Toppurinn að vera tímanlegur Sara McMahon skrifar 25. nóvember 2014 09:30 Þegar ég var rúmlega áratug yngri en ég er í dag bjó ég í Danmörku í nokkur ár. Mjög stuttu eftir að ég fluttist til kóngsins Köbenhavn var mér boðið í afmælisveislu – svona ekta danska afmælisveislu með smurbrauði, hönsesalati, bjór, snaps, kökum, kaffi og stanslausum söng. Gestir áttu að mæta klukkan tólf á hádegi og ég man enn þann dag í dag hversu undrandi ég varð þegar allir gestirnir voru mættir nokkrum mínútum fyrir tólf. Ég var hissa en hamingjusöm og um mig hríslaðist ókunnug sælutilfinning. „Hér mæta allir á réttum tíma! Hér mun ég una mér vel,“ hugsaði ég með mér á meðan undir ómaði „I dag er det Kirstens födselsdag. Hurra, hurra, hurra!“ Og næstu árin gekk lífið sinn stundvíslega vanagang: Almenningssamgöngutækin gengu á hárréttum tíma, tónleikar hófust stundvíslega og sömuleiðis hverskyns boð og veislur. Ólíkt Íslendingum á hið vinsæla, enska orðatiltæki að vera „fashionably late“ ekki upp á pallborðið hjá Dönum (í það minnsta ekki þeim sem ég umgekkst í þau ár sem ég bjó á meðal þeirra). Það að vera „stællega seinn“ virðist helst brúkað af óstundvísu fólki sem reynir um leið að réttlæta sinn eigin seinagang og, ef ég má gerast svo kræf, dónaskap. Og stundum, þegar ég sit og bíð eftir fólki, læt ég hugann reika aftur til þess tíma er ég bjó í landi þar sem stundvísi var í tísku og fólk mætti „fashionably on time“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun
Þegar ég var rúmlega áratug yngri en ég er í dag bjó ég í Danmörku í nokkur ár. Mjög stuttu eftir að ég fluttist til kóngsins Köbenhavn var mér boðið í afmælisveislu – svona ekta danska afmælisveislu með smurbrauði, hönsesalati, bjór, snaps, kökum, kaffi og stanslausum söng. Gestir áttu að mæta klukkan tólf á hádegi og ég man enn þann dag í dag hversu undrandi ég varð þegar allir gestirnir voru mættir nokkrum mínútum fyrir tólf. Ég var hissa en hamingjusöm og um mig hríslaðist ókunnug sælutilfinning. „Hér mæta allir á réttum tíma! Hér mun ég una mér vel,“ hugsaði ég með mér á meðan undir ómaði „I dag er det Kirstens födselsdag. Hurra, hurra, hurra!“ Og næstu árin gekk lífið sinn stundvíslega vanagang: Almenningssamgöngutækin gengu á hárréttum tíma, tónleikar hófust stundvíslega og sömuleiðis hverskyns boð og veislur. Ólíkt Íslendingum á hið vinsæla, enska orðatiltæki að vera „fashionably late“ ekki upp á pallborðið hjá Dönum (í það minnsta ekki þeim sem ég umgekkst í þau ár sem ég bjó á meðal þeirra). Það að vera „stællega seinn“ virðist helst brúkað af óstundvísu fólki sem reynir um leið að réttlæta sinn eigin seinagang og, ef ég má gerast svo kræf, dónaskap. Og stundum, þegar ég sit og bíð eftir fólki, læt ég hugann reika aftur til þess tíma er ég bjó í landi þar sem stundvísi var í tísku og fólk mætti „fashionably on time“.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun