Símarnir eru svo vinsælir í Kína að á einum tímapunkti seldust smyglaðir símar á 2.400 dali samkvæmt CNet.
Lögreglan handtók í gær mann sem reyndi að smygla 94 símum frá Hong Kong, með því að nota límband til að líma þá utan á líkama sinn. Niðurstaðan var nokkurs konar brynvörn úr iPhone símum eins og sjá má hér að neðan.
Samkvæmt The Verge er þetta vinsæl leið til að smygla símum, en tollverðir tóku eftir skringilegu göngulagi mannsins. Í flestum tilfellum er um stolna síma að ræða.
The Apple codpiece. China customs police catch Hong Kong man with 94 iPhones strapped to body. http://t.co/gM76FwrWUN pic.twitter.com/en9nl3R1Cf
— Chris Buckley 储百亮 (@ChuBailiang) January 12, 2015