Ekki orðinn betri en pabbi Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. desember 2014 08:00 Háflug. Egill Magnússon svífur hér hátt yfir vörn Valsmanna og skorar eitt af 17 mörkum sínum á Hlíðarenda á fimmtudagskvöldið. Hann er í U21 árs landsliðshópnum sem spilar forkeppni HM hér á landi í byrjun janúar. Fréttablaðið/Ernir „Ég leit upp á stigatöfluna og sá ég var kominn með tíu mörk. Þá hélt ég bara áfram að skjóta,“ segir Egill Magnússon, stórskytta Stjörnunnar í Olís-deild karla, en hann gerði sér lítið fyrir og skoraði 17 mörk gegn besta liði deildarinnar, Val, á fimmtudaginn. Því miður fyrir Egil dugðu mörkin 17 skammt því Stjarnan tapaði leiknum, 26-23. Egill er 18 ára gamall og hefur spilað með Stjörnunni allan sinn stutta feril. Hann hefur verið öflugur fyrir Garðabæjarliðið í 1. deildinni undanfarin ár en er nú mættur á stóra sviðið þar sem hann blómstrar. Hann er langmarkahæstur Stjörnunnar á tímabilinu með 77 mörk, 19 mörkum á undan næsta manni. Fyrir leikinn á móti Val skoraði hann 23 mörk í þremur leikjum gegn HK, Akureyri og Haukum; leiki sem Stjarnan safnaði fimm stigum, helming stiga liðsins í deildinni til þessa.Stefnan sett út Egill segir sjálfstraustið vera í fínu lagi eftir mörkin 17, en í rauninni var í botni fyrir leikinn gegn Val. „Ég er bara fullur sjálfstrausts og ætla að halda áfram,“ segir Egill sem setur stefnuna út. „Stefnan er að gera handboltann að lifibrauði og fara í atvinnumennsku til Þýskalands eða eitthvað.“ Stjörnumenn hafa tapað nokkrum leikjum í vetur með minnsta mun, en Egill segir liðið staðráðið í að halda sér uppi þótt það sé við botn deildarinnar. „Að sjálfsögðu ætlum við að gera það. Mér finnst við eiga fullt erindi í þessa deild og mér finnst við hafa sýnt það. Það vantar kannski pínulítið upp á reynsluna. Við erum búnir að tapa 4-5 leikjum með einu marki sem er að verða svolítið þreytt, en nú erum við byrjaðir að klára leiki.“ Lykilinn er þó ekki að hann skori áfram 17 mörk í leik. „Það þýðir ekkert að ég skori 17 mörk ef enginn annar skorar neitt,“ segir hann.Pabbi náði bara 16 Egill er sonur Magnúsar Sveins Sigurðssonar, fyrrverandi leikmanns Stjörnunnar og landsliðsmanns í handbolta. „Ég fór alltaf með pabba þegar hann var að spila þegar ég var lítill,“ segir Egill sem er handbolti í blóð borinn. En er hann orðinn betri en pabbinn? „Nei, ég held það nú ekki. Ekki enn.“ Magnús er eðlilega stoltur af stráknum sem er búinn að skora fleiri mörk í einum leik en hann gerði. „Ég held hann hafi náð að toppa mig. Ég þykist muna eftir 16 marka leik en ég náði ekki sautján mörkum. Hann er föðurbetrungur í þessu,“ segir Magnús. Pabbi hefur fulla trú á að strákurinn geti farið alla leið. „Ef hann heldur rétt á spilunum og notar næstu ár til að byggja sig upp þá getur hann náð langt. Hann er töluvert fjölhæfari en ég var, en ekki nægilega sterkur í varnarleiknum. Það er eitthvað sem kemur með árunum. Hver veit samt nema maður fái að sjá hann spila í Þýskalandi,“ segir Magnús Sveinn Sigurðsson. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 26-23 | 17 mörk Egils dugðu skammt Valur lagði Stjörnuna 26-23 í Olís deild karla í handbolta í kvöld þrátt fyrir að 17 mörk Egils Magnússonar fyrir Stjörnuna. Valur var 13-12 yfir í hálfleik. 4. desember 2014 14:19 Sautján marka maðurinn: Allt sem ég gerði virtist virka "Við klúðruðum dauðafærum, það er það sem fór með leikinn. Hann lokaði vel í dauðafærum,“ sagði Egill Magnússon stórskyttan unga í liði Stjörnunnar en hann skoraði 17 mörk í leiknum gegn Val. Það dugði ekki til fyrir Garðbæinga. 4. desember 2014 22:06 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
„Ég leit upp á stigatöfluna og sá ég var kominn með tíu mörk. Þá hélt ég bara áfram að skjóta,“ segir Egill Magnússon, stórskytta Stjörnunnar í Olís-deild karla, en hann gerði sér lítið fyrir og skoraði 17 mörk gegn besta liði deildarinnar, Val, á fimmtudaginn. Því miður fyrir Egil dugðu mörkin 17 skammt því Stjarnan tapaði leiknum, 26-23. Egill er 18 ára gamall og hefur spilað með Stjörnunni allan sinn stutta feril. Hann hefur verið öflugur fyrir Garðabæjarliðið í 1. deildinni undanfarin ár en er nú mættur á stóra sviðið þar sem hann blómstrar. Hann er langmarkahæstur Stjörnunnar á tímabilinu með 77 mörk, 19 mörkum á undan næsta manni. Fyrir leikinn á móti Val skoraði hann 23 mörk í þremur leikjum gegn HK, Akureyri og Haukum; leiki sem Stjarnan safnaði fimm stigum, helming stiga liðsins í deildinni til þessa.Stefnan sett út Egill segir sjálfstraustið vera í fínu lagi eftir mörkin 17, en í rauninni var í botni fyrir leikinn gegn Val. „Ég er bara fullur sjálfstrausts og ætla að halda áfram,“ segir Egill sem setur stefnuna út. „Stefnan er að gera handboltann að lifibrauði og fara í atvinnumennsku til Þýskalands eða eitthvað.“ Stjörnumenn hafa tapað nokkrum leikjum í vetur með minnsta mun, en Egill segir liðið staðráðið í að halda sér uppi þótt það sé við botn deildarinnar. „Að sjálfsögðu ætlum við að gera það. Mér finnst við eiga fullt erindi í þessa deild og mér finnst við hafa sýnt það. Það vantar kannski pínulítið upp á reynsluna. Við erum búnir að tapa 4-5 leikjum með einu marki sem er að verða svolítið þreytt, en nú erum við byrjaðir að klára leiki.“ Lykilinn er þó ekki að hann skori áfram 17 mörk í leik. „Það þýðir ekkert að ég skori 17 mörk ef enginn annar skorar neitt,“ segir hann.Pabbi náði bara 16 Egill er sonur Magnúsar Sveins Sigurðssonar, fyrrverandi leikmanns Stjörnunnar og landsliðsmanns í handbolta. „Ég fór alltaf með pabba þegar hann var að spila þegar ég var lítill,“ segir Egill sem er handbolti í blóð borinn. En er hann orðinn betri en pabbinn? „Nei, ég held það nú ekki. Ekki enn.“ Magnús er eðlilega stoltur af stráknum sem er búinn að skora fleiri mörk í einum leik en hann gerði. „Ég held hann hafi náð að toppa mig. Ég þykist muna eftir 16 marka leik en ég náði ekki sautján mörkum. Hann er föðurbetrungur í þessu,“ segir Magnús. Pabbi hefur fulla trú á að strákurinn geti farið alla leið. „Ef hann heldur rétt á spilunum og notar næstu ár til að byggja sig upp þá getur hann náð langt. Hann er töluvert fjölhæfari en ég var, en ekki nægilega sterkur í varnarleiknum. Það er eitthvað sem kemur með árunum. Hver veit samt nema maður fái að sjá hann spila í Þýskalandi,“ segir Magnús Sveinn Sigurðsson.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 26-23 | 17 mörk Egils dugðu skammt Valur lagði Stjörnuna 26-23 í Olís deild karla í handbolta í kvöld þrátt fyrir að 17 mörk Egils Magnússonar fyrir Stjörnuna. Valur var 13-12 yfir í hálfleik. 4. desember 2014 14:19 Sautján marka maðurinn: Allt sem ég gerði virtist virka "Við klúðruðum dauðafærum, það er það sem fór með leikinn. Hann lokaði vel í dauðafærum,“ sagði Egill Magnússon stórskyttan unga í liði Stjörnunnar en hann skoraði 17 mörk í leiknum gegn Val. Það dugði ekki til fyrir Garðbæinga. 4. desember 2014 22:06 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 26-23 | 17 mörk Egils dugðu skammt Valur lagði Stjörnuna 26-23 í Olís deild karla í handbolta í kvöld þrátt fyrir að 17 mörk Egils Magnússonar fyrir Stjörnuna. Valur var 13-12 yfir í hálfleik. 4. desember 2014 14:19
Sautján marka maðurinn: Allt sem ég gerði virtist virka "Við klúðruðum dauðafærum, það er það sem fór með leikinn. Hann lokaði vel í dauðafærum,“ sagði Egill Magnússon stórskyttan unga í liði Stjörnunnar en hann skoraði 17 mörk í leiknum gegn Val. Það dugði ekki til fyrir Garðbæinga. 4. desember 2014 22:06
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni