Frumsýna kvikmynd í sýndarveruleika Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2015 10:45 Vísir/Getty Fyrirtækið Oculus VR, sem vinnur að þróun sýndarveruleikagleraugna mun frumsýna í dag, teiknimynd sem horfa á með sýndarveruleikagleraugum fyrirtækisins. Þannig munu áhorfendur myndanna standa í miðju kvikmyndanna og upplifa sig sem þátttakenda. Teiknimyndin Lost er um fimm mínútur að lengd og verður sýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni í dag. Brendan Iribe, forstjóri Oculus segir Forbes að hugmyndin hafi fyrst komið upp þegar fyrirtækið sýndi þekktum leikstjóra sýndarveruleikagleraugu fyrirtækisins. Þegar leikstjórinn tók af sér gleraugun sagði hann: „Brendan, gerum kvikmynd. Hvernig gerum við það?“ Iribe segist ekki hafa getað svarað spurningu leikstjórans og því hafi verið farið í að finna svör. Oculus VR stofnaði kvikmyndafyrirtækið Story Studio, sem ætlað er að framleiða kvikmyndir fyrir sýndarveruleika. Síðasta árið hefur fyrirtækið ráðið til sín vana menn frá Pixar og öðrum framleiðendum til að þróa tæknina áfram og ýta undir áhuga annarra kvikmyndargerðarmanna á tækninni. Hugmyndin að kvikmyndafyrirtækinu kom upp áður en Facebook keypti Oculus í fyrra, en haft er eftir Irbe á vef TechCrunch að stærð Facebook hafi hjálpað mjög við uppsetningu Story Studio. Þrátt fyrir að myndin sé einungis fimm mínútur að lengd getur áhorfandinn stöðvað hana hvenær sem er til að skoða betur einstök atriði. Þá getur umhverfið brugðist við áhorfandanum. Á vef Forbes segir að þrátt fyrir að Lost sé fyrsta mynd Oculus, þá sé hún ekki sú fyrsta sinnar tegundar. Einstaklingar sem og önnur fyrirtæki hafa tekið upp myndir og gert teiknimyndir sem gerðar eru fyrir sýndarveruleika. Tengdar fréttir Upplifa Ísland í sýndarveruleika Sýndarveruleikaframleiðandinn Verge hefur nú gefið út tölvuleikinn Iceland, sem hægt er að spila með sýndarveruleikabúnaðinum Oculus Rift. 6. janúar 2015 11:30 Er sýndarveruleiki framtíð tölvuleikja, aftur? Tæknifyrirtæki hafa sett mikið fjármagn í þróun sýndarveruleikabúnaðar á undanförnum árum. Leikir eru þó einungis byrjunin og stefnt er að því að innleiða sýndarveruleika í daglegt líf fólks. 8. nóvember 2014 11:00 Helstu tæki ársins 2014 Vísir fer yfir nokkur af helstu raftækjunum sem litu dagsins ljós á árinu. 19. desember 2014 14:51 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Fyrirtækið Oculus VR, sem vinnur að þróun sýndarveruleikagleraugna mun frumsýna í dag, teiknimynd sem horfa á með sýndarveruleikagleraugum fyrirtækisins. Þannig munu áhorfendur myndanna standa í miðju kvikmyndanna og upplifa sig sem þátttakenda. Teiknimyndin Lost er um fimm mínútur að lengd og verður sýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni í dag. Brendan Iribe, forstjóri Oculus segir Forbes að hugmyndin hafi fyrst komið upp þegar fyrirtækið sýndi þekktum leikstjóra sýndarveruleikagleraugu fyrirtækisins. Þegar leikstjórinn tók af sér gleraugun sagði hann: „Brendan, gerum kvikmynd. Hvernig gerum við það?“ Iribe segist ekki hafa getað svarað spurningu leikstjórans og því hafi verið farið í að finna svör. Oculus VR stofnaði kvikmyndafyrirtækið Story Studio, sem ætlað er að framleiða kvikmyndir fyrir sýndarveruleika. Síðasta árið hefur fyrirtækið ráðið til sín vana menn frá Pixar og öðrum framleiðendum til að þróa tæknina áfram og ýta undir áhuga annarra kvikmyndargerðarmanna á tækninni. Hugmyndin að kvikmyndafyrirtækinu kom upp áður en Facebook keypti Oculus í fyrra, en haft er eftir Irbe á vef TechCrunch að stærð Facebook hafi hjálpað mjög við uppsetningu Story Studio. Þrátt fyrir að myndin sé einungis fimm mínútur að lengd getur áhorfandinn stöðvað hana hvenær sem er til að skoða betur einstök atriði. Þá getur umhverfið brugðist við áhorfandanum. Á vef Forbes segir að þrátt fyrir að Lost sé fyrsta mynd Oculus, þá sé hún ekki sú fyrsta sinnar tegundar. Einstaklingar sem og önnur fyrirtæki hafa tekið upp myndir og gert teiknimyndir sem gerðar eru fyrir sýndarveruleika.
Tengdar fréttir Upplifa Ísland í sýndarveruleika Sýndarveruleikaframleiðandinn Verge hefur nú gefið út tölvuleikinn Iceland, sem hægt er að spila með sýndarveruleikabúnaðinum Oculus Rift. 6. janúar 2015 11:30 Er sýndarveruleiki framtíð tölvuleikja, aftur? Tæknifyrirtæki hafa sett mikið fjármagn í þróun sýndarveruleikabúnaðar á undanförnum árum. Leikir eru þó einungis byrjunin og stefnt er að því að innleiða sýndarveruleika í daglegt líf fólks. 8. nóvember 2014 11:00 Helstu tæki ársins 2014 Vísir fer yfir nokkur af helstu raftækjunum sem litu dagsins ljós á árinu. 19. desember 2014 14:51 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Upplifa Ísland í sýndarveruleika Sýndarveruleikaframleiðandinn Verge hefur nú gefið út tölvuleikinn Iceland, sem hægt er að spila með sýndarveruleikabúnaðinum Oculus Rift. 6. janúar 2015 11:30
Er sýndarveruleiki framtíð tölvuleikja, aftur? Tæknifyrirtæki hafa sett mikið fjármagn í þróun sýndarveruleikabúnaðar á undanförnum árum. Leikir eru þó einungis byrjunin og stefnt er að því að innleiða sýndarveruleika í daglegt líf fólks. 8. nóvember 2014 11:00
Helstu tæki ársins 2014 Vísir fer yfir nokkur af helstu raftækjunum sem litu dagsins ljós á árinu. 19. desember 2014 14:51