Hreinir og einir Pawel Bartoszek skrifar 29. nóvember 2014 07:00 Einhver mesti ótti sem ungur karlmaður upplifir er tilhugsunin um að hann muni fara í gegnum lífið án þess að sofa hjá. Það má gera grín að þessu. En óhamingjan og skömmin sem fylgja því að ganga illa í þessum efnum eru samt ekkert grín. Samfélagið hjálpar varla til. Það þrýstir á fólk að festa ráð sitt en hæðist samt að mörgum leiðum sem fólk notar til þess. Stefnumótasíður? Ekki fínn pappír. Makaleit í útlöndum? Uss… Við hefðum ekki fyllt plánetuna ef við hefðum ekki sterka kynhvöt. Ef við spyrjum hóp fimmtán ára manna hvort þeir vilji fara í gegnum lífið sem hreinir sveinar og deyja 95 ára eða deyja úr krabbameini um fertugt en með reynslu á umræddu sviði, þá þykist ég vita hvert svar drjúgs meirihluta þeirra myndi vera. Grínlaust: í dag er örugglega um hálfur milljarður manna að stressa sig á þessu. Oftast að ástæðulausu. En ekki alltaf. Í því ljósi er ekki skrýtið að fram komi aðilar sem telja sig geta aðstoðað þetta fólk. Í raun er skrýtið að ekki sé meira um það. Hér á landi eru hundruð líkamsræktarþjálfara. En hvað eru margir sem segjast vinna við að kenna fólki betri samskipti við hitt kynið?Skáldað í forvitnisgötin Engum mun takast að njóta ásta með annarri manneskju nema að hann eða hún finni aðra manneskju sem deilir þeim áhuga. En þessi partur, makaleitin, hefur varla fengið næga athygli í hefðbundinni kynfræðslu. Maður situr í skólastofu í 9. bekk og les um slímlosun og það hvernig eigi að setja á sig smokkinn. Á þessum tíma virðast þessar upplýsingar álíka gagnlegar og handbók um geimgöngu. En opnan „Hvernig er best að haga sér í kringum strák / stelpu þannig að hann / hún vilji kyssa þig?“ er hvergi sjáanleg. Kannski flissar einhver við tilhugsun um slíkt kennsluefni. En auðvitað er ekkert hlægilegra við það en að kenna fólki að maður kreistir ekki brjóst eða eistu. Ef fólk getur ekki nálgast upplýsingar eftir opinberum leiðum, eða ef það treystir því ekki að þær upplýsingar séu með öllu réttar, þá mun það leita til jafnaldra sinna eða annarra sem virðast hafa svörin á reiðum höndum. Hvort sem um er að ræða „óhefðbundið” kynlíf, eiturlyf eða eitthvað annað: fólk mun finna leiðir. Á sama hátt er markaður fyrir fyrirlestra með mönnum sem segjast geta kennt árangursríkari samskipti við hitt kynið. Allavega meðan lítið annað er í boði fyrir þá sem halda að þeir þurfi á slíkri leiðsögn að halda.Hösslþjálfarinn Það átti að flytja einn svona hösslþjálfara hingað til landsins. Það fór í gang undirskriftasöfnun gegn því að hann fengi að koma Íslands sem margir skrifuðu undir. Áskorun um að hann yrði beittur kynferðisofbeldi fór víða. Nú er því ekki að neita að þessi gaur, Julien Blanc, virtist ekki laus við það að vera þónokkur þvottapoki. Það má til dæmis finna djammmyndbönd af honum að ganga um götur í Japan þar sem hann grípur um höfuð kvenna og ýtir þeim í áttina að klofinu á sér. Og svona huggulegheit. Ef menn starfa í bransa þar sem afkoma þeirra byggist á ímynd þá er svo sem ekki ástæða til að vorkenna þeim ef þeir, án nokkurrar utanaðkomandi aðstoðar, rústa þeirri ímynd. Ef fólk vill ekki lengur borga fyrir að mæta á fyrirlestra manna sem hafa sýnt vont fordæmi af ótta við samfélagslega fordæmingu þá geta þeir menn sjálfum sér um kennt. En það má velta því fyrir sér hvort þær miklu undirtektir sem fordæming þessa manns hefur fengið megi ekki að einhverju leyti að rekja til þess hvað það er sem hann þykist vera að kenna. Að sú nálgun að líta á viðreynslu sem tækni þyki hlutgerandi og óhugnanleg. Ég get skilið þær áhyggjur en held samt að þetta sé vond nálgun. Þetta er, þrátt fyrir allt, tegund af samskiptum. Fólk er misgott í samskiptum. Það er fullt af fólki, fullt af karlmönnum, sem skortir sjálfstraust til að tala við konur. Það veldur þeim hugarangist. Það væri mjög gott að fólk gæti nálgast þetta vandamál án þess að hæðast að því. Stór hluti mannkyns er að spyrja sig ákveðinna spurninga. Það væri gott ef þeir sem kæmu með svörin væru ekki allir algjörir labbakútar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun
Einhver mesti ótti sem ungur karlmaður upplifir er tilhugsunin um að hann muni fara í gegnum lífið án þess að sofa hjá. Það má gera grín að þessu. En óhamingjan og skömmin sem fylgja því að ganga illa í þessum efnum eru samt ekkert grín. Samfélagið hjálpar varla til. Það þrýstir á fólk að festa ráð sitt en hæðist samt að mörgum leiðum sem fólk notar til þess. Stefnumótasíður? Ekki fínn pappír. Makaleit í útlöndum? Uss… Við hefðum ekki fyllt plánetuna ef við hefðum ekki sterka kynhvöt. Ef við spyrjum hóp fimmtán ára manna hvort þeir vilji fara í gegnum lífið sem hreinir sveinar og deyja 95 ára eða deyja úr krabbameini um fertugt en með reynslu á umræddu sviði, þá þykist ég vita hvert svar drjúgs meirihluta þeirra myndi vera. Grínlaust: í dag er örugglega um hálfur milljarður manna að stressa sig á þessu. Oftast að ástæðulausu. En ekki alltaf. Í því ljósi er ekki skrýtið að fram komi aðilar sem telja sig geta aðstoðað þetta fólk. Í raun er skrýtið að ekki sé meira um það. Hér á landi eru hundruð líkamsræktarþjálfara. En hvað eru margir sem segjast vinna við að kenna fólki betri samskipti við hitt kynið?Skáldað í forvitnisgötin Engum mun takast að njóta ásta með annarri manneskju nema að hann eða hún finni aðra manneskju sem deilir þeim áhuga. En þessi partur, makaleitin, hefur varla fengið næga athygli í hefðbundinni kynfræðslu. Maður situr í skólastofu í 9. bekk og les um slímlosun og það hvernig eigi að setja á sig smokkinn. Á þessum tíma virðast þessar upplýsingar álíka gagnlegar og handbók um geimgöngu. En opnan „Hvernig er best að haga sér í kringum strák / stelpu þannig að hann / hún vilji kyssa þig?“ er hvergi sjáanleg. Kannski flissar einhver við tilhugsun um slíkt kennsluefni. En auðvitað er ekkert hlægilegra við það en að kenna fólki að maður kreistir ekki brjóst eða eistu. Ef fólk getur ekki nálgast upplýsingar eftir opinberum leiðum, eða ef það treystir því ekki að þær upplýsingar séu með öllu réttar, þá mun það leita til jafnaldra sinna eða annarra sem virðast hafa svörin á reiðum höndum. Hvort sem um er að ræða „óhefðbundið” kynlíf, eiturlyf eða eitthvað annað: fólk mun finna leiðir. Á sama hátt er markaður fyrir fyrirlestra með mönnum sem segjast geta kennt árangursríkari samskipti við hitt kynið. Allavega meðan lítið annað er í boði fyrir þá sem halda að þeir þurfi á slíkri leiðsögn að halda.Hösslþjálfarinn Það átti að flytja einn svona hösslþjálfara hingað til landsins. Það fór í gang undirskriftasöfnun gegn því að hann fengi að koma Íslands sem margir skrifuðu undir. Áskorun um að hann yrði beittur kynferðisofbeldi fór víða. Nú er því ekki að neita að þessi gaur, Julien Blanc, virtist ekki laus við það að vera þónokkur þvottapoki. Það má til dæmis finna djammmyndbönd af honum að ganga um götur í Japan þar sem hann grípur um höfuð kvenna og ýtir þeim í áttina að klofinu á sér. Og svona huggulegheit. Ef menn starfa í bransa þar sem afkoma þeirra byggist á ímynd þá er svo sem ekki ástæða til að vorkenna þeim ef þeir, án nokkurrar utanaðkomandi aðstoðar, rústa þeirri ímynd. Ef fólk vill ekki lengur borga fyrir að mæta á fyrirlestra manna sem hafa sýnt vont fordæmi af ótta við samfélagslega fordæmingu þá geta þeir menn sjálfum sér um kennt. En það má velta því fyrir sér hvort þær miklu undirtektir sem fordæming þessa manns hefur fengið megi ekki að einhverju leyti að rekja til þess hvað það er sem hann þykist vera að kenna. Að sú nálgun að líta á viðreynslu sem tækni þyki hlutgerandi og óhugnanleg. Ég get skilið þær áhyggjur en held samt að þetta sé vond nálgun. Þetta er, þrátt fyrir allt, tegund af samskiptum. Fólk er misgott í samskiptum. Það er fullt af fólki, fullt af karlmönnum, sem skortir sjálfstraust til að tala við konur. Það veldur þeim hugarangist. Það væri mjög gott að fólk gæti nálgast þetta vandamál án þess að hæðast að því. Stór hluti mannkyns er að spyrja sig ákveðinna spurninga. Það væri gott ef þeir sem kæmu með svörin væru ekki allir algjörir labbakútar.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun