60 ára afmælisútgáfa Toyota Crown Finnur Thorlacius skrifar 12. janúar 2015 11:36 Toyota Crown afmælisútgáfan. Fyrsti Toyota bíllinn sem seldur var bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu var Toyota Crown. Hóf Toyota að selja hann í Bandaríkjunum árið 1958 en framleiðsla hans hófst í Japan árið 1955, fyrir 60 árum síðan. Sala Toyota Crown í Evrópu hófst síðan árið 1963 er Toyota hóf sölu hans í Danmörku. Var þar um að ræða aðra kynslóð bílsins. Nú er hann af 14. kynslóð og hófst framleiðsla hans árið 2012. Toyota hóf að framleiða Crown í Ástralíu árið 1967 og í Kína á árið 2005. Afmælisútgáfan nú mun aðeins fást í tveimur litum, Sky Blue og Bright Green og fagna margir litaglaðir því. Toyota Crown er sá bíll japanska framleiðandans sem lengst hefur verið í framleiðslu samfellt og er mjög mikilvægur bíll í framleiðslulínu Toyota. Hann var frá upphafi framleiddur sem lúxusbíll og er það enn. Margir Íslendingar þekkja til Toyota Crown og seldist hann ágætlega hér á árum áður en hefur ekki verið í boði hérlendis í langan tíma. Toyota Crown af árgerð 1966 á bílasafninu að Ystafelli. Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent
Fyrsti Toyota bíllinn sem seldur var bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu var Toyota Crown. Hóf Toyota að selja hann í Bandaríkjunum árið 1958 en framleiðsla hans hófst í Japan árið 1955, fyrir 60 árum síðan. Sala Toyota Crown í Evrópu hófst síðan árið 1963 er Toyota hóf sölu hans í Danmörku. Var þar um að ræða aðra kynslóð bílsins. Nú er hann af 14. kynslóð og hófst framleiðsla hans árið 2012. Toyota hóf að framleiða Crown í Ástralíu árið 1967 og í Kína á árið 2005. Afmælisútgáfan nú mun aðeins fást í tveimur litum, Sky Blue og Bright Green og fagna margir litaglaðir því. Toyota Crown er sá bíll japanska framleiðandans sem lengst hefur verið í framleiðslu samfellt og er mjög mikilvægur bíll í framleiðslulínu Toyota. Hann var frá upphafi framleiddur sem lúxusbíll og er það enn. Margir Íslendingar þekkja til Toyota Crown og seldist hann ágætlega hér á árum áður en hefur ekki verið í boði hérlendis í langan tíma. Toyota Crown af árgerð 1966 á bílasafninu að Ystafelli.
Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent