Fáránleiki og hárbeitt ádeila Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 13. október 2014 11:00 Maðurinn sem hataði börn Bækur: Maðurinn sem hataði börn Þórarinn Leifsson Mál og menning Maðurinn sem hataði börn eftir Þórarin Leifsson fjallar um tólf ára dreng, Sylvek, sem býr ásamt ömmu sinni í vesturbæ Reykjavíkur. Þau fluttu þangað frá Barcelona þegar þeim áskotnaðist óvænt hús þar í bæ. Hugmyndir þeirra og vonir um Ísland voru afar glæstar en segja má að nýju heimkynnin standi ekki alveg undir væntingum. Ekki batnar það svo þegar ungir drengir fara að finnast myrtir í hverfinu þeirra. Um svipað leyti flytur fámáll maður í risherbergið heima hjá þeim, en hann segist hata börn. Bókin er sneisafull af hárbeittri ádeilu á samfélag okkar. Blanda af léttri háðsádeilu og harðri gagnrýni á samfélagslega rétthugsun, eða öllu heldur ríkjandi skort á henni. Höfundur velur sögumanni sínum sjónarhorn innflytjanda. Þannig fær ákveðinn minnihlutahópur samfélagsins rödd, hópur sem gjarnan hefur sætt fordómum. Með því að segja söguna út frá sjónarhorni Sylveks varpar höfundur auk þess ljósi á samfélag okkar, sem er okkur svo kunnugt en sögumanni framandi og furðulegt. Lesandinn nær miklu frekar tengingu við aðalpersónuna heldur en samfélagið sem byggt er á íslenskum samtíma. Það er spillt og nokkuð ógeðslegt. Fáránleikinn er allsráðandi í sögunni og undirrituð viðurkennir fúslega að hún skellti upp úr nokkrum sinnum þar sem hún las í bókinni á almannafæri. Kaldhæðni einkennir söguna að miklu leyti og heldur uppi annars stórfurðulegum söguþræði sem fléttast saman að lokum. Sögusviðið er sem fyrr segir byggt á íslenskum raunveruleika en þó sett fram sem einhvers konar hliðarveröld. Gráglettnar teikningar Þórarins sem prýða bókina glæða persónur og umhverfi lífi. Sérstaklega er framsetningin á steratröllunum kostuleg, sem og ömmunni Silvíu Kandellu Mariu Karmen Arias, sem reyndar hefur neyðst til að taka upp íslenska nafnið Sigríður Sjutt. Amman er sannarlega ein af fyndnari persónum sögunnar, þótt bókin sé raunar uppfull af stórskemmtilegum og frumlegum persónum.Niðurstaða: Hress og bráðfyndin saga, þó með drungalegu yfirbragði. Hárbeitt en samt svo lúmsk ádeila á íslenskt samfélag, sett fram í furðusagnastíl. Gagnrýni Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur: Maðurinn sem hataði börn Þórarinn Leifsson Mál og menning Maðurinn sem hataði börn eftir Þórarin Leifsson fjallar um tólf ára dreng, Sylvek, sem býr ásamt ömmu sinni í vesturbæ Reykjavíkur. Þau fluttu þangað frá Barcelona þegar þeim áskotnaðist óvænt hús þar í bæ. Hugmyndir þeirra og vonir um Ísland voru afar glæstar en segja má að nýju heimkynnin standi ekki alveg undir væntingum. Ekki batnar það svo þegar ungir drengir fara að finnast myrtir í hverfinu þeirra. Um svipað leyti flytur fámáll maður í risherbergið heima hjá þeim, en hann segist hata börn. Bókin er sneisafull af hárbeittri ádeilu á samfélag okkar. Blanda af léttri háðsádeilu og harðri gagnrýni á samfélagslega rétthugsun, eða öllu heldur ríkjandi skort á henni. Höfundur velur sögumanni sínum sjónarhorn innflytjanda. Þannig fær ákveðinn minnihlutahópur samfélagsins rödd, hópur sem gjarnan hefur sætt fordómum. Með því að segja söguna út frá sjónarhorni Sylveks varpar höfundur auk þess ljósi á samfélag okkar, sem er okkur svo kunnugt en sögumanni framandi og furðulegt. Lesandinn nær miklu frekar tengingu við aðalpersónuna heldur en samfélagið sem byggt er á íslenskum samtíma. Það er spillt og nokkuð ógeðslegt. Fáránleikinn er allsráðandi í sögunni og undirrituð viðurkennir fúslega að hún skellti upp úr nokkrum sinnum þar sem hún las í bókinni á almannafæri. Kaldhæðni einkennir söguna að miklu leyti og heldur uppi annars stórfurðulegum söguþræði sem fléttast saman að lokum. Sögusviðið er sem fyrr segir byggt á íslenskum raunveruleika en þó sett fram sem einhvers konar hliðarveröld. Gráglettnar teikningar Þórarins sem prýða bókina glæða persónur og umhverfi lífi. Sérstaklega er framsetningin á steratröllunum kostuleg, sem og ömmunni Silvíu Kandellu Mariu Karmen Arias, sem reyndar hefur neyðst til að taka upp íslenska nafnið Sigríður Sjutt. Amman er sannarlega ein af fyndnari persónum sögunnar, þótt bókin sé raunar uppfull af stórskemmtilegum og frumlegum persónum.Niðurstaða: Hress og bráðfyndin saga, þó með drungalegu yfirbragði. Hárbeitt en samt svo lúmsk ádeila á íslenskt samfélag, sett fram í furðusagnastíl.
Gagnrýni Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira