Nýr Ford Focus frumsýndur Finnur Thorlacius skrifar 15. janúar 2015 12:47 Nýr Ford Focus. Brimborg frumsýnir nýjan Ford Focus á laugardaginn milli kl. 12 og 16, bæði í Reykjavík og á Akureyri. Ford Focus hefur verið söluhæsti bíllinn í heiminum undanfarin tvö ár. Hann er Íslendingum kunnur fyrir framúrskarandi gæði, frábæra aksturseiginleika og hagkvæmni í rekstri. Nú er kominn nýr Ford Focus sem er algjörlega nýr bíll. Útlit hans, að utan sem innan, er breytt. Þetta er án vafa fágaðasti Ford Focus bíllinn til þessa. Nýja kynslóð Ford Focus státar af fjölmörgum tækninýjungum. Þar má nefna Torque Vectoring Control sem tryggir akstursánægju og öryggi við akstur, endurbætta bílastæðaaðstoð sem nú leggur í stæði sem eru samhliða og þvert á akstursstefnu, auk þess sem nú er fáanlegt GPS leiðsögukerfi með Íslandskorti. Gott úrval bensín- og dísilvéla skila jafnvægi á milli krafts og eldsneytisnotkunar. Þar á meðal eru tvær nýjar vélar ásamt Ford EcoBoost vélinni sem hefur verið valin vél ársins (International Engine of the Year) þrjú ár í röð.Hönnun með tilgangi Ford Focus er nú nýr að utan sem innan. Hann hefur sportlegt ytra útlit og að innan er hann rúmgóður og vel búinn. Sérhver þáttur er hannaður til að gera akstursánægjuna enn meiri. Focus hefur verið endurhannaður að innan. Vandað og fallegt sætisáklæðið er nýtt og innréttingin líka. Innra rými Ford Focus hefur aldrei verið glæsilegra. Flottur stíll og fyrsta flokks gæði haldast í hendur við gott skipulag því öll stjórntæki og geymslurými eru í seilingarfjarlægð. Hönnuðir Ford hafa séð til þess að hvert smáatriði er úthugsað. Stóra breytingin að utan er glæsilegur nýr framendi sem mun koma til með að einkenna komandi kynslóðir Ford bíla. Eins eru nýju straumlínulöguðu afturljósin áberandi. Þetta eru þó ekki einu breytingarnar, því afturendinn hefur einnig verið endurhannaður. Sjón er sögu ríkari!Nýjar Euro 6 vélar, minni eldsneytisnotkun og minni CO2 losunVélatækni gegnir lykilhlutverki í nýja Focus. Hún hjálpar við að draga úr rekstrarkostnaði og losun en skilar á sama tíma krafti og góðum afköstum. Nú er í boði tvær nýjar vélar auk Ford EcoBoost vélarinnar sem hefur verið valin vél ársins (International Engine of the Year) þrjú ár í röð. Nýju vélarnar eru mjög spennandi valkostir. Annars vegar er það 1,5 lítra EcoBoost bensínvél með sjálfskiptingu sem skilar 150 hestöflum, eyðir 5,8 l/100 km í blönduðum akstri og losar aðeins 134 g/km. Hin nýja vélin er 1,5TDCi dísilvél sem er fáanleg með bein- og sjálfskiptingu. Með beinskiptingu skilar hún 95 eða 120 hestöflum og með sjálfskiptingu skilar hún 120 hestöflum. Ford Focus með 1,5TDCi vél og beinskiptingu fær frítt í stæði í miðborg Reykjavíkur. Allar vélarnar búa yfir Auto-Start-Stop búnaði og standast einnig kröfur Euro 6 losunarstaðlanna.Uppfærður undirvagnAksturseiginleikar Ford Focus eru margrómaðir. Nýr Ford Focus býr nú yfir nýrri fjöðrun sem skilar enn betri aksturseiginleikum og hljóðlátara innra rými. Torque Vectoring Control (TVC) sér til þess að jafnvægi sé á vélarafli milli framhjólanna þannig það henti akstursyfirborði og akstursaðstæðum hverju sinni. Það skilar betra gripi og nákvæmari meðhöndlun hvort sem þú ert í beinum akstri, í beygju eða að hemla. Þess má geta að brekkuaðstoð er staðalbúnaður sem auðveldar ökumanni að taka af stað í halla. Eini bíllinn til að hljóta fjögur Euro NCAP öryggisverðlaun Nýi Ford Focus er eini bíllinn sem hefur hlotið fjögur öryggisverðlaun frá Euro NCAP. Verðlaunin voru afhent fyrir öryggistækninýjungar Ford Focus: ökumannsvaka (Drivers Alert), árekstravara (Active City Stop), Forward Alert (hluti af hraðastilli með nálægðarskynjara) og veglínuskynjara (Lane Keeping Alert). Nýi Ford Focus hlaut einnig titilinn „Besti bíllinn“ í flokki meðalstórra fjölskyldubíla eftir að hafa fengið fullt hús stiga í öryggis- og árekstraprófunum Euro NCAP.Vel búinn staðalbúnaði Nýr Ford Focus er vel búinn staðalbúnaði. Hér eru nokkur dæmi: Ford SYNC raddstýrt samskiptakerfi með Bluetooth og neyðarhringingu (112), 6 hátalarar, ESC stöðugleikastýrikerfi, TC spólvörn, fjaropnun á skotti, upphitanlegir útispeglar, MacPherson fjöðrun að framan, leðurklætt fjölstillanlegt stýrishjól og leður á gírstangarhnúð, stillanlegur hiti í framsætum, tvískipt aftursæti (60/40), Start Stop spartækni, aksturstölva, viðvörun við ísingu, tímastillir á framrúðuþurrkum, My Key búnaður (forritanlegur lykill með takmörk á hámarkshraða, hljóðstyrk hljómtækja ofl.), ECO mode eldsneytissparnaðarkerfi og Easy fuel búnaður sem kemur í veg fyrir að rangt eldsneyti sé sett á bílinn. Þetta er einungis hluti af staðalbúnaðinum.Mikið úrval aukabúnaðar Mikill aukabúnaður er í boði fyrir nýjan Ford Focus. Má þar nefna hraðastilli með nálægðarskynjara, árekstravara (Active City Stop), BLIS öryggiskerfi fyrir hliðarumferð ásamt rafdrifinni aðfellingu hliðarspegla. Nú er jafnframt hægt að fá upphitanlegt stýrishjól sem er virkilega notalegt á köldum vetrardögum. Brimborg bendir einnig á mjög hagstæðan öryggispakka sem hægt er að fá á einstaklega góðu verði. Jafnframt er í boði sérstaklega þægindapakki sem inniheldur meðal annars bílastæðaðstoðina sem nú leggur bæði í stæði sem eru samhliða og þvert á akstursstefnu. Að auki er nú fáanlegt GPS leiðsögukerfi með Íslandskorti.Góður í endursölu Ford Focus er mjög góður í endursölu en það er liður sem mikilvægt er að íhuga þegar fjárfest er í nýjum bíl.Breyttur framendi á nýjum Ford Focus. Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent
Brimborg frumsýnir nýjan Ford Focus á laugardaginn milli kl. 12 og 16, bæði í Reykjavík og á Akureyri. Ford Focus hefur verið söluhæsti bíllinn í heiminum undanfarin tvö ár. Hann er Íslendingum kunnur fyrir framúrskarandi gæði, frábæra aksturseiginleika og hagkvæmni í rekstri. Nú er kominn nýr Ford Focus sem er algjörlega nýr bíll. Útlit hans, að utan sem innan, er breytt. Þetta er án vafa fágaðasti Ford Focus bíllinn til þessa. Nýja kynslóð Ford Focus státar af fjölmörgum tækninýjungum. Þar má nefna Torque Vectoring Control sem tryggir akstursánægju og öryggi við akstur, endurbætta bílastæðaaðstoð sem nú leggur í stæði sem eru samhliða og þvert á akstursstefnu, auk þess sem nú er fáanlegt GPS leiðsögukerfi með Íslandskorti. Gott úrval bensín- og dísilvéla skila jafnvægi á milli krafts og eldsneytisnotkunar. Þar á meðal eru tvær nýjar vélar ásamt Ford EcoBoost vélinni sem hefur verið valin vél ársins (International Engine of the Year) þrjú ár í röð.Hönnun með tilgangi Ford Focus er nú nýr að utan sem innan. Hann hefur sportlegt ytra útlit og að innan er hann rúmgóður og vel búinn. Sérhver þáttur er hannaður til að gera akstursánægjuna enn meiri. Focus hefur verið endurhannaður að innan. Vandað og fallegt sætisáklæðið er nýtt og innréttingin líka. Innra rými Ford Focus hefur aldrei verið glæsilegra. Flottur stíll og fyrsta flokks gæði haldast í hendur við gott skipulag því öll stjórntæki og geymslurými eru í seilingarfjarlægð. Hönnuðir Ford hafa séð til þess að hvert smáatriði er úthugsað. Stóra breytingin að utan er glæsilegur nýr framendi sem mun koma til með að einkenna komandi kynslóðir Ford bíla. Eins eru nýju straumlínulöguðu afturljósin áberandi. Þetta eru þó ekki einu breytingarnar, því afturendinn hefur einnig verið endurhannaður. Sjón er sögu ríkari!Nýjar Euro 6 vélar, minni eldsneytisnotkun og minni CO2 losunVélatækni gegnir lykilhlutverki í nýja Focus. Hún hjálpar við að draga úr rekstrarkostnaði og losun en skilar á sama tíma krafti og góðum afköstum. Nú er í boði tvær nýjar vélar auk Ford EcoBoost vélarinnar sem hefur verið valin vél ársins (International Engine of the Year) þrjú ár í röð. Nýju vélarnar eru mjög spennandi valkostir. Annars vegar er það 1,5 lítra EcoBoost bensínvél með sjálfskiptingu sem skilar 150 hestöflum, eyðir 5,8 l/100 km í blönduðum akstri og losar aðeins 134 g/km. Hin nýja vélin er 1,5TDCi dísilvél sem er fáanleg með bein- og sjálfskiptingu. Með beinskiptingu skilar hún 95 eða 120 hestöflum og með sjálfskiptingu skilar hún 120 hestöflum. Ford Focus með 1,5TDCi vél og beinskiptingu fær frítt í stæði í miðborg Reykjavíkur. Allar vélarnar búa yfir Auto-Start-Stop búnaði og standast einnig kröfur Euro 6 losunarstaðlanna.Uppfærður undirvagnAksturseiginleikar Ford Focus eru margrómaðir. Nýr Ford Focus býr nú yfir nýrri fjöðrun sem skilar enn betri aksturseiginleikum og hljóðlátara innra rými. Torque Vectoring Control (TVC) sér til þess að jafnvægi sé á vélarafli milli framhjólanna þannig það henti akstursyfirborði og akstursaðstæðum hverju sinni. Það skilar betra gripi og nákvæmari meðhöndlun hvort sem þú ert í beinum akstri, í beygju eða að hemla. Þess má geta að brekkuaðstoð er staðalbúnaður sem auðveldar ökumanni að taka af stað í halla. Eini bíllinn til að hljóta fjögur Euro NCAP öryggisverðlaun Nýi Ford Focus er eini bíllinn sem hefur hlotið fjögur öryggisverðlaun frá Euro NCAP. Verðlaunin voru afhent fyrir öryggistækninýjungar Ford Focus: ökumannsvaka (Drivers Alert), árekstravara (Active City Stop), Forward Alert (hluti af hraðastilli með nálægðarskynjara) og veglínuskynjara (Lane Keeping Alert). Nýi Ford Focus hlaut einnig titilinn „Besti bíllinn“ í flokki meðalstórra fjölskyldubíla eftir að hafa fengið fullt hús stiga í öryggis- og árekstraprófunum Euro NCAP.Vel búinn staðalbúnaði Nýr Ford Focus er vel búinn staðalbúnaði. Hér eru nokkur dæmi: Ford SYNC raddstýrt samskiptakerfi með Bluetooth og neyðarhringingu (112), 6 hátalarar, ESC stöðugleikastýrikerfi, TC spólvörn, fjaropnun á skotti, upphitanlegir útispeglar, MacPherson fjöðrun að framan, leðurklætt fjölstillanlegt stýrishjól og leður á gírstangarhnúð, stillanlegur hiti í framsætum, tvískipt aftursæti (60/40), Start Stop spartækni, aksturstölva, viðvörun við ísingu, tímastillir á framrúðuþurrkum, My Key búnaður (forritanlegur lykill með takmörk á hámarkshraða, hljóðstyrk hljómtækja ofl.), ECO mode eldsneytissparnaðarkerfi og Easy fuel búnaður sem kemur í veg fyrir að rangt eldsneyti sé sett á bílinn. Þetta er einungis hluti af staðalbúnaðinum.Mikið úrval aukabúnaðar Mikill aukabúnaður er í boði fyrir nýjan Ford Focus. Má þar nefna hraðastilli með nálægðarskynjara, árekstravara (Active City Stop), BLIS öryggiskerfi fyrir hliðarumferð ásamt rafdrifinni aðfellingu hliðarspegla. Nú er jafnframt hægt að fá upphitanlegt stýrishjól sem er virkilega notalegt á köldum vetrardögum. Brimborg bendir einnig á mjög hagstæðan öryggispakka sem hægt er að fá á einstaklega góðu verði. Jafnframt er í boði sérstaklega þægindapakki sem inniheldur meðal annars bílastæðaðstoðina sem nú leggur bæði í stæði sem eru samhliða og þvert á akstursstefnu. Að auki er nú fáanlegt GPS leiðsögukerfi með Íslandskorti.Góður í endursölu Ford Focus er mjög góður í endursölu en það er liður sem mikilvægt er að íhuga þegar fjárfest er í nýjum bíl.Breyttur framendi á nýjum Ford Focus.
Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent