Unglingajólin 2014 Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. desember 2014 08:00 Ég naut aðfangadags í faðmi barna og stórfjölskyldu. Jólin eru stórhátíð barnanna. Hlutverk foreldris er að skapa umgjörð fyrir töfra jólanna. Njóta þess svo að smitast af kitlandi tilhlökkun og glampa í augum. Töfrarnir felast að mörgu leyti í hefðunum sem verða að heilagri helgistund. Hefðir skapa öryggi, samkennd og eftirvæntingu. Hefðir eru jólin. Svo munu þessar elskur þurfa að díla við það eftir tuttugu ár að gera málamiðlanir með nýrri fjölskyldu. Nei, það mega ekki allir taka upp pakkana í einu. Guð minn góður, rífa upp jólakortin um leið og þau berast? En það er heilög stund á jólanótt, þegar maður er kominn úr spariskónum og allir liggja saddir saman í sófanum! Þannig á það að vera. Af því að þannig var það hjá mömmu. Á jóladag fóru börnin til pabba síns að njóta dásamlegra jólahefða með honum og stórfjölskyldunni. Þá uppgötvaði ég að alla mína fullorðinstíð hafa jólafrídagarnir farið í þétta dagskrá með barnvænum hefðum sem fylla hjartað af glimrandi hamingju. Ég fylltist skelfingu. Eru jólin þá bara búin núna? Aldeilis ekki. Ég hvarf bara aftur til tímans þar sem aðrar hefðir voru í hávegum hafðar. Síðustu tuttugu ár hefur alltaf einhver hluti vinahópsins búið erlendis en við sameinumst á jólunum. Þegar farfuglarnir fara að tínast heim, þá koma jólin. Eftir að hafa lesið hálfa bók, borðað konfektkassa í morgunmat og misst reglulega meðvitund umvafin dúnsæng í ullarsokkum hékk ég í símanum í marga klukkutíma. Flissandi að leggja á ráðin. Á tveimur bílum var farið hringinn um bæinn og allir pikkaðir upp. Svo var farið vandlega yfir málin. Dansað fram á rauðanótt. Vaknað. Hringt hringinn. Sund. Snilldartaktar kvöldsins rifjaðir upp. Hamborgari á Vitabar. Æ, það tekur því ekki að fara heim. Förum á tónleika. Hlegið. Nætursnarl. Vaknað. Sund og hamborgari á Vitabar (já, aftur!). Kúrt með nammi og horft á vídjó. Lítill svefn og mikill hlátur. Kitlandi tilhlökkun og glampi í augum. Töfrar. Öryggi, samkennd og eftirvænting. Hefðir. Jólin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun
Ég naut aðfangadags í faðmi barna og stórfjölskyldu. Jólin eru stórhátíð barnanna. Hlutverk foreldris er að skapa umgjörð fyrir töfra jólanna. Njóta þess svo að smitast af kitlandi tilhlökkun og glampa í augum. Töfrarnir felast að mörgu leyti í hefðunum sem verða að heilagri helgistund. Hefðir skapa öryggi, samkennd og eftirvæntingu. Hefðir eru jólin. Svo munu þessar elskur þurfa að díla við það eftir tuttugu ár að gera málamiðlanir með nýrri fjölskyldu. Nei, það mega ekki allir taka upp pakkana í einu. Guð minn góður, rífa upp jólakortin um leið og þau berast? En það er heilög stund á jólanótt, þegar maður er kominn úr spariskónum og allir liggja saddir saman í sófanum! Þannig á það að vera. Af því að þannig var það hjá mömmu. Á jóladag fóru börnin til pabba síns að njóta dásamlegra jólahefða með honum og stórfjölskyldunni. Þá uppgötvaði ég að alla mína fullorðinstíð hafa jólafrídagarnir farið í þétta dagskrá með barnvænum hefðum sem fylla hjartað af glimrandi hamingju. Ég fylltist skelfingu. Eru jólin þá bara búin núna? Aldeilis ekki. Ég hvarf bara aftur til tímans þar sem aðrar hefðir voru í hávegum hafðar. Síðustu tuttugu ár hefur alltaf einhver hluti vinahópsins búið erlendis en við sameinumst á jólunum. Þegar farfuglarnir fara að tínast heim, þá koma jólin. Eftir að hafa lesið hálfa bók, borðað konfektkassa í morgunmat og misst reglulega meðvitund umvafin dúnsæng í ullarsokkum hékk ég í símanum í marga klukkutíma. Flissandi að leggja á ráðin. Á tveimur bílum var farið hringinn um bæinn og allir pikkaðir upp. Svo var farið vandlega yfir málin. Dansað fram á rauðanótt. Vaknað. Hringt hringinn. Sund. Snilldartaktar kvöldsins rifjaðir upp. Hamborgari á Vitabar. Æ, það tekur því ekki að fara heim. Förum á tónleika. Hlegið. Nætursnarl. Vaknað. Sund og hamborgari á Vitabar (já, aftur!). Kúrt með nammi og horft á vídjó. Lítill svefn og mikill hlátur. Kitlandi tilhlökkun og glampi í augum. Töfrar. Öryggi, samkennd og eftirvænting. Hefðir. Jólin.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun