Nú legg ég á, og mæli ég um Sara McMahon skrifar 14. október 2014 07:00 Þegar ég var barn gekk ég í gegnum tímabil þar sem ég sóttist mjög í að lesa íslenskar þjóðsögur. Hrifnust var ég af útilegumannasögum, sögum af huldufólki og draugasögum (sem héldu oft fyrir mér vöku á nóttunni). Ég vissi sem var að sögurnar væru oftast hreinn uppspuni þó oft mætti finna einhvers konar sannleikskorn í þeim, þá helst um alþýðutrú, siðferði og dagleg störf fólks á öldum áður. Við vitum að hér áður fyrr skemmti fólk hverju öðru með munnmælum og þjóðsögum. Þó við nútímafólkið búum á „gervihnattaöld“ er hinn íslenski sagnaarfur enn sprelllifandi, nú í formi reynslu- og flökkusagna sem nútíma sagnamenn og -konur á öllum aldri krydda hvert með sínu nefi. Í kringum mig eru til að mynda margir færir sagnamenn (vinkonur, foreldrar og frændfólk), en líklega eru fáir eins færir og Sigurður nokkur Atlason á Hólmavík. Sigurður þessi er allt í öllu á Galdrasýningunni á Ströndum, sem ég heimsótti í þriðja sinn nú um helgina. Tröllasögur, útilegumannasögur, frásagnir af ýmiss konar yfirnáttúrulegum atburðum og verum – Sigurður kann þær allar og meira til. Það að hlýða á Sigurð segja frá uppvakningum, lýsa notkun nábrókar og síðast en ekki síst segja frá galdrafárinu sem ríkti hér á landi á 17. öld vakti áhuga minn á íslenskum sögnum að nýju – svo mikið meira að segja að liðna nótt dreymdi mig bæði galdrastafi og tilbera! Nú legg ég á, og mæli eindregið með að þú, lesandi góður, leggir leið þína til Hólmavíkur og heimsækir Galdrasýninguna og Sigurð því sögurnar hans eru betri en Game of Thrones, Mad Men, Breaking Bad og Forbrydelsen til samans! Ég lofa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Game of Thrones Sara McMahon Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun
Þegar ég var barn gekk ég í gegnum tímabil þar sem ég sóttist mjög í að lesa íslenskar þjóðsögur. Hrifnust var ég af útilegumannasögum, sögum af huldufólki og draugasögum (sem héldu oft fyrir mér vöku á nóttunni). Ég vissi sem var að sögurnar væru oftast hreinn uppspuni þó oft mætti finna einhvers konar sannleikskorn í þeim, þá helst um alþýðutrú, siðferði og dagleg störf fólks á öldum áður. Við vitum að hér áður fyrr skemmti fólk hverju öðru með munnmælum og þjóðsögum. Þó við nútímafólkið búum á „gervihnattaöld“ er hinn íslenski sagnaarfur enn sprelllifandi, nú í formi reynslu- og flökkusagna sem nútíma sagnamenn og -konur á öllum aldri krydda hvert með sínu nefi. Í kringum mig eru til að mynda margir færir sagnamenn (vinkonur, foreldrar og frændfólk), en líklega eru fáir eins færir og Sigurður nokkur Atlason á Hólmavík. Sigurður þessi er allt í öllu á Galdrasýningunni á Ströndum, sem ég heimsótti í þriðja sinn nú um helgina. Tröllasögur, útilegumannasögur, frásagnir af ýmiss konar yfirnáttúrulegum atburðum og verum – Sigurður kann þær allar og meira til. Það að hlýða á Sigurð segja frá uppvakningum, lýsa notkun nábrókar og síðast en ekki síst segja frá galdrafárinu sem ríkti hér á landi á 17. öld vakti áhuga minn á íslenskum sögnum að nýju – svo mikið meira að segja að liðna nótt dreymdi mig bæði galdrastafi og tilbera! Nú legg ég á, og mæli eindregið með að þú, lesandi góður, leggir leið þína til Hólmavíkur og heimsækir Galdrasýninguna og Sigurð því sögurnar hans eru betri en Game of Thrones, Mad Men, Breaking Bad og Forbrydelsen til samans! Ég lofa.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun