Al Attiyah vann París - Dakar Finnur Thorlacius skrifar 19. janúar 2015 09:21 Al Attiyah á fullu gasi í keppninni. Nasser Al Attiyah frá Qatar hafði sigur í bílaflokki þolakstursins París - Dakar, rétt eins og hann gerði árið 2011. Al Attiyah ók Mini bíl og er þetta fjórða árið í röð sem sigurvegarinn ekur á Mini. Það kórónar svo góðan árangur Mini í keppninni að í sætum 3, 4 og 5 vorum einnig bílar af Mini gerð. Í öðru sæti varð frakkinn Giniel de Villiers á Toyota Hilux bíl. Al Attiyah náði sigri á 5 dagleiðum af alls 13 og hafði á endanum ríflega hálftíma forystu á næsta keppanda. Í mótorhjólaflokki vann Spánverjinn Marco Coma á KTM 450 Rally hjóli, en Coma vann einnig í fyrra og hefur alls unnið mótorhjólaflokkinn fimm sinnum. Eins og oftast áður var það rússneska Kamaz liðið sem hafði sigur í trukkaflokki, en það hefur unnið síðustu 3 ár og í 12 skipti síðan árið 2000. Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður
Nasser Al Attiyah frá Qatar hafði sigur í bílaflokki þolakstursins París - Dakar, rétt eins og hann gerði árið 2011. Al Attiyah ók Mini bíl og er þetta fjórða árið í röð sem sigurvegarinn ekur á Mini. Það kórónar svo góðan árangur Mini í keppninni að í sætum 3, 4 og 5 vorum einnig bílar af Mini gerð. Í öðru sæti varð frakkinn Giniel de Villiers á Toyota Hilux bíl. Al Attiyah náði sigri á 5 dagleiðum af alls 13 og hafði á endanum ríflega hálftíma forystu á næsta keppanda. Í mótorhjólaflokki vann Spánverjinn Marco Coma á KTM 450 Rally hjóli, en Coma vann einnig í fyrra og hefur alls unnið mótorhjólaflokkinn fimm sinnum. Eins og oftast áður var það rússneska Kamaz liðið sem hafði sigur í trukkaflokki, en það hefur unnið síðustu 3 ár og í 12 skipti síðan árið 2000.
Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður