Vill dreifa internetinu með gervihnöttum Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2015 13:45 Elon Musk vill skjóta fjögur þúsund gervihnöttum á sporbraut um jörðina. Vísir/AFP Elon Musk, eigandi Tesla og stofnandi SpaceX, tilkynnti á föstudaginn nýjar áætlanir SpaceX um að koma háhraða internettengingu til allra horna heimsins og Mars. Til þess ætlar fyrirtækið að þróa fjögur þúsund smáa gervihnetti sem eiga að hringsóla jörðina í 1.200 kílómetra hæð. Musk kynnti þetta á kynningarfundi í Seattle á föstudaginn, en hann sagði þar að tekjur af gervihnattanetinu mæti nota til að fjármagna byggð manna á Mars. Hann segir að hægt væri að byggja hvern gervihnött fyrir minna en eina milljón dala og að þeir yrðu rúm 100 kíló að þyngd. Þá telur hann að það tæki um fimm ár að byggja upp gervihnattanetið og að heildarkostnaður verkefnisins væru um tíu milljarðar dala, sem er meira en þúsund milljarðar króna.Menn á Mars innan tuttugu ára Musk vill byggja upp nýlendu á Mars og hann tilkynnti það fyrst árið 2011. Þá sagðist hann ætla að senda menn til rauðu plánetunnar innan tuttugu ára. Fyrirtæki hans SpaceX hefur undanfarin ár unnið að því að þróa nýja tegund eldflauga sem hægt væri að nota oftar en einu sinni. Þannig væri hægt að draga verulega úr kostnaði við geimskot. Fyrir skömmu skaut SpaceX þessari nýju tegunda flauga á loft, sem flutti birgðar til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Það tókst, en til stóð að lenda eldflauginni aftur í heilu lagi á fljótandi pramma. Það tókst ekki, en myndband af lendingunni má sjá hér. Close, but no cigar. This time. https://t.co/JowUE6a1D7— SpaceX (@SpaceX) January 16, 2015 SpaceX gerði nýverið samning við NASA um að ferja geimfara til geimstöðvarinnar og byrja fyrirtækir fyrirtækisins árið 2017. Ljóst er að fyrirtækið hefur á skömmum tíma aflað mikillar reynslu og þekkingar í geimferðum, sem mun einungis aukast á næstu árum. Hér að neðan má sjá myndband frá vefnum The Verge um hvað til þurfi varðandi nýlendu á Mars. Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Elon Musk, eigandi Tesla og stofnandi SpaceX, tilkynnti á föstudaginn nýjar áætlanir SpaceX um að koma háhraða internettengingu til allra horna heimsins og Mars. Til þess ætlar fyrirtækið að þróa fjögur þúsund smáa gervihnetti sem eiga að hringsóla jörðina í 1.200 kílómetra hæð. Musk kynnti þetta á kynningarfundi í Seattle á föstudaginn, en hann sagði þar að tekjur af gervihnattanetinu mæti nota til að fjármagna byggð manna á Mars. Hann segir að hægt væri að byggja hvern gervihnött fyrir minna en eina milljón dala og að þeir yrðu rúm 100 kíló að þyngd. Þá telur hann að það tæki um fimm ár að byggja upp gervihnattanetið og að heildarkostnaður verkefnisins væru um tíu milljarðar dala, sem er meira en þúsund milljarðar króna.Menn á Mars innan tuttugu ára Musk vill byggja upp nýlendu á Mars og hann tilkynnti það fyrst árið 2011. Þá sagðist hann ætla að senda menn til rauðu plánetunnar innan tuttugu ára. Fyrirtæki hans SpaceX hefur undanfarin ár unnið að því að þróa nýja tegund eldflauga sem hægt væri að nota oftar en einu sinni. Þannig væri hægt að draga verulega úr kostnaði við geimskot. Fyrir skömmu skaut SpaceX þessari nýju tegunda flauga á loft, sem flutti birgðar til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Það tókst, en til stóð að lenda eldflauginni aftur í heilu lagi á fljótandi pramma. Það tókst ekki, en myndband af lendingunni má sjá hér. Close, but no cigar. This time. https://t.co/JowUE6a1D7— SpaceX (@SpaceX) January 16, 2015 SpaceX gerði nýverið samning við NASA um að ferja geimfara til geimstöðvarinnar og byrja fyrirtækir fyrirtækisins árið 2017. Ljóst er að fyrirtækið hefur á skömmum tíma aflað mikillar reynslu og þekkingar í geimferðum, sem mun einungis aukast á næstu árum. Hér að neðan má sjá myndband frá vefnum The Verge um hvað til þurfi varðandi nýlendu á Mars.
Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent