Toyota fagnar 50 ára afmæli á Íslandi Finnur Thorlacius skrifar 5. janúar 2015 13:16 Toyota Crown árgerð 1966 á bílasafninu á Ystafelli. Á árinu 2015 fagnar Toyota á Íslandi því að 50 ár eru liðin frá því fyrsti Toyotabíllinn var seldur á Íslandi. Á þessum tíma hefur Toyota unnið sér sess hér á landi sem áreiðanlegur og góður bíll sem hentar vel fyrir íslenskar aðstæður. Vörulínan er breið, smábílar, fjölskyldubílar, pallbílar, atvinnubílar og jeppar. Um 45.000 Toyotur eru nú í notkun á landinu. Fyrstu Toyoturnar sem komu til landsins árið 1965 voru Crown, Corona og Land Cruiser. Corolla bættist síðan við vörulínuna í kringum 1970. „Við lítum á okkur fyrst og fremst sem þjónustufyrirtæki“ segir Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi og eigandi fyrirtækisins ásamt Kristjáni Þorbergssyni fjármálastjóra. „Svona fyrirtæki endist ekki lengi nema það átti sig á þörfum viðskiptavinanna og bjóði vöru sem hentar aðstæðum hér á landi. Við fylgjum því fordæmi sem Páll Samúelsson setti með starfsfólki sínu strax í upphafi og kappkostum á hverjum degi að standa okkur í því sem við erum að gera. Við viljum fá fólk til okkar aftur og aftur enda eru mörg dæmi um fjölskyldur þar sem allir eru á Toyota, jafnvel nokkrar kynslóðir. Okkur þykir vænt um það traust sem Toyotaeigendur hafa sýnt okkur í gegnum tíðina og hlökkum til áframhaldandi samstarfs við Toyotaeigendur “ segir Úlfar enn fremur. Auk 50 ára afmælisins fagnar starfsfólk Toyota því nú að Toyota hefur verið mest seldi bíllinn á Íslandi á hverju ári frá 1991 eða í 25 ár samfellt. Ýmislegt verður gert til hátíðabrigða á árinu. Bílasýningar verða með veglegra móti og í tilefni afmælisins verður m.a. boðið upp á sérstaka afmælisútgáfu Land Cruiser 150 - „Íslandsjeppans“ - en þar fylgir 33“ breyting með í kaupunum án aukakostnaðar. Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent
Á árinu 2015 fagnar Toyota á Íslandi því að 50 ár eru liðin frá því fyrsti Toyotabíllinn var seldur á Íslandi. Á þessum tíma hefur Toyota unnið sér sess hér á landi sem áreiðanlegur og góður bíll sem hentar vel fyrir íslenskar aðstæður. Vörulínan er breið, smábílar, fjölskyldubílar, pallbílar, atvinnubílar og jeppar. Um 45.000 Toyotur eru nú í notkun á landinu. Fyrstu Toyoturnar sem komu til landsins árið 1965 voru Crown, Corona og Land Cruiser. Corolla bættist síðan við vörulínuna í kringum 1970. „Við lítum á okkur fyrst og fremst sem þjónustufyrirtæki“ segir Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi og eigandi fyrirtækisins ásamt Kristjáni Þorbergssyni fjármálastjóra. „Svona fyrirtæki endist ekki lengi nema það átti sig á þörfum viðskiptavinanna og bjóði vöru sem hentar aðstæðum hér á landi. Við fylgjum því fordæmi sem Páll Samúelsson setti með starfsfólki sínu strax í upphafi og kappkostum á hverjum degi að standa okkur í því sem við erum að gera. Við viljum fá fólk til okkar aftur og aftur enda eru mörg dæmi um fjölskyldur þar sem allir eru á Toyota, jafnvel nokkrar kynslóðir. Okkur þykir vænt um það traust sem Toyotaeigendur hafa sýnt okkur í gegnum tíðina og hlökkum til áframhaldandi samstarfs við Toyotaeigendur “ segir Úlfar enn fremur. Auk 50 ára afmælisins fagnar starfsfólk Toyota því nú að Toyota hefur verið mest seldi bíllinn á Íslandi á hverju ári frá 1991 eða í 25 ár samfellt. Ýmislegt verður gert til hátíðabrigða á árinu. Bílasýningar verða með veglegra móti og í tilefni afmælisins verður m.a. boðið upp á sérstaka afmælisútgáfu Land Cruiser 150 - „Íslandsjeppans“ - en þar fylgir 33“ breyting með í kaupunum án aukakostnaðar.
Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent