefur sagt það að Grikkir geti ekki greitt allar þessar skuldir og að endursemja þurfi við lánadrottna. „Samstarfsflokkurinn, Sjálfstæðir Grikkir, er hægri flokkur en þeir eiga þetta markmið sameiginlegt. Mér sýnist þetta vera mjög skýr niðurstaða og skýr skilaboð frá grísku þjóðinni þess efnis að menn sætti sig ekki við þær aðgerðir sem farið var út í í kjölfar fjármálakrísunnar og menn ætli sér ekki að fylgja því prógrammi sem þar var lagt upp með.“ESB tekst mögulega að einangra vandannEiríkur segir að Evrópusambandið ætti hugsanlega náð að einangrað vandamálið við Grikkland og sagt sem svo að aðstæður á Grikklandi séu einstakar. „Mögulega næst að semja við Grikki upp á nýtt og þá vonandi þannig að þeir geti haldist innan evrunnar því það myndi geta leitt gríðarlegar hörmungar yfir grískan almenning ef þeir hrökklast úr úr því samstarfi. Ég myndi halda að það væri rými til að semja við þá.“ Hann segir að menn óttist að þessi óánægja breiðist út til annarra landa og að önnur lönd fari að hóta því að greiða ekki skuldir sínar sem þær tókust á herðar í fjármálakrísunni, eins og til að mynda á Spáni. „Þar er uppgangur álíka flokks og Syriza að verða mjög mikill og málflutningur að færast í svipaða átt. Við vitum ekki hvort þetta sé einangrað mál við Grikkland eða hvort þetta sé vandi sem breiðist út.“
Grikkland Tengdar fréttir SYRIZA boðar nýtt upphaf Þingkosningar fóru fram í Grikklandi í dag. SYRIZA bar stórsigur úr bítum samkvæmt útgönguspám. 25. janúar 2015 23:00 Segjast ætla binda enda á „niðurlægingu“ Grikklands Þrír dagar eru nú til kosninga í Grikklandi og mælist vinstriflokkurinn Syriza stærstur í könnunum. 23. janúar 2015 09:17 Lofar grískri endurreisn Vinstriflokkurinn SYRIZA virðist nokkuð öruggur um stórsigur í þingkosningunum í Grikklandi á morgun. 24. janúar 2015 11:00 Tímamótakosningar í Grikklandi Samkvæmt skoðanakönnunum eru miklar líkur á að stjórnarandstöðuflokkurinn Syriza sigri. 25. janúar 2015 14:27 Merkel hvetur Grikki til að halda tryggð við Evrópu Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að hún vilji að Grikkland "verði áfram hluti af sögu okkar“. Þingkosningar fara fram í landinu á sunnudag. 23. janúar 2015 13:49 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Sjá meira
SYRIZA boðar nýtt upphaf Þingkosningar fóru fram í Grikklandi í dag. SYRIZA bar stórsigur úr bítum samkvæmt útgönguspám. 25. janúar 2015 23:00
Segjast ætla binda enda á „niðurlægingu“ Grikklands Þrír dagar eru nú til kosninga í Grikklandi og mælist vinstriflokkurinn Syriza stærstur í könnunum. 23. janúar 2015 09:17
Lofar grískri endurreisn Vinstriflokkurinn SYRIZA virðist nokkuð öruggur um stórsigur í þingkosningunum í Grikklandi á morgun. 24. janúar 2015 11:00
Tímamótakosningar í Grikklandi Samkvæmt skoðanakönnunum eru miklar líkur á að stjórnarandstöðuflokkurinn Syriza sigri. 25. janúar 2015 14:27
Merkel hvetur Grikki til að halda tryggð við Evrópu Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að hún vilji að Grikkland "verði áfram hluti af sögu okkar“. Þingkosningar fara fram í landinu á sunnudag. 23. janúar 2015 13:49