Rúnar: Nú þarf ég að setja mér ný markmið Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. nóvember 2014 06:30 Rúnar Kristinsson stýrir nú atvinnumönnum í Noregi. vísir/Stefán Rúnar Kristinsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, var loks formlega kynntur til sögunnar sem nýr þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström í gær, en Rúnar skrifaði undir þriggja ára samning. Rúnar þekkir hvern krók og kima hjá félaginu, en hann spilaði með því við góðan orðstír frá 1997-2000. Undanfarin fjögur ár hefur Rúnar stýrt KR með góðum árangri, en hann gerði liðið tvívegis að Íslandsmeistara og bikarmeistara í þrígang. „Allt svona þarf að fara sínar leiðir og því hefur þetta tekið sinn tíma. En auðvitað er maður ekki einn inni í myndinni. Það voru fleiri þjálfarar sem þeir skoðuðu, en ég er ánægður með að mér var boðið þetta starf og jafnframt ánægður með að vera kominn hingað,“ sagði Rúnar við íþróttadeild 365 í gær. Nafn Rúnars hefur verið lengi í deiglunni, en hann var orðaður við starfið í fyrra og þá kom hann einmitt til greina. „Það var haft samband við mig fyrir ári. Þjálfarinn sem var að hætta núna ætlaði sér að hætta þá en gerði það ekki og hélt áfram. Þá var ég einn af þeim sem komu til greina hjá félaginu, en ekkert varð úr því.“ Þegar Rúnar ákvað að stíga út úr skrifstofunni sem yfirmaður knattspyrnumála hjá KR um mitt sumar 2010 og gerast þjálfari liðsins ætlaði hann sér alltaf að fara út í þjálfun af fullum hug og komast eins langt og hann mögulega gæti. „Ég segi ekki að mig hafi dreymt alla tíð um að koma til Lilleström aftur og gerast þjálfari. Markmið mitt engu að síður þegar ég tók við KR 2010 var að komast til útlanda á stærra svið og það hefur mér tekist. Fyrsta markmið mitt í þjálfun var að standa mig vel með KR sem ég kann bestu þakkir fyrir það tækifæri sem það gaf mér. Hitt markmiðið, að komast í atvinnumennsku, er að ganga upp núna þannig nú þarf ég að setja mér ný markmið,“ sagði Rúnar. Fjárhagur félagsins hefur mikið verið í fréttum í Noregi, en þar á bæ ætla menn að setja upp launaþak og lækka laun lykilmanna liðsins vilji þeir halda áfram hjá félaginu. „Það er gífurlega erfitt ár framundan. Félagið er í örlitlum fjárhagsvandræðum en hér er fullt af góðu fólki og ég þekki innviði félagsins vel líkt og fólkið hérna þekkir mig. Saman getum við vonandi náð árangri og gert þetta að góðum tíma,“ sagði Rúnar og bætti við: „Staðan er þannig í Noregi og víðar að mörg lið hafa lítið á milli handanna. Það eru því ekkert margir klúbbar sem geta boðið þessum leikmönnum sem við erum kannski að missa betri samninga. Möguleikar okkar á að halda þeim eru því töluvert miklir.“ Það eru fleiri lið en Lilleström sem eiga í vandræðum segir hann. „Það eru mörg önnur félög í norsku deildinni sem eru að draga saman seglin, en nafn Lilleström er oftast dregið inn í umræðuna.“ Lilleström kom á óvart í sumar og hafnaði í fimmta sæti, en hvað vill Rúnar gera með liðið á næstu árum? „Mig langar að fara með þetta lið aðeins hærra en gert hefur verið undanfarin tíu til tólf ár.“- tom Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Sjá meira
Rúnar Kristinsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, var loks formlega kynntur til sögunnar sem nýr þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström í gær, en Rúnar skrifaði undir þriggja ára samning. Rúnar þekkir hvern krók og kima hjá félaginu, en hann spilaði með því við góðan orðstír frá 1997-2000. Undanfarin fjögur ár hefur Rúnar stýrt KR með góðum árangri, en hann gerði liðið tvívegis að Íslandsmeistara og bikarmeistara í þrígang. „Allt svona þarf að fara sínar leiðir og því hefur þetta tekið sinn tíma. En auðvitað er maður ekki einn inni í myndinni. Það voru fleiri þjálfarar sem þeir skoðuðu, en ég er ánægður með að mér var boðið þetta starf og jafnframt ánægður með að vera kominn hingað,“ sagði Rúnar við íþróttadeild 365 í gær. Nafn Rúnars hefur verið lengi í deiglunni, en hann var orðaður við starfið í fyrra og þá kom hann einmitt til greina. „Það var haft samband við mig fyrir ári. Þjálfarinn sem var að hætta núna ætlaði sér að hætta þá en gerði það ekki og hélt áfram. Þá var ég einn af þeim sem komu til greina hjá félaginu, en ekkert varð úr því.“ Þegar Rúnar ákvað að stíga út úr skrifstofunni sem yfirmaður knattspyrnumála hjá KR um mitt sumar 2010 og gerast þjálfari liðsins ætlaði hann sér alltaf að fara út í þjálfun af fullum hug og komast eins langt og hann mögulega gæti. „Ég segi ekki að mig hafi dreymt alla tíð um að koma til Lilleström aftur og gerast þjálfari. Markmið mitt engu að síður þegar ég tók við KR 2010 var að komast til útlanda á stærra svið og það hefur mér tekist. Fyrsta markmið mitt í þjálfun var að standa mig vel með KR sem ég kann bestu þakkir fyrir það tækifæri sem það gaf mér. Hitt markmiðið, að komast í atvinnumennsku, er að ganga upp núna þannig nú þarf ég að setja mér ný markmið,“ sagði Rúnar. Fjárhagur félagsins hefur mikið verið í fréttum í Noregi, en þar á bæ ætla menn að setja upp launaþak og lækka laun lykilmanna liðsins vilji þeir halda áfram hjá félaginu. „Það er gífurlega erfitt ár framundan. Félagið er í örlitlum fjárhagsvandræðum en hér er fullt af góðu fólki og ég þekki innviði félagsins vel líkt og fólkið hérna þekkir mig. Saman getum við vonandi náð árangri og gert þetta að góðum tíma,“ sagði Rúnar og bætti við: „Staðan er þannig í Noregi og víðar að mörg lið hafa lítið á milli handanna. Það eru því ekkert margir klúbbar sem geta boðið þessum leikmönnum sem við erum kannski að missa betri samninga. Möguleikar okkar á að halda þeim eru því töluvert miklir.“ Það eru fleiri lið en Lilleström sem eiga í vandræðum segir hann. „Það eru mörg önnur félög í norsku deildinni sem eru að draga saman seglin, en nafn Lilleström er oftast dregið inn í umræðuna.“ Lilleström kom á óvart í sumar og hafnaði í fimmta sæti, en hvað vill Rúnar gera með liðið á næstu árum? „Mig langar að fara með þetta lið aðeins hærra en gert hefur verið undanfarin tíu til tólf ár.“- tom
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Sjá meira