Draugalegur söngur Jónas Sen skrifar 6. desember 2014 17:00 VAR „Auðvitað er ekkert að því að syngja þjóðlög vel.“ Tónlist: VAR Anna Jónsdóttir Útg. Anna Jónsdóttir Anna Jónsdóttir sópran er glæsileg söngkona. Hún hefur þétta, kraftmikla rödd og syngur af innlifun. Það er auðheyrt á nýjum geisladiski hennar sem inniheldur íslensk þjóðlög. Diskurinn er djarfur, Anna syngur nánast öll lögin án undirleiks. Það er rétt að glitti hér og þar í harmonium, þ.e. stofuorgel sem Svavar Knútur leikur á. Lögin eru tekin upp í Djúpavík og í Akranesvita. Umhverfið, þ.e. mikið bergmál, leikur stórt hlutverk. Á vissan hátt má segja að endurómunin sé undirspilið, hún er hugsuð til að skapa stemninguna á diskinum. Lögin eru dauðhreinsuð af nútímalegri umgjörð, þeim er ætlað að virka forneskjuleg og hrá. Þetta er góð hugmynd en hún heppnast þó ekki alveg. Ef þjóðlög eiga að hljóma ekta verða þau líka að vera sungin þannig. Anna er skólaður sópran, hún er hreinlega of góð söngkona til að þjóðlög, sem langoftast eru illa sungin, komi út á sannfærandi hátt. Það er of mikill óperubragur á lögunum. Auðvitað er ekkert að því að syngja þjóðlög vel. En þá verður umgjörðin að vera í stíl. Söngurinn þarfnast fallegs meðleiks og þægilegrar endurómunar. Það má ekki bara drekkja lögunum í bergmáli. Bergmálið hér verður mjög fljótt leiðigjarnt, söngurinn hljómar eins og sírenuvæl. Heildaryfirbragðið skortir smekkvísi. Anna hefði þurft að hugsa þetta dæmi aðeins betur.Niðurstaða: Vel sungið en hljómburðurinn fer lögunum illa. Gagnrýni Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist: VAR Anna Jónsdóttir Útg. Anna Jónsdóttir Anna Jónsdóttir sópran er glæsileg söngkona. Hún hefur þétta, kraftmikla rödd og syngur af innlifun. Það er auðheyrt á nýjum geisladiski hennar sem inniheldur íslensk þjóðlög. Diskurinn er djarfur, Anna syngur nánast öll lögin án undirleiks. Það er rétt að glitti hér og þar í harmonium, þ.e. stofuorgel sem Svavar Knútur leikur á. Lögin eru tekin upp í Djúpavík og í Akranesvita. Umhverfið, þ.e. mikið bergmál, leikur stórt hlutverk. Á vissan hátt má segja að endurómunin sé undirspilið, hún er hugsuð til að skapa stemninguna á diskinum. Lögin eru dauðhreinsuð af nútímalegri umgjörð, þeim er ætlað að virka forneskjuleg og hrá. Þetta er góð hugmynd en hún heppnast þó ekki alveg. Ef þjóðlög eiga að hljóma ekta verða þau líka að vera sungin þannig. Anna er skólaður sópran, hún er hreinlega of góð söngkona til að þjóðlög, sem langoftast eru illa sungin, komi út á sannfærandi hátt. Það er of mikill óperubragur á lögunum. Auðvitað er ekkert að því að syngja þjóðlög vel. En þá verður umgjörðin að vera í stíl. Söngurinn þarfnast fallegs meðleiks og þægilegrar endurómunar. Það má ekki bara drekkja lögunum í bergmáli. Bergmálið hér verður mjög fljótt leiðigjarnt, söngurinn hljómar eins og sírenuvæl. Heildaryfirbragðið skortir smekkvísi. Anna hefði þurft að hugsa þetta dæmi aðeins betur.Niðurstaða: Vel sungið en hljómburðurinn fer lögunum illa.
Gagnrýni Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira