Framleiðslu hætt á enn einum blæjubílnum Finnur Thorlacius skrifar 16. janúar 2015 15:58 Volkswagen Eos hverfur brátt af sjónarsviðinu. Þegar Volkswagen hóf framleiðslu Eos blæjubílsins voru blæjubílar enn vænleg framleiðsla bílaframleiðenda. Síðan þá hafa bílaframleiðendur hætt framleiðslu hvers blæjubílsins á fætur öðrum. Nú hefur Volkswagen tekið þá ákvörðun að hætta framleiðslu Eos bílsins og fylgir hann í kjölfarið á blæjuútgáfum bíla eins og Lexus IS og SC, Volvo C70, Ford Focus, Opel Astra, Peugeot 207, Cadillac XLR, Chrysler 200 og Pontiac G6, en framleiðslu þeirra allra hefur verið hætt með blæju. Volkswagen framleiðir þó ennþá tvær gerðir bíla með blæju, þ.e. Golf og Bjölluna og gengur sala þeirra þokkalega. Það er einungis í einum flokki bíla þar sem blæjuútgáfur virðast enn mjög vinsælar, en það er í flokki rándýrra sportbíla eins og Ferrari 458 og McLaren 650S. Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent
Þegar Volkswagen hóf framleiðslu Eos blæjubílsins voru blæjubílar enn vænleg framleiðsla bílaframleiðenda. Síðan þá hafa bílaframleiðendur hætt framleiðslu hvers blæjubílsins á fætur öðrum. Nú hefur Volkswagen tekið þá ákvörðun að hætta framleiðslu Eos bílsins og fylgir hann í kjölfarið á blæjuútgáfum bíla eins og Lexus IS og SC, Volvo C70, Ford Focus, Opel Astra, Peugeot 207, Cadillac XLR, Chrysler 200 og Pontiac G6, en framleiðslu þeirra allra hefur verið hætt með blæju. Volkswagen framleiðir þó ennþá tvær gerðir bíla með blæju, þ.e. Golf og Bjölluna og gengur sala þeirra þokkalega. Það er einungis í einum flokki bíla þar sem blæjuútgáfur virðast enn mjög vinsælar, en það er í flokki rándýrra sportbíla eins og Ferrari 458 og McLaren 650S.
Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent