11 stórmerkilegar staðreyndir um svefn Margrét Hugrún skrifar 15. janúar 2015 11:47 Vísir.is/Getty Sé tekið mið af því að við gerum þetta öll á hverri einustu nóttu má furðu sæta að við skulum ekki vita allt sem hægt er að vita um svefn. Hér eru nokkrar stórmerkilegar staðreyndir sem tengjast þessari athöfn. 1. Fresta háttatímanumMaðurinn er eina spendýrið sem frestar því að fara að sofa og reynir að halda sér vakandi. Gæludýrin okkar, hesturinn, kýrin og kindin, ekkert af þessum skepnum reynir að halda sér vakandi til að tyggja aðeins meira gras eða hlaupa nokkra hringi til viðbótar. Þau fara öll að sofa þegar þau eru þreytt. Það er annað en við sem finnum okkur endalausar ástæður til að vaka. Hvað með til dæmis að horfa á eins og einn þátt í viðbót? Skrolla aðeins lengur niður fréttaveituna á Facebook?2. Krílin halda fyrir okkur vöku Ungabörn stela um 1055 klukkustundum af svefni frá foreldrum sínum fyrsta árið. Séu þær lagðar saman þá eru þetta 44 dagar.3. Hljóðin truflaHljóð trufla svefinn meira en þig grunar, jafnvel þó að þú vaknir ekki einu sinni. Bæði ný hljóð, eins og hurð sem skellur óvart, eða bílflauta sem fer í gang úti. Hljóð sem trufla mann fyrstu tvær klukkustundirnar eftir að maður sofnar hafa verstu áhrifin á nætursvefninn.4. Með augun opinÞað er hægt að sofa með augun opin og þessvegna getur stundum verið ómögulegt að segja til um hvort einhver sefur eða ekki.5. Rumsk og raskVenjuleg fullorðin manneskja rumskar að meðaltali sex sinnum yfir nóttina. Næst þegar þú rumskar og getur ekki sofnað aftur skaltu reyna djúpöndun. Þá andarðu að þér á sjö sekúndum og frá þér á átta sekúndum. Með því að hægja á önduninni róast hugurinn og þú átt strax auðveldara með að sofna.6. Hærra minn svefn, ekki til þínÞví hærra uppi sem þú ert því meiri truflun fyrir nætursvefninn. Truflunin verður mikil þegar þú ert komin yfir 13,200 fet eða hærra frá sjávarmáli en þetta er talið stafa af því að því hærra sem maður fer upp, því minna súrefni. Flestir ná að jafna þetta út á um tveimur til þremur vikum.7. Með innbyggða hormónavekjaraklukkuUndirvitundin þín getur virkað eins og besta vekjaraklukka. Kannastu ekki við að eiga mikilvægan fund framundan og þú vaknar á hárréttum tíma. Tveimur mínútum á undan vekjaraklukkunni? Þetta stafar af spennunni sem býr um sig í undirvitundinni. Heilinn framleiðir stresshormón sem kallast adrenocorticotropin og það sér til þess að þú vaknar á réttum tíma.8. Svefnleysi er á við áfengisneysluEf þú ert vakandi í 17 klukkustundir samfleytt minnkar færni þín til flestra hluta. Áhrifin sem þetta hefur á heila og líkamsstarfsemina eru sambærileg við að hafa 0,5 prósent af áfengi í blóðinu en þegar svo er komið skerðist dómgreindin, jafnvægið, athyglisgáfan og hreyfifærni svo eitthvað sé nefnt. Til að mynda ertu ekki jafn fær um að stjórna ökutæki eftir slíka vöku en rannsóknir hafa sýnt fram á að við mannfólkið vanmetum gríðarlega færni okkar hvað þetta varðar. Þú ert kannski alveg viss um að geta ekið bíl eftir að hafa sofið í aðeins 3-4 tíma en vísindalegar rannsóknir sýna fram á allt annað.9. Vínið truflarÞað getur verið mjög freistandi að fá sér eitt vínglas fyrir svefninn þar sem vínið sljóvgar aðeins og gerir mann þreyttan. Þetta hefur þó sinn dilk að draga því þrátt fyrir að þú sofnir fyrr eftir eitt glas af víni þá sefur þú mikið verr. Áfengið hefur slæm áhrif á djúpsvefn sem gerir það að verkum að þú hvílist minna og þú vaknar oftar yfir nóttina.10. Ótti við svefnSumt fólk er hrætt við að sofna og ótti við svefn er raunverulegt vandamál sem hrjáir suma. Þetta kallast somniphopbia og sprettur oft af því að viðkomandi fær oft martraðir þar sem kvíði, erfiðar upplifanir eða annað endurtaka sig í kvikmyndaheimi draumanna nótt eftir nótt. Ef þú færð oft martraðir skaltu leita til læknis og fá ráðleggingar.11. Svarthvíta hetjan mínFólk dreymir í svarthvítu. Hvern hefði grunað það!? Um 12 prósent okkar dreymir aldrei liti og áður en litasjónvarpið kom á markað dreymdi 75 prósent í svarthvítu! Þetta er sannarlega skrítið.(heimild: byrdie.com) Heilsa Tengdar fréttir Sagði skilið við leiklistina og sneri sér að jóga Ingibjörg Stefánsdóttir hætti að leika og lét gamlan draum um að opna jógastöð rætast. 27. október 2014 11:00 Að sofna eftir samfarir Það er algeng mýta að karlar séu ávallt þreyttir eftir samfarir og rúlli sér á aðra hliðina og sofni en hvernig er svefninum raunverulega háttað eftir samfarir? 4. desember 2014 11:00 Hvers vegna hugleiðsla? Við hættum aldrei að hugsa því að heilinn er dugleg og falleg vél sem tekur sér aldrei frí. En að tengja sjálfsmynd okkar og persónuleika við þessa vél leiðir til vansældar. Þannig verður skortdýrið til – þegar við trúum því að við séum hugsanir okkar. 21. október 2014 09:00 Fékk lausn við krónískum verkjum Líf Völu Steinsen breyttist verulega til hins betra þegar hún fór í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð til þess að kljást við áverka sem hún hlaut í bílslysi. 16. nóvember 2014 10:00 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Sé tekið mið af því að við gerum þetta öll á hverri einustu nóttu má furðu sæta að við skulum ekki vita allt sem hægt er að vita um svefn. Hér eru nokkrar stórmerkilegar staðreyndir sem tengjast þessari athöfn. 1. Fresta háttatímanumMaðurinn er eina spendýrið sem frestar því að fara að sofa og reynir að halda sér vakandi. Gæludýrin okkar, hesturinn, kýrin og kindin, ekkert af þessum skepnum reynir að halda sér vakandi til að tyggja aðeins meira gras eða hlaupa nokkra hringi til viðbótar. Þau fara öll að sofa þegar þau eru þreytt. Það er annað en við sem finnum okkur endalausar ástæður til að vaka. Hvað með til dæmis að horfa á eins og einn þátt í viðbót? Skrolla aðeins lengur niður fréttaveituna á Facebook?2. Krílin halda fyrir okkur vöku Ungabörn stela um 1055 klukkustundum af svefni frá foreldrum sínum fyrsta árið. Séu þær lagðar saman þá eru þetta 44 dagar.3. Hljóðin truflaHljóð trufla svefinn meira en þig grunar, jafnvel þó að þú vaknir ekki einu sinni. Bæði ný hljóð, eins og hurð sem skellur óvart, eða bílflauta sem fer í gang úti. Hljóð sem trufla mann fyrstu tvær klukkustundirnar eftir að maður sofnar hafa verstu áhrifin á nætursvefninn.4. Með augun opinÞað er hægt að sofa með augun opin og þessvegna getur stundum verið ómögulegt að segja til um hvort einhver sefur eða ekki.5. Rumsk og raskVenjuleg fullorðin manneskja rumskar að meðaltali sex sinnum yfir nóttina. Næst þegar þú rumskar og getur ekki sofnað aftur skaltu reyna djúpöndun. Þá andarðu að þér á sjö sekúndum og frá þér á átta sekúndum. Með því að hægja á önduninni róast hugurinn og þú átt strax auðveldara með að sofna.6. Hærra minn svefn, ekki til þínÞví hærra uppi sem þú ert því meiri truflun fyrir nætursvefninn. Truflunin verður mikil þegar þú ert komin yfir 13,200 fet eða hærra frá sjávarmáli en þetta er talið stafa af því að því hærra sem maður fer upp, því minna súrefni. Flestir ná að jafna þetta út á um tveimur til þremur vikum.7. Með innbyggða hormónavekjaraklukkuUndirvitundin þín getur virkað eins og besta vekjaraklukka. Kannastu ekki við að eiga mikilvægan fund framundan og þú vaknar á hárréttum tíma. Tveimur mínútum á undan vekjaraklukkunni? Þetta stafar af spennunni sem býr um sig í undirvitundinni. Heilinn framleiðir stresshormón sem kallast adrenocorticotropin og það sér til þess að þú vaknar á réttum tíma.8. Svefnleysi er á við áfengisneysluEf þú ert vakandi í 17 klukkustundir samfleytt minnkar færni þín til flestra hluta. Áhrifin sem þetta hefur á heila og líkamsstarfsemina eru sambærileg við að hafa 0,5 prósent af áfengi í blóðinu en þegar svo er komið skerðist dómgreindin, jafnvægið, athyglisgáfan og hreyfifærni svo eitthvað sé nefnt. Til að mynda ertu ekki jafn fær um að stjórna ökutæki eftir slíka vöku en rannsóknir hafa sýnt fram á að við mannfólkið vanmetum gríðarlega færni okkar hvað þetta varðar. Þú ert kannski alveg viss um að geta ekið bíl eftir að hafa sofið í aðeins 3-4 tíma en vísindalegar rannsóknir sýna fram á allt annað.9. Vínið truflarÞað getur verið mjög freistandi að fá sér eitt vínglas fyrir svefninn þar sem vínið sljóvgar aðeins og gerir mann þreyttan. Þetta hefur þó sinn dilk að draga því þrátt fyrir að þú sofnir fyrr eftir eitt glas af víni þá sefur þú mikið verr. Áfengið hefur slæm áhrif á djúpsvefn sem gerir það að verkum að þú hvílist minna og þú vaknar oftar yfir nóttina.10. Ótti við svefnSumt fólk er hrætt við að sofna og ótti við svefn er raunverulegt vandamál sem hrjáir suma. Þetta kallast somniphopbia og sprettur oft af því að viðkomandi fær oft martraðir þar sem kvíði, erfiðar upplifanir eða annað endurtaka sig í kvikmyndaheimi draumanna nótt eftir nótt. Ef þú færð oft martraðir skaltu leita til læknis og fá ráðleggingar.11. Svarthvíta hetjan mínFólk dreymir í svarthvítu. Hvern hefði grunað það!? Um 12 prósent okkar dreymir aldrei liti og áður en litasjónvarpið kom á markað dreymdi 75 prósent í svarthvítu! Þetta er sannarlega skrítið.(heimild: byrdie.com)
Heilsa Tengdar fréttir Sagði skilið við leiklistina og sneri sér að jóga Ingibjörg Stefánsdóttir hætti að leika og lét gamlan draum um að opna jógastöð rætast. 27. október 2014 11:00 Að sofna eftir samfarir Það er algeng mýta að karlar séu ávallt þreyttir eftir samfarir og rúlli sér á aðra hliðina og sofni en hvernig er svefninum raunverulega háttað eftir samfarir? 4. desember 2014 11:00 Hvers vegna hugleiðsla? Við hættum aldrei að hugsa því að heilinn er dugleg og falleg vél sem tekur sér aldrei frí. En að tengja sjálfsmynd okkar og persónuleika við þessa vél leiðir til vansældar. Þannig verður skortdýrið til – þegar við trúum því að við séum hugsanir okkar. 21. október 2014 09:00 Fékk lausn við krónískum verkjum Líf Völu Steinsen breyttist verulega til hins betra þegar hún fór í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð til þess að kljást við áverka sem hún hlaut í bílslysi. 16. nóvember 2014 10:00 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Sagði skilið við leiklistina og sneri sér að jóga Ingibjörg Stefánsdóttir hætti að leika og lét gamlan draum um að opna jógastöð rætast. 27. október 2014 11:00
Að sofna eftir samfarir Það er algeng mýta að karlar séu ávallt þreyttir eftir samfarir og rúlli sér á aðra hliðina og sofni en hvernig er svefninum raunverulega háttað eftir samfarir? 4. desember 2014 11:00
Hvers vegna hugleiðsla? Við hættum aldrei að hugsa því að heilinn er dugleg og falleg vél sem tekur sér aldrei frí. En að tengja sjálfsmynd okkar og persónuleika við þessa vél leiðir til vansældar. Þannig verður skortdýrið til – þegar við trúum því að við séum hugsanir okkar. 21. október 2014 09:00
Fékk lausn við krónískum verkjum Líf Völu Steinsen breyttist verulega til hins betra þegar hún fór í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð til þess að kljást við áverka sem hún hlaut í bílslysi. 16. nóvember 2014 10:00