Dásamlegi desember Ragnhildur Bjarkadóttir og Hrefna Hugosdóttir skrifar 6. desember 2014 10:00 Hamingja fjölskyldunnar veitir meiri gleði en allir pakkarnir undir jólatrénu samanlagt. visir/getty Desember heiðrar okkur með nærveru sinni einu sinni á ári. Hans er beðið með mikilli eftirvæntingu en stundum er eins og hann dulbúist sem boðberi vellíðunar og gleði, en undir niðri veldur hann oft álagi og samviskubiti. Margir fyllast kappsemi við að ljúka verkefnum sem ekki náðust á árinu eins og að huga betur að heilsunni og komast í kjólinn fyrir jólin. Aðrir fara í metnaðarfullan jólaundirbúning og líta á það sem skyldu að skreyta heimilið, vera með fimm smákökusortir að ógleymdu heimagerðu piparkökuhúsi. Til viðbótar er desember orðinn mánuður samverustunda þar sem hvert jólahlaðborðið á fætur öðru býður betri og fjölbreyttari málsverði. Eins rómantísk og ofangreind lýsing hljómar, þá virðist það vera svo að dásamlegi desember sé með allt of margar óskrifaðar reglur. Kveddu samviskubitið Þar sem ekki er hægt að treysta á nútímatækni og lifa í þeirri von að klónun hefjist innan tíðar, þarf kannski að endurskrifa óskrifuðu reglurnar í desember. Mig langar að koma með tillögur. Þar sem markmiðið er að kveðja samviskubit og álag sem ferðafélaga á aðventunni er mikilvægt í upphafi mánaðar að skipuleggja sig vel. Búa þarf til raunhæfar væntingar með fjölskyldunni um hvað á að gera og gefa öllum meðlimum, bæði stórum og smáum, tækifæri til að velja eitt ákjósanlegt verkefni eða atburð. Með þessum undirbúningi fara allir samstilltir inn í vikurnar og fjölskyldan getur látið sig hlakka til sameiginlegra verkefna. Velja þarf úr skipulögðum atburðum með vinnufélögum og vinum sérstaklega í ljósi þess að enn hefur það ekki verið sannað að samverustund í desember sé meira gefandi en í janúar. Ákjósanlegt er því að fresta sumu fram yfir hátíðirnar. Gleðjum og njótum Að lokum er mikilvægasta tillaga þessa pistils: Njótum fjölskyldunnar og fólksins í kringum okkur frekar en veraldlegra hluta. Vöndum okkur við að dvelja í og njóta þeirra stunda sem við erum að upplifa hverju sinni. Það er segin saga að hamingja fjölskyldunnar veitir meiri gleði en allir pakkarnir undir jólatrénu samanlagt. Ef við skipuleggjum og veljum vel, vöndum okkur við það að gleðja og njóta, verða óskrifuðu reglurnar í dásamlegum desember tilhlökkunarefni allt árið í kring. Jólakveðjur,Ragnhildur og Hrefna Heilsa Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið
Desember heiðrar okkur með nærveru sinni einu sinni á ári. Hans er beðið með mikilli eftirvæntingu en stundum er eins og hann dulbúist sem boðberi vellíðunar og gleði, en undir niðri veldur hann oft álagi og samviskubiti. Margir fyllast kappsemi við að ljúka verkefnum sem ekki náðust á árinu eins og að huga betur að heilsunni og komast í kjólinn fyrir jólin. Aðrir fara í metnaðarfullan jólaundirbúning og líta á það sem skyldu að skreyta heimilið, vera með fimm smákökusortir að ógleymdu heimagerðu piparkökuhúsi. Til viðbótar er desember orðinn mánuður samverustunda þar sem hvert jólahlaðborðið á fætur öðru býður betri og fjölbreyttari málsverði. Eins rómantísk og ofangreind lýsing hljómar, þá virðist það vera svo að dásamlegi desember sé með allt of margar óskrifaðar reglur. Kveddu samviskubitið Þar sem ekki er hægt að treysta á nútímatækni og lifa í þeirri von að klónun hefjist innan tíðar, þarf kannski að endurskrifa óskrifuðu reglurnar í desember. Mig langar að koma með tillögur. Þar sem markmiðið er að kveðja samviskubit og álag sem ferðafélaga á aðventunni er mikilvægt í upphafi mánaðar að skipuleggja sig vel. Búa þarf til raunhæfar væntingar með fjölskyldunni um hvað á að gera og gefa öllum meðlimum, bæði stórum og smáum, tækifæri til að velja eitt ákjósanlegt verkefni eða atburð. Með þessum undirbúningi fara allir samstilltir inn í vikurnar og fjölskyldan getur látið sig hlakka til sameiginlegra verkefna. Velja þarf úr skipulögðum atburðum með vinnufélögum og vinum sérstaklega í ljósi þess að enn hefur það ekki verið sannað að samverustund í desember sé meira gefandi en í janúar. Ákjósanlegt er því að fresta sumu fram yfir hátíðirnar. Gleðjum og njótum Að lokum er mikilvægasta tillaga þessa pistils: Njótum fjölskyldunnar og fólksins í kringum okkur frekar en veraldlegra hluta. Vöndum okkur við að dvelja í og njóta þeirra stunda sem við erum að upplifa hverju sinni. Það er segin saga að hamingja fjölskyldunnar veitir meiri gleði en allir pakkarnir undir jólatrénu samanlagt. Ef við skipuleggjum og veljum vel, vöndum okkur við það að gleðja og njóta, verða óskrifuðu reglurnar í dásamlegum desember tilhlökkunarefni allt árið í kring. Jólakveðjur,Ragnhildur og Hrefna
Heilsa Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið