Olíutunnan stendur nú í um 46 dollurum og hefur ekki verið lægri í sex ár. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað jafnt og þétt undanfarnar vikur og bendir allt til áframhaldandi lækkunar. Telja sérfræðingar að tunnan gæti farið niður í fjörutíu dollara.
Norðursjávarolían hefur lækkað um fimm prósent og selst tunnan til afhendingar í næsta mánuði á 45,50 Bandaríkjadali.
Heimsmarkaðsverð á olíu ekki lægra í sex ár
