Nærandi skrúbbur sem hreinsar burt allar dauðar húðfrumur og önnur óhreinindi. Húðin verður silkimjúk og ilmandi á eftir.
¼ bolli kókosolía eða möndluolía
½ bolli hrásykur
½ bolli hvítur sykur
2-3 dropar kanililmkjarnaolía
1 teskeið kanill
Blandið saman sykri, kanil og ilmkjarnaolíu. Hellið svo möndluolíunni hægt og rólega saman við og hrærið um leið þangað til að þykktin á skrúbbnum er orðin eins og óskað er eftir. Nuddið vel á allan líkamann og þvoið svo af með volgu vatni.
