Volkswagen seldi 4% minna í nóvember en Audi 11% meira Finnur Thorlacius skrifar 7. janúar 2015 10:45 Volkswagen Passat af 8. kynslóð mun vafalaust aftur rífa upp söluna hjá Volkswagen. Sala Volkswagen bíla í nóvember var 4% minni í sama mánuði árið 2013, eða 508.400 bílar samanborið við 529.500. Dræm sala í austurhluta Evrópu og S-Ameríku dró söluna niður að þessu sinni. Sala Volkswagen minnkaði einnig í október, um 0,4% og stóð svo til í stað í ágúst og september. Volkswagen segir að tilkoma nýs Passat hafi dregið niður söluna í nóvember, en kaupendur bíða eftir nýrri áttundu kynslóð bílsins, sem ekki er enn komin til söluaðila og kaupi því ekki eldri kynslóðina á meðan. Salan í Rússlandi heldur áfram að minnka og er hún 20% minni en í fyrra ef allar bílgerðir eru taldar. Minnkun hjá Volkswagen í A-Evrópu nam 8% í nóvember. Þá minnkaði salan um 6% í N-Ameríku og um heil 18% í S-Ameríku. Salan í Kína jókst hinsvegar um 12% og er nú komin í 2,26 milljón bíla á árinu.Audi gengur allt í haginn Allt aðra sögu er að segja um systurfyrirtækið Audi, en sala þess jókst um 11% í nóvember og hefur sá mánuður aldrei verið betri í sögu fyrirtækisins. Heildarsala Audi á árinu er komin í 1,59 milljón bíla, sem einnig er met. Mercedes Benz sló þó Audi við með 13% vexti í nóvember og hefur nú náð 1,49 milljón bíla sölu á árinu. Sala Audi bíla í Kína jókst um 19% í nóvember, en salan jókst aðeins um 2% í Evrópu. Sala Audi bíla í Bretlandi jókst um 22%, en hún minnkaði um 4% í heimalandinu Þýskalandi. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent
Sala Volkswagen bíla í nóvember var 4% minni í sama mánuði árið 2013, eða 508.400 bílar samanborið við 529.500. Dræm sala í austurhluta Evrópu og S-Ameríku dró söluna niður að þessu sinni. Sala Volkswagen minnkaði einnig í október, um 0,4% og stóð svo til í stað í ágúst og september. Volkswagen segir að tilkoma nýs Passat hafi dregið niður söluna í nóvember, en kaupendur bíða eftir nýrri áttundu kynslóð bílsins, sem ekki er enn komin til söluaðila og kaupi því ekki eldri kynslóðina á meðan. Salan í Rússlandi heldur áfram að minnka og er hún 20% minni en í fyrra ef allar bílgerðir eru taldar. Minnkun hjá Volkswagen í A-Evrópu nam 8% í nóvember. Þá minnkaði salan um 6% í N-Ameríku og um heil 18% í S-Ameríku. Salan í Kína jókst hinsvegar um 12% og er nú komin í 2,26 milljón bíla á árinu.Audi gengur allt í haginn Allt aðra sögu er að segja um systurfyrirtækið Audi, en sala þess jókst um 11% í nóvember og hefur sá mánuður aldrei verið betri í sögu fyrirtækisins. Heildarsala Audi á árinu er komin í 1,59 milljón bíla, sem einnig er met. Mercedes Benz sló þó Audi við með 13% vexti í nóvember og hefur nú náð 1,49 milljón bíla sölu á árinu. Sala Audi bíla í Kína jókst um 19% í nóvember, en salan jókst aðeins um 2% í Evrópu. Sala Audi bíla í Bretlandi jókst um 22%, en hún minnkaði um 4% í heimalandinu Þýskalandi.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent