Kalkúnninn hennar Elsu Elín Albertsdóttir skrifar 5. desember 2014 12:00 Glæsilegt jólaborð hjá Elsu. Hún velur að hafa grátt og rautt. MYND/VILHELM Elsa Jensdóttir er mikið jólabarn og nýtur þess að skreyta húsið snemma. Hún hefur dálæti á fallegum hlutum og er mikill fagurkeri. Elsa vill hafa hlýleg jól. Hún leggur fallega á borð og vandar sig við smáatriðin. Veisluborð Elsu er glæsilegt. „Ég vil hafa borðið hlýlegt en þó ekki í mörgum litum. Nær allur minn borðbúnaður er úr Tékkkristal sem tengdaforeldrar mínir eiga. Tengdamóðir mín er dugleg að gefa mér fallega hluti,“ segir Elsa, sem er mjög hrifin af Iittala-vörum. Á borði hennar má sjá glös, skálar og könnu frá Iittala. Stellið heitir Central Park og er einnig úr Tékkkristal. Dúkurinn er af gerðinni Ferm living og er úr Epal. „Ég féll rækilega fyrir honum. Hann býr til svo mikla hlýju og ég er með tauservíettur í stíl.“ Elsa setur snemma upp jólaseríur, bæði utanhúss og innan. „Ég bý ekki til hefðbundinn aðventukrans en skreyti gjarnan kertastjaka sem ég á,“ segir Elsa en hún hefur haldið í ýmsar jólahefðir frá æskuárunum á Siglufirði, þar sem hún var alin upp. Rauða greinin setur fallegan svip á borðið. Í Iittala-skálum eru súkkulaðikossar. „Ég var alltaf með hangikjöt á aðfangadagskvöld en árið 1988 fórum við að borða hamborgarhrygg. Núna ætlum við hins vegar að vera með kalkún. Tengdaforeldrar mínir eru alltaf með okkur og síðan koma foreldrar mínir þriðju hver jól. Við höfum sett upp nýja hefð í hádeginu á aðfangadag en þá koma börnin okkar í hangikjöt. Það er mjög skemmtilegt. Við borðum heitt hangikjöt með rækjusalati en ég var alin upp við það. Ég ólst upp við ríkar hefðir um jólin. Það mátti til dæmis aldrei skreyta neitt fyrr en á Þorláksmessu. Jólatréð kom skreytt ofan af háalofti. Skreytingarnar voru aldrei teknar niður, bara breitt yfir tréð og geymt til næstu jóla,“ segir Elsa. Stellið heitir Central Park og fæst í Tékkkristal. „Mér finnst mjög gaman að halda veislur og er oft með matarboð. Einnig baka ég alltaf nokkrar tegundir af smákökum fyrir jólin. Mér finnst gaman að prófa nýjar tegundir. Í minni fjölskyldu voru alltaf bakaðar smákökur sem kallast kattatungur. Þegar NóiSiríus hætti að framleiða kattatungur varð uppi fótur og fit í minni fjölskyldu. Við erum að leita að einhverju súkkulaði sem getur komið í staðinn,“ segir Elsa. Litlu hlutirnir gera heilmikið fyrir heildarútlitið. Hún á þriggja og hálfs árs gamlan son sem er að uppgötva jólin. „Það er mjög skemmtilegt að vera með einn svona lítinn sem lífgar upp á heimilið.“ Elsa gefur hér uppskrift að kalkún og kalkúnafyllingu. „Ég hef oft verið með þakkargjörðarveislu en býst við að sleppa því núna. Læt duga að hafa kalkún á aðfangadag,“ segir hún. Uppskriftin kemur frá vinafólki sem bjó lengi í Bandaríkjunum. Greinin gefur kost á að hengja upp fallega, jólalega hluti. Kalkúnninn hennar Elsu 1 kalkúnn, 5-6 kg 1 formbrauð 300 g nýir sveppir 6 beikonsneiðar 3 sellerístönglar 3 gulrætur 500-750 g smjör Hvítlaukssalt 5 dl soðið vatn + 2 hænsnasúputeningar eða kalkúnakraftur. Season-all krydd Estragon eða tarragon Skorpulaust formbrauð, skorið niður í litla teninga. Setja í poka eða skál. Saxa saman niður í skál selleríið, gulræturnar og beikonið. Saxa sveppina niður í aðra skál. 1. Steikja í olíu í frekar stórum potti niðursneidda/saxaða selleríið, gulræturnar og beikonið. 2. Sjóða 5 dl vatni og setja kraftinn út í. Hella saman við steikt grænmetið og beikonið. 3. Steikja sveppina í smjöri á pönnu og bæta út í pottinn. 4. Setja vel af smjöri (200-300 g) á pönnu og steikja brauðteningana. Strá yfir pipar og hvítlaukssalti. Má vera vel af hvítlaukssaltinu. Bæta því síðan líka í pottinn. Láta þetta allt krauma í pottinum í 30 til 45 mínútur og kæla síðan. 5. Sjóða hálsinn af fuglinum í vatni og nota í sósuna. 6.Kalkúnn kryddaður að innan og utan með season-all. Köld fyllingin er sett inn í fuglinn. Restin sett í eldfast form með inn í ofninn. Hita ofninn í 120°-130°C. Setja kalkúninn í steikingarpott eða ofnskúffu með örlitlu af vatni í (fyrir sósu). 7. Hafa á hellu: Brætt smjör með estragoni eða tarragoni (100 g og 2 msk.) og pensla fuglinn með þessu á 20 mínútna fresti allan steikingartímann. Steikingartími: Reikna með 40 mínútum á hvert kíló. Til dæmis 5,8 kg af fylltum kalkún, steiktur í 5 tíma. 8. Sósa. Soðið úr steikingarpottinum/ofnskúffunni + soðið af hálsinum. Rjómi og rifsberjahlaup. Jólamatur Jólaskraut Kalkúnn Uppskriftir Mest lesið Hraðnámskeið í hegðun á jólahlaðborðinu Jól Ódýrar og einfaldar gjafir frá hjartanu Jólin Engill frá nunnum Jól Logi: Þakklátur að geta haldið jólin Jólin Síðustu skiladagar Póstsins Jól Jólahlaðborð á sænska vísu Jól Svona gerirðu graflax Jól Heitt súkkulaði Jólin Gilsbakkaþula Jól Náttúran innblásturinn Jól
Elsa Jensdóttir er mikið jólabarn og nýtur þess að skreyta húsið snemma. Hún hefur dálæti á fallegum hlutum og er mikill fagurkeri. Elsa vill hafa hlýleg jól. Hún leggur fallega á borð og vandar sig við smáatriðin. Veisluborð Elsu er glæsilegt. „Ég vil hafa borðið hlýlegt en þó ekki í mörgum litum. Nær allur minn borðbúnaður er úr Tékkkristal sem tengdaforeldrar mínir eiga. Tengdamóðir mín er dugleg að gefa mér fallega hluti,“ segir Elsa, sem er mjög hrifin af Iittala-vörum. Á borði hennar má sjá glös, skálar og könnu frá Iittala. Stellið heitir Central Park og er einnig úr Tékkkristal. Dúkurinn er af gerðinni Ferm living og er úr Epal. „Ég féll rækilega fyrir honum. Hann býr til svo mikla hlýju og ég er með tauservíettur í stíl.“ Elsa setur snemma upp jólaseríur, bæði utanhúss og innan. „Ég bý ekki til hefðbundinn aðventukrans en skreyti gjarnan kertastjaka sem ég á,“ segir Elsa en hún hefur haldið í ýmsar jólahefðir frá æskuárunum á Siglufirði, þar sem hún var alin upp. Rauða greinin setur fallegan svip á borðið. Í Iittala-skálum eru súkkulaðikossar. „Ég var alltaf með hangikjöt á aðfangadagskvöld en árið 1988 fórum við að borða hamborgarhrygg. Núna ætlum við hins vegar að vera með kalkún. Tengdaforeldrar mínir eru alltaf með okkur og síðan koma foreldrar mínir þriðju hver jól. Við höfum sett upp nýja hefð í hádeginu á aðfangadag en þá koma börnin okkar í hangikjöt. Það er mjög skemmtilegt. Við borðum heitt hangikjöt með rækjusalati en ég var alin upp við það. Ég ólst upp við ríkar hefðir um jólin. Það mátti til dæmis aldrei skreyta neitt fyrr en á Þorláksmessu. Jólatréð kom skreytt ofan af háalofti. Skreytingarnar voru aldrei teknar niður, bara breitt yfir tréð og geymt til næstu jóla,“ segir Elsa. Stellið heitir Central Park og fæst í Tékkkristal. „Mér finnst mjög gaman að halda veislur og er oft með matarboð. Einnig baka ég alltaf nokkrar tegundir af smákökum fyrir jólin. Mér finnst gaman að prófa nýjar tegundir. Í minni fjölskyldu voru alltaf bakaðar smákökur sem kallast kattatungur. Þegar NóiSiríus hætti að framleiða kattatungur varð uppi fótur og fit í minni fjölskyldu. Við erum að leita að einhverju súkkulaði sem getur komið í staðinn,“ segir Elsa. Litlu hlutirnir gera heilmikið fyrir heildarútlitið. Hún á þriggja og hálfs árs gamlan son sem er að uppgötva jólin. „Það er mjög skemmtilegt að vera með einn svona lítinn sem lífgar upp á heimilið.“ Elsa gefur hér uppskrift að kalkún og kalkúnafyllingu. „Ég hef oft verið með þakkargjörðarveislu en býst við að sleppa því núna. Læt duga að hafa kalkún á aðfangadag,“ segir hún. Uppskriftin kemur frá vinafólki sem bjó lengi í Bandaríkjunum. Greinin gefur kost á að hengja upp fallega, jólalega hluti. Kalkúnninn hennar Elsu 1 kalkúnn, 5-6 kg 1 formbrauð 300 g nýir sveppir 6 beikonsneiðar 3 sellerístönglar 3 gulrætur 500-750 g smjör Hvítlaukssalt 5 dl soðið vatn + 2 hænsnasúputeningar eða kalkúnakraftur. Season-all krydd Estragon eða tarragon Skorpulaust formbrauð, skorið niður í litla teninga. Setja í poka eða skál. Saxa saman niður í skál selleríið, gulræturnar og beikonið. Saxa sveppina niður í aðra skál. 1. Steikja í olíu í frekar stórum potti niðursneidda/saxaða selleríið, gulræturnar og beikonið. 2. Sjóða 5 dl vatni og setja kraftinn út í. Hella saman við steikt grænmetið og beikonið. 3. Steikja sveppina í smjöri á pönnu og bæta út í pottinn. 4. Setja vel af smjöri (200-300 g) á pönnu og steikja brauðteningana. Strá yfir pipar og hvítlaukssalti. Má vera vel af hvítlaukssaltinu. Bæta því síðan líka í pottinn. Láta þetta allt krauma í pottinum í 30 til 45 mínútur og kæla síðan. 5. Sjóða hálsinn af fuglinum í vatni og nota í sósuna. 6.Kalkúnn kryddaður að innan og utan með season-all. Köld fyllingin er sett inn í fuglinn. Restin sett í eldfast form með inn í ofninn. Hita ofninn í 120°-130°C. Setja kalkúninn í steikingarpott eða ofnskúffu með örlitlu af vatni í (fyrir sósu). 7. Hafa á hellu: Brætt smjör með estragoni eða tarragoni (100 g og 2 msk.) og pensla fuglinn með þessu á 20 mínútna fresti allan steikingartímann. Steikingartími: Reikna með 40 mínútum á hvert kíló. Til dæmis 5,8 kg af fylltum kalkún, steiktur í 5 tíma. 8. Sósa. Soðið úr steikingarpottinum/ofnskúffunni + soðið af hálsinum. Rjómi og rifsberjahlaup.
Jólamatur Jólaskraut Kalkúnn Uppskriftir Mest lesið Hraðnámskeið í hegðun á jólahlaðborðinu Jól Ódýrar og einfaldar gjafir frá hjartanu Jólin Engill frá nunnum Jól Logi: Þakklátur að geta haldið jólin Jólin Síðustu skiladagar Póstsins Jól Jólahlaðborð á sænska vísu Jól Svona gerirðu graflax Jól Heitt súkkulaði Jólin Gilsbakkaþula Jól Náttúran innblásturinn Jól