Daniel Ricciardo varð þriðji í keppni ökumanna í fyrra og var sá eini sem vann keppnir fyrir utan Mercedes ökumennina Lewis Hamilton og Nico Rosberg.
Red Bull ökumaðurinn sló við fjórfalda heimsmeistaranum og fyrrum liðsfélaga sínum Sebastian Vettel á síðasta tímabili. Hann vill geta barist fyrir alvöru um heimsmeistaratitil ökumanna í ár.
„Markmiðið er að vinna fleiri keppnir og vonandi ná að berjast um titilinn - fyrir alvöru,“ sagði Ricciardo.
„Það munu allir bæta sig, það er staðreynd. Vonandi er minna pláss fyrir framfarir hjá Mercedes. Ég vona að þeir finni ekki önnur 50% ofan á það sem munaði í fyrra ég held að við og Ferrari getum minnkað bilið,“ bætti Ricciardo við.
„Hvað Ferrari varðar eru engin merki á lofti um að þeir geti fundið heila sekúndu á hring. McLaren gætu fundið sekúndu ef allt fer vel með Honda,“ hélt Ricciardo áfram.
Christian Horner, keppnisstjóri Red Bull sagði um Daniil Kvyat:
„Auðvitað þarf hann að fínpússa stílinn sinn. Hann hefur einungis tekið þátt í 19 keppnum hingað til en áræðni hans, hraði og aðlögunarhæfni eru frábær.“
„Hann mun gera mistök annað slagið en það er eðlilegt með unga ökumenn. Hann gæti komið gríðarlega á óvart í ár líkt og Daniel gerði í fyrra. Hann hefurhöfileika til að gera stórkostlega hluti,“ sagði Horner að lokum.
