Fyrsta kínverska flugvélin Finnur Thorlacius skrifar 2. janúar 2015 12:15 Comac ARJ21-700 hefur sig til flugs. Fyrsta flugvélin sem hönnuð er og smíðuð í Kína var kynnt þarlendis síðasta þriðjudag. Vélin ber heitið Comac ARJ21-700 og stendur Comac fyrir Commercial Aircraft Corporation of China. Hún er ætluð til innanlandsflugs í Kína og getur tekið 70 til 90 farþega og hefur 3.700 kílómetra flugþol. Það tók 12 ár að þróa vélina og síðustu 6 ár hafa farið í að reynslufljúga henni. Þessi fyrsta vél verður í þjónustu kínverska flugfélagsins Chengdu Airlines. Vélin er afar lík McDonnell Douglas MD-10 og er þar engin tilviljun á ferð, því verksmiðjan sem vélin er smíðuð í hafði áður sett saman slíkar vélar fyrir McDonnell Douglas til sölu í Kína. Comac fyrirtækið kínverska er einnig að þróa smíði stærri flugvélar sem taka á 158 manns í sæti og stendur til að bjóða þá vél til sölu árið 2018. Á áttunda áratug síðustu aldar hófu kínverjar smíði eigin flugvélar, vélar sem fékk nafnið Shanghai Y-10, en hætt var við smíði hennar þó svo hún hafi farið í ein 130 tilraunaflug á árunum 1980 til 1984. Þegar vélin var tilbúin til fjöldaframleiðslu reyndist enginn markaður fyrir hana þar sem hún stóð öðrum vélum, sem kínversk flugfélög höfðu í sinni þjónustu, engan veginn snúning og þróun hennar því úrelt. Varð smíði hennar því sjálfhætt. Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fyrsta flugvélin sem hönnuð er og smíðuð í Kína var kynnt þarlendis síðasta þriðjudag. Vélin ber heitið Comac ARJ21-700 og stendur Comac fyrir Commercial Aircraft Corporation of China. Hún er ætluð til innanlandsflugs í Kína og getur tekið 70 til 90 farþega og hefur 3.700 kílómetra flugþol. Það tók 12 ár að þróa vélina og síðustu 6 ár hafa farið í að reynslufljúga henni. Þessi fyrsta vél verður í þjónustu kínverska flugfélagsins Chengdu Airlines. Vélin er afar lík McDonnell Douglas MD-10 og er þar engin tilviljun á ferð, því verksmiðjan sem vélin er smíðuð í hafði áður sett saman slíkar vélar fyrir McDonnell Douglas til sölu í Kína. Comac fyrirtækið kínverska er einnig að þróa smíði stærri flugvélar sem taka á 158 manns í sæti og stendur til að bjóða þá vél til sölu árið 2018. Á áttunda áratug síðustu aldar hófu kínverjar smíði eigin flugvélar, vélar sem fékk nafnið Shanghai Y-10, en hætt var við smíði hennar þó svo hún hafi farið í ein 130 tilraunaflug á árunum 1980 til 1984. Þegar vélin var tilbúin til fjöldaframleiðslu reyndist enginn markaður fyrir hana þar sem hún stóð öðrum vélum, sem kínversk flugfélög höfðu í sinni þjónustu, engan veginn snúning og þróun hennar því úrelt. Varð smíði hennar því sjálfhætt.
Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira