Ný heimildarmynd um Kurt Cobain forsýnd Orri Freyr Rúnarsson skrifar 26. janúar 2015 13:28 Skjáskot úr myndinni Kvikmyndin Cobain: Montage of Heck var forsýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni um helgina en myndin fjallar um ævi Kurt Cobain og er sú fyrsta sem er gerð með fullu samþykki aðstandenda Cobain. Courtney Love, ekkja söngvarans, mætti á forsýninguna ásamt dóttur þeirra, Frances Bean Cobain, en hún er einmitt meðframleiðandi að myndinni. Búist er við að kvikmyndin fari í almenna dreifingu í apríl. Talsverðar umræður hafa verið í Bretlandi að undanförnu eftir að tilkynnt var að tónlistarmaðurinn Ed Sheeran muni koma fram á þrennum tónleikum á Wembley leikvanginum í London í sumar. Fyrrum Oasis gítarleikarinn Noel Gallagher lét t.d. hafa eftir sér að hann vildi ekki búa í heimi þar sem að uppselt væri á svo marga tónleika með Ed Sheeran sem tók þó gagnrýni Gallagher vel. Sheeran hefur nú sagt að hann hafi alls ekki móðgast við þessi ummæli Noel Gallagher heldur líti hann á þetta sem heiður. Þá hafi hann náð að útvega sér símanúmeri Gallagher og sent honum sms þar sem hann bauð honum miða á tónleikana. Noel Gallagher hafi svo sett sig í samband og sagt að dætur hans myndu elska að fá miða á tónleikana.Myndu bara koma aftur saman vegna peninga?Vísir/GettyMeira af Noel Gallagher því hann hefur enn og aftur slegið á þá orðróma að Oasis muni koma aftur saman og segir hann að eina ástæðan væri ef meðlimir væru í fjárhagserfiðleikum. Margir hafa spáð því að Oasis muni koma aftur saman til að spila á Glastonbury hátíðinni en Noel sagði að skipuleggjendur hátíðarinnar hefðu ekki efni á Oasis. Hljómsveitin The Black Keys hefur neyðst til að hætta við fyrirhugaða tónleikaferð sína til Bretlands eftir að trommarinn Patrick Carney fór úr axlarlið í undarlegu sundslysi fyrr í mánuðinum. Trommarinn skellti sér í sjóinn þar sem hann var í fríi í Karabíska hafinu en risastór alda skall þá á honum með þeim afleiðingum að hann slasaðist á öxlinni. Nú er orðið ljóst að hann hefur ekki náð fullum bata og þarf hljómsveitin því að hætta við tónleikaferð sína í Bretlandi. Harmageddon Mest lesið Plötusala í Bandaríkjunum aldrei verið minni Harmageddon #FreeTheNipple er byltingarkennt af mörgum ástæðum Harmageddon Kings Of Leon með nýja plötu Harmageddon Væntanlegt lag frá Muse alltof gróft fyrir útvarp Harmageddon Skiptir máli að kalla sig femínista? Harmageddon Gene Simmons segir rokkið dautt Harmageddon Þetta er ekki úr vísindaskáldsögu Harmageddon Samstarfið ber ávöxt Harmageddon „Orðið helvíti hart þegar farið er að troða typpasleikjóum upp í börnin.“ Harmageddon Feitlaginn bandarískur umboðsmaður vildi fá hana í rúmið Harmageddon
Kvikmyndin Cobain: Montage of Heck var forsýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni um helgina en myndin fjallar um ævi Kurt Cobain og er sú fyrsta sem er gerð með fullu samþykki aðstandenda Cobain. Courtney Love, ekkja söngvarans, mætti á forsýninguna ásamt dóttur þeirra, Frances Bean Cobain, en hún er einmitt meðframleiðandi að myndinni. Búist er við að kvikmyndin fari í almenna dreifingu í apríl. Talsverðar umræður hafa verið í Bretlandi að undanförnu eftir að tilkynnt var að tónlistarmaðurinn Ed Sheeran muni koma fram á þrennum tónleikum á Wembley leikvanginum í London í sumar. Fyrrum Oasis gítarleikarinn Noel Gallagher lét t.d. hafa eftir sér að hann vildi ekki búa í heimi þar sem að uppselt væri á svo marga tónleika með Ed Sheeran sem tók þó gagnrýni Gallagher vel. Sheeran hefur nú sagt að hann hafi alls ekki móðgast við þessi ummæli Noel Gallagher heldur líti hann á þetta sem heiður. Þá hafi hann náð að útvega sér símanúmeri Gallagher og sent honum sms þar sem hann bauð honum miða á tónleikana. Noel Gallagher hafi svo sett sig í samband og sagt að dætur hans myndu elska að fá miða á tónleikana.Myndu bara koma aftur saman vegna peninga?Vísir/GettyMeira af Noel Gallagher því hann hefur enn og aftur slegið á þá orðróma að Oasis muni koma aftur saman og segir hann að eina ástæðan væri ef meðlimir væru í fjárhagserfiðleikum. Margir hafa spáð því að Oasis muni koma aftur saman til að spila á Glastonbury hátíðinni en Noel sagði að skipuleggjendur hátíðarinnar hefðu ekki efni á Oasis. Hljómsveitin The Black Keys hefur neyðst til að hætta við fyrirhugaða tónleikaferð sína til Bretlands eftir að trommarinn Patrick Carney fór úr axlarlið í undarlegu sundslysi fyrr í mánuðinum. Trommarinn skellti sér í sjóinn þar sem hann var í fríi í Karabíska hafinu en risastór alda skall þá á honum með þeim afleiðingum að hann slasaðist á öxlinni. Nú er orðið ljóst að hann hefur ekki náð fullum bata og þarf hljómsveitin því að hætta við tónleikaferð sína í Bretlandi.
Harmageddon Mest lesið Plötusala í Bandaríkjunum aldrei verið minni Harmageddon #FreeTheNipple er byltingarkennt af mörgum ástæðum Harmageddon Kings Of Leon með nýja plötu Harmageddon Væntanlegt lag frá Muse alltof gróft fyrir útvarp Harmageddon Skiptir máli að kalla sig femínista? Harmageddon Gene Simmons segir rokkið dautt Harmageddon Þetta er ekki úr vísindaskáldsögu Harmageddon Samstarfið ber ávöxt Harmageddon „Orðið helvíti hart þegar farið er að troða typpasleikjóum upp í börnin.“ Harmageddon Feitlaginn bandarískur umboðsmaður vildi fá hana í rúmið Harmageddon