Saflát sigga dögg skrifar 13. janúar 2015 11:00 Safláti hefur verið líkt við sáðlát án sæðisfruma Vísir/Getty Saflát (e. female ejaculation) er fyrirbæri sem hefur valdið mörgum hugarangri. Samkvæmt rannsóknum eru fáar konur sem upplifa þetta á lífsleiðinni eða rétt um 10%. Vökinn sem kemur úr píkunni getur verið allt frá teskeið að magni og upp í bolla. Sumir verða vart varir við þetta en aðrir sjá greinileg vætumerki í rúminu. Þessi vökvi er oft glær og lyktarlaus og skilur ekki eftir sig blett í rúmfötunum. Sumar tengja þetta við markvissa örvun á g-blettinum en greina frá því að örvun á sníp sé einnig nauðsynleg. Saflát getur komið í kjölfar fullnægingar en þarf ekki að vera tengd henni. 540 íslenskar konur voru spurðar hvort þær höfðu upplifað saflát og höfðu tæp 40% upplifað það auk þess sem að um 28% langaði til að upplifa það. Þessar tölur eru töluvert hærri en erlendar kannanir hafa leitt í ljós. Algengast var að þær sem höfðu fengið saflát í kynlífi upplifðu það stundum en ekki alltaf. Safláti var lýst sem góðri tilfinningu sem stundum fylgdi fullnæging. Flestar þeirra sem upplifa saflát segjast þurfa mikla örvun á sníp, þyki betra að stýra örvuninni sjálfar og nota gjarnan titrara og fingra auk þess að þurfa að vera mjög kynferðislega æstar. Meirihluta svarenda langaði til þess að læra að fá saflát og þykir það kynæsandi.Vísir/GettyVísindamenn hafa gjarnan velt fyrir sér bæði upprunastað vökvans en einnig efnafræðilegri samsetningu hans. Aðallega hafa deilur snúið um hvort vökvinn sé að hluta til skyldur þvagi eða sé hreinlega þvag. Í einni rannsókn voru konur látnar innbyrða blátt litarefni sem litaði þvagið þeirra blátt. Þær höfðu þvaglát fyrir kynferðislega örvun og var þvagið blátt. Við kynferðislega örvun kom saflát en það var fölblátt á litinn. Niðurstaða þeirrar rannsóknar var að saflát væri ekki þvag.Nýlegri rannsókn komst að þeirri niðurstöðu að þetta væri vökvi sem kæmi úr þvagblöðrunni (hún fyllti sig fyrir losun og tæmdi sig við losun saflátsins) og líktist efnasamsetningu þvags að fráskyldu því að í saflátinu var einnig efni sem er að finna í blöðruhálskirtlinum. Lítill fjöldi þátttakanda og erfið rannsóknarskilyrði (það að stunda þessa örvun á rannsóknarstofu) hafa áhrif á niðurstöður beggja rannsóknanna og því er það ekki víst hvaðan vökvinn nákvæmlega kemur eða hvað sé í honum. Þörf er á frekari rannsóknum með fjölbreyttari nálgun. Heilsa Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Saflát (e. female ejaculation) er fyrirbæri sem hefur valdið mörgum hugarangri. Samkvæmt rannsóknum eru fáar konur sem upplifa þetta á lífsleiðinni eða rétt um 10%. Vökinn sem kemur úr píkunni getur verið allt frá teskeið að magni og upp í bolla. Sumir verða vart varir við þetta en aðrir sjá greinileg vætumerki í rúminu. Þessi vökvi er oft glær og lyktarlaus og skilur ekki eftir sig blett í rúmfötunum. Sumar tengja þetta við markvissa örvun á g-blettinum en greina frá því að örvun á sníp sé einnig nauðsynleg. Saflát getur komið í kjölfar fullnægingar en þarf ekki að vera tengd henni. 540 íslenskar konur voru spurðar hvort þær höfðu upplifað saflát og höfðu tæp 40% upplifað það auk þess sem að um 28% langaði til að upplifa það. Þessar tölur eru töluvert hærri en erlendar kannanir hafa leitt í ljós. Algengast var að þær sem höfðu fengið saflát í kynlífi upplifðu það stundum en ekki alltaf. Safláti var lýst sem góðri tilfinningu sem stundum fylgdi fullnæging. Flestar þeirra sem upplifa saflát segjast þurfa mikla örvun á sníp, þyki betra að stýra örvuninni sjálfar og nota gjarnan titrara og fingra auk þess að þurfa að vera mjög kynferðislega æstar. Meirihluta svarenda langaði til þess að læra að fá saflát og þykir það kynæsandi.Vísir/GettyVísindamenn hafa gjarnan velt fyrir sér bæði upprunastað vökvans en einnig efnafræðilegri samsetningu hans. Aðallega hafa deilur snúið um hvort vökvinn sé að hluta til skyldur þvagi eða sé hreinlega þvag. Í einni rannsókn voru konur látnar innbyrða blátt litarefni sem litaði þvagið þeirra blátt. Þær höfðu þvaglát fyrir kynferðislega örvun og var þvagið blátt. Við kynferðislega örvun kom saflát en það var fölblátt á litinn. Niðurstaða þeirrar rannsóknar var að saflát væri ekki þvag.Nýlegri rannsókn komst að þeirri niðurstöðu að þetta væri vökvi sem kæmi úr þvagblöðrunni (hún fyllti sig fyrir losun og tæmdi sig við losun saflátsins) og líktist efnasamsetningu þvags að fráskyldu því að í saflátinu var einnig efni sem er að finna í blöðruhálskirtlinum. Lítill fjöldi þátttakanda og erfið rannsóknarskilyrði (það að stunda þessa örvun á rannsóknarstofu) hafa áhrif á niðurstöður beggja rannsóknanna og því er það ekki víst hvaðan vökvinn nákvæmlega kemur eða hvað sé í honum. Þörf er á frekari rannsóknum með fjölbreyttari nálgun.
Heilsa Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira