Snapchat gagnrýnt fyrir upplýsingaöflun Samúel Karl Ólafsson skrifar 23. nóvember 2014 10:00 Sæta gagnrýni Evan Spiegel er einn stofnenda og framkvæmdastjóri Snapchat. Vísir/AFP Öryggissérfræðingar hafa lengi gagnrýnt myndskilaboðaforritið Snapchat fyrir viðhorfið sem þar ríkir til öryggis persónuupplýsinga og segja það gefa notendum skakka mynd af öryggi forritsins. Hakkarar hafa komist yfir gögn frá Snapchat og fyrirtækið hefur nú bannað notendum að nýta forrit sem vistar skilaboð úr Snapchat. Snapchat leit dagsins ljós í september 2011, en eftir erfiða byrjun hefur notendum fjölgað gífurlega hratt. Í lok ágúst síðastliðsins fór notendafjöldi forritsins yfir hundrað milljónir. Ungt fólk hefur sérstaklega snúið sér að forritinu í miklum mæli og þá yfirgefið Facebook í leiðinni. Unglingar virðast hafa áttað sig á því að það sem sett er á samfélagsmiðla, gott eða slæmt, er þar að eilífu. Snapchat býður upp á nýjan möguleika; að senda myndir og myndbönd, sem eyðast sjálfkrafa. Þó eru uppi ásakanir um að myndirnar eyðist í raun og veru ekki. Hakkarar nýttu sér leiðir sem höfðu verið opnaðar af öðrum forritum sem tengdust Snapchat til að stela þúsundum mynda sem sendar höfðu verið með forritinu, og birtu þær í október. Nú á dögunum bannaði fyrirtækið notendum að nota slík forrit og sagði að þeim notendum sem gera það yrði ekki leyft að nota Snapchat. Þá stálu hakkarar um 4,6 milljónum notendanafna og símanúmerum úr vefþjónum Snapchat í byrjun ársins og birtu á netinu. Fyrr á árinu komst Snapchat að samkomulagi við stofnunina Federal Trade Commision í Bandaríkjunum. Stofnunin hafði kært fyrirtækið vegna þess að upplýsingum væri safnað um notendur Snapchat sem bryti í bága við stefnu fyrirtækisins. Sögðu þau vandann vera að auðvelt væri að vista efni sem sent er með Snapchat. Fyrirtækið þurfti hvorki að viðurkenna sök né greiða sekt, en óháðir aðilar munu vakta skilmála forritsins sem varða vernd persónuupplýsinga í tuttugu ár. Vegna samkomulagsins endurskoðaði fyrirtækið stefnu sína og breytti henni í kjölfarið. Við breytingarnar kom í ljós að fyrirtækið safnar gífurlegum upplýsingum um notendur Snapchat. Meðal annars safnar fyrirtækið upplýsingum úr símaskrám notenda og gögnum um netnotkun þeirra. Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hvar er opið um páskana? Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Öryggissérfræðingar hafa lengi gagnrýnt myndskilaboðaforritið Snapchat fyrir viðhorfið sem þar ríkir til öryggis persónuupplýsinga og segja það gefa notendum skakka mynd af öryggi forritsins. Hakkarar hafa komist yfir gögn frá Snapchat og fyrirtækið hefur nú bannað notendum að nýta forrit sem vistar skilaboð úr Snapchat. Snapchat leit dagsins ljós í september 2011, en eftir erfiða byrjun hefur notendum fjölgað gífurlega hratt. Í lok ágúst síðastliðsins fór notendafjöldi forritsins yfir hundrað milljónir. Ungt fólk hefur sérstaklega snúið sér að forritinu í miklum mæli og þá yfirgefið Facebook í leiðinni. Unglingar virðast hafa áttað sig á því að það sem sett er á samfélagsmiðla, gott eða slæmt, er þar að eilífu. Snapchat býður upp á nýjan möguleika; að senda myndir og myndbönd, sem eyðast sjálfkrafa. Þó eru uppi ásakanir um að myndirnar eyðist í raun og veru ekki. Hakkarar nýttu sér leiðir sem höfðu verið opnaðar af öðrum forritum sem tengdust Snapchat til að stela þúsundum mynda sem sendar höfðu verið með forritinu, og birtu þær í október. Nú á dögunum bannaði fyrirtækið notendum að nota slík forrit og sagði að þeim notendum sem gera það yrði ekki leyft að nota Snapchat. Þá stálu hakkarar um 4,6 milljónum notendanafna og símanúmerum úr vefþjónum Snapchat í byrjun ársins og birtu á netinu. Fyrr á árinu komst Snapchat að samkomulagi við stofnunina Federal Trade Commision í Bandaríkjunum. Stofnunin hafði kært fyrirtækið vegna þess að upplýsingum væri safnað um notendur Snapchat sem bryti í bága við stefnu fyrirtækisins. Sögðu þau vandann vera að auðvelt væri að vista efni sem sent er með Snapchat. Fyrirtækið þurfti hvorki að viðurkenna sök né greiða sekt, en óháðir aðilar munu vakta skilmála forritsins sem varða vernd persónuupplýsinga í tuttugu ár. Vegna samkomulagsins endurskoðaði fyrirtækið stefnu sína og breytti henni í kjölfarið. Við breytingarnar kom í ljós að fyrirtækið safnar gífurlegum upplýsingum um notendur Snapchat. Meðal annars safnar fyrirtækið upplýsingum úr símaskrám notenda og gögnum um netnotkun þeirra.
Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hvar er opið um páskana? Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira