Al Attiyah vann París - Dakar Finnur Thorlacius skrifar 19. janúar 2015 09:21 Al Attiyah á fullu gasi í keppninni. Nasser Al Attiyah frá Qatar hafði sigur í bílaflokki þolakstursins París - Dakar, rétt eins og hann gerði árið 2011. Al Attiyah ók Mini bíl og er þetta fjórða árið í röð sem sigurvegarinn ekur á Mini. Það kórónar svo góðan árangur Mini í keppninni að í sætum 3, 4 og 5 vorum einnig bílar af Mini gerð. Í öðru sæti varð frakkinn Giniel de Villiers á Toyota Hilux bíl. Al Attiyah náði sigri á 5 dagleiðum af alls 13 og hafði á endanum ríflega hálftíma forystu á næsta keppanda. Í mótorhjólaflokki vann Spánverjinn Marco Coma á KTM 450 Rally hjóli, en Coma vann einnig í fyrra og hefur alls unnið mótorhjólaflokkinn fimm sinnum. Eins og oftast áður var það rússneska Kamaz liðið sem hafði sigur í trukkaflokki, en það hefur unnið síðustu 3 ár og í 12 skipti síðan árið 2000. Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent
Nasser Al Attiyah frá Qatar hafði sigur í bílaflokki þolakstursins París - Dakar, rétt eins og hann gerði árið 2011. Al Attiyah ók Mini bíl og er þetta fjórða árið í röð sem sigurvegarinn ekur á Mini. Það kórónar svo góðan árangur Mini í keppninni að í sætum 3, 4 og 5 vorum einnig bílar af Mini gerð. Í öðru sæti varð frakkinn Giniel de Villiers á Toyota Hilux bíl. Al Attiyah náði sigri á 5 dagleiðum af alls 13 og hafði á endanum ríflega hálftíma forystu á næsta keppanda. Í mótorhjólaflokki vann Spánverjinn Marco Coma á KTM 450 Rally hjóli, en Coma vann einnig í fyrra og hefur alls unnið mótorhjólaflokkinn fimm sinnum. Eins og oftast áður var það rússneska Kamaz liðið sem hafði sigur í trukkaflokki, en það hefur unnið síðustu 3 ár og í 12 skipti síðan árið 2000.
Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent