Stórborg er markmiðið Vera Einarsdóttir skrifar 2. desember 2014 12:00 Kjartan segir miklar pælingar liggja að baki því hvar allt á að vera. Hann sækir meðal annars innblástur á YouTube. Vísir/GVA Blaðamaðurinn Kjartan Atli Kjartansson setur upp jólaþorp á heimili sínu ár hvert. Hann á mörg skyldmenni í Bandaríkjunum og hefur dvalið þar langdvölum í gegnum árin. Bandaríkjamenn eru skreytingaglaðir og óhætt að segja að það hafi smitast yfir til Kjartans. Jólaþorpið hans er myndarlegt og stækkar með hverju ári. Fimm ára dóttir Kjartans hefur gaman af þorpinu. Hún fylgist hugfangin með lestinni þjóta hring eftir hring. Kjartan Atli byrjaði að safna í þorpið fyrir sex árum. Hann kaupir í það hér og þar; bæði hér heima, í útlöndum og á netinu. „Ég fæ þetta líka mikið sent frá skyldmennum ytra. Þetta er jafnframt vinsæl jólagjöf frá móðursystur minni sem er búsett í Bandaríkjunum. Þá hef ég pantað á eBay auk þess sem eitthvað af þessu fæst í Garðheimum, Húsasmiðjunni og Hagkaupi. Ég gæti þó átt stærra þorp en það urðu afföll í flutningum þegar nokkur húsanna týndust,“ útskýrir Kjartan. Kjartan Atli er með þorpið á borðstofuborðinu og liggur mikil hugsun á bak við uppröðunina. „Þó það hljómi kannski asnalega þá ligg ég yfir myndböndum af svona þorpum á YouTube og fæ hugmyndar þaðan. Þau má finna undir leitarorðinu Christmas Village. Reyndar eru flestir í þessum myndböndum að minnsta kosti helmingi eldri en ég og þar að auki í miklum meirihluta konur. Ég hef velt því fyrir mér hvort ég eigi að hafa áhyggjur af því en hef komist að þeirri niðurstöðu að leyfa þessum hvötum innra með mér að koma óhindrað fram.“ Kjartan Atli byrjaði að safna í þorpið fyrir sex árum. Kjartan segir þetta ekki síður gert fyrir fimm ára dóttur hans, Klöru Kristínu Kjartansdóttur, sem fylgist dolfallin með lestinni þjóta hring eftir hring og fólkinu snúast á skautasvellinu. Í ár ákvað Kjartan að gera upphækkun í þorpið með því að setja kassa undir borðdúkinn enda fæst þorp, nema kannski í Danmörku, sem eru algerlega á jafnsléttu. „Svo er ég með sérstakt sprey sem ég úða yfir dúkinn til að líkja eftir snjó." En skreytir þú mikið að öðru leyti? „Nja, þetta er nú aðalatriðið en, jú, þegar ég hugsa um það þá hengi ég upp alls konar dót. Ég er mikið fyrir Coca Cola, þótt ég drekki það helst ekki nema á jólunum, og á talsvert af svoleiðis skrauti. Síðast þegar ég var í New York var ég einmitt að leita að Coca Cola-lest í þorpið en fann hana ekki. Ég verð því að panta hana á netinu.“ En hvernig heldur þú að þetta endi hjá þér?„Markmiðið er að geta búið til jólastórborg.“Þorpinu fylgir góður andi að sögn Kjartans. „Það færist alltaf yfir mig ákveðin ró þegar ég set það upp.“ Jólaskraut Mest lesið Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Jól Jólagjafir íslenskra vinnustaða: Gjafabréf á gjafabréf ofan Jól Táraðist yfir jólagjöfinni frá eiginmanninum Jól Fólk ætti að slaka á væntingunum fyrir jólin: „Það er rosaleg geðveiki í gangi“ Jól Míkrófónninn eftirminnilegasta jólagjöfin: „Ég ætlaði alltaf að verða söng- og leikkona“ Jól Efla jólastemningu í Hafnarfirði með vistvænu skautasvelli Jól Brúnaðar kartöflur eru Everest kartöflurétta Jól „Algjörlega búinn að fá nóg af þessu kirkjukjaftæði“ Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Blaðamaðurinn Kjartan Atli Kjartansson setur upp jólaþorp á heimili sínu ár hvert. Hann á mörg skyldmenni í Bandaríkjunum og hefur dvalið þar langdvölum í gegnum árin. Bandaríkjamenn eru skreytingaglaðir og óhætt að segja að það hafi smitast yfir til Kjartans. Jólaþorpið hans er myndarlegt og stækkar með hverju ári. Fimm ára dóttir Kjartans hefur gaman af þorpinu. Hún fylgist hugfangin með lestinni þjóta hring eftir hring. Kjartan Atli byrjaði að safna í þorpið fyrir sex árum. Hann kaupir í það hér og þar; bæði hér heima, í útlöndum og á netinu. „Ég fæ þetta líka mikið sent frá skyldmennum ytra. Þetta er jafnframt vinsæl jólagjöf frá móðursystur minni sem er búsett í Bandaríkjunum. Þá hef ég pantað á eBay auk þess sem eitthvað af þessu fæst í Garðheimum, Húsasmiðjunni og Hagkaupi. Ég gæti þó átt stærra þorp en það urðu afföll í flutningum þegar nokkur húsanna týndust,“ útskýrir Kjartan. Kjartan Atli er með þorpið á borðstofuborðinu og liggur mikil hugsun á bak við uppröðunina. „Þó það hljómi kannski asnalega þá ligg ég yfir myndböndum af svona þorpum á YouTube og fæ hugmyndar þaðan. Þau má finna undir leitarorðinu Christmas Village. Reyndar eru flestir í þessum myndböndum að minnsta kosti helmingi eldri en ég og þar að auki í miklum meirihluta konur. Ég hef velt því fyrir mér hvort ég eigi að hafa áhyggjur af því en hef komist að þeirri niðurstöðu að leyfa þessum hvötum innra með mér að koma óhindrað fram.“ Kjartan Atli byrjaði að safna í þorpið fyrir sex árum. Kjartan segir þetta ekki síður gert fyrir fimm ára dóttur hans, Klöru Kristínu Kjartansdóttur, sem fylgist dolfallin með lestinni þjóta hring eftir hring og fólkinu snúast á skautasvellinu. Í ár ákvað Kjartan að gera upphækkun í þorpið með því að setja kassa undir borðdúkinn enda fæst þorp, nema kannski í Danmörku, sem eru algerlega á jafnsléttu. „Svo er ég með sérstakt sprey sem ég úða yfir dúkinn til að líkja eftir snjó." En skreytir þú mikið að öðru leyti? „Nja, þetta er nú aðalatriðið en, jú, þegar ég hugsa um það þá hengi ég upp alls konar dót. Ég er mikið fyrir Coca Cola, þótt ég drekki það helst ekki nema á jólunum, og á talsvert af svoleiðis skrauti. Síðast þegar ég var í New York var ég einmitt að leita að Coca Cola-lest í þorpið en fann hana ekki. Ég verð því að panta hana á netinu.“ En hvernig heldur þú að þetta endi hjá þér?„Markmiðið er að geta búið til jólastórborg.“Þorpinu fylgir góður andi að sögn Kjartans. „Það færist alltaf yfir mig ákveðin ró þegar ég set það upp.“
Jólaskraut Mest lesið Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Jól Jólagjafir íslenskra vinnustaða: Gjafabréf á gjafabréf ofan Jól Táraðist yfir jólagjöfinni frá eiginmanninum Jól Fólk ætti að slaka á væntingunum fyrir jólin: „Það er rosaleg geðveiki í gangi“ Jól Míkrófónninn eftirminnilegasta jólagjöfin: „Ég ætlaði alltaf að verða söng- og leikkona“ Jól Efla jólastemningu í Hafnarfirði með vistvænu skautasvelli Jól Brúnaðar kartöflur eru Everest kartöflurétta Jól „Algjörlega búinn að fá nóg af þessu kirkjukjaftæði“ Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira