Hið leiðinlega norræna fólk Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 4. október 2014 07:00 Sú mýta að norrænt fólk sé þögult og leiðinlegt lifir góðu lífi víða á Spáni. Óviljandi hef ég nú lagt mín lóð á vogarskálarnar til þess að blása nýju lífi í hana hér í strandbænum Fuengirola, þangað sem ég er nýfluttur. Það vildi þannig til að ég fór svo illa að ráði mínu að fá mér rótsterkan kaffisopa áður en ég fór í morgunskokkið nú um daginn. Ég var rétt kominn af stað þegar mér varð ljóst að kaffið tók svo hraustlega til í kroppnum að farið var að þrýsta á að kvöldverðinum frá deginum áður yrði fleygt út um óæðri endann. Ég hafði þó ekki trú á öðru en ég yrði ekki inntur um þetta óþarflega mikið á meðan skokkinu stæði. Virtist það ætla að ganga eftir þar til ég er kominn að strandbarnum þar sem ég sný við til að skokka heim. Þá var eins og dyraverðir í þörmum yrðu slakir, farnir að hugsa sem svo að nú værum við á heimleið og því óþarfi að vera að þrengja óþarflega að kvöldverðinum. En það voru þó nokkrir kílómetrar enn í Gustavsberg. Þeir sem hafa reynt vita að það er óþægilegt að skokka við þessar aðstæður. Ég varð nú að sperra rasskinnar af miklu afli. Skokkið varð því að göngukeppni og er ég nú meðvitaður um hvernig sú ólympíska íþróttagrein varð til. Þetta varð að þvílíkri píslargöngu að ég var aðframkominn er mig bar að blokkinni minni. Þegar ég er loks kominn í lyftuna þurfti nágranni minn endilega að skella sér inn með mér. Hjá honum voru það dyraverðirnir í efra opinu sem virkuðu ekki því munnræpan stóð út úr honum og skipti engu þó ég væri hrelldur í framan líkt og sjóveikur krakki og síðan með höndina í rassinum svo ekki yrði úr hin óþægilegasta lífsreynsla fyrir okkur báða. Þegar ég er loks kominn á mína hæð lýkur hann kjaftavaðli sínum með því að segja: „Ég heiti Juan, Gaman að kynnast þér.“ Svo réttir hann mér höndina. Já, mýtan um ókurteisa, þögula og beinlínis leiðinlega norræna fólkið lifir góðu lífi hér í Fuengirola. Alla vega á stigaganginum hjá mér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage Skoðun
Sú mýta að norrænt fólk sé þögult og leiðinlegt lifir góðu lífi víða á Spáni. Óviljandi hef ég nú lagt mín lóð á vogarskálarnar til þess að blása nýju lífi í hana hér í strandbænum Fuengirola, þangað sem ég er nýfluttur. Það vildi þannig til að ég fór svo illa að ráði mínu að fá mér rótsterkan kaffisopa áður en ég fór í morgunskokkið nú um daginn. Ég var rétt kominn af stað þegar mér varð ljóst að kaffið tók svo hraustlega til í kroppnum að farið var að þrýsta á að kvöldverðinum frá deginum áður yrði fleygt út um óæðri endann. Ég hafði þó ekki trú á öðru en ég yrði ekki inntur um þetta óþarflega mikið á meðan skokkinu stæði. Virtist það ætla að ganga eftir þar til ég er kominn að strandbarnum þar sem ég sný við til að skokka heim. Þá var eins og dyraverðir í þörmum yrðu slakir, farnir að hugsa sem svo að nú værum við á heimleið og því óþarfi að vera að þrengja óþarflega að kvöldverðinum. En það voru þó nokkrir kílómetrar enn í Gustavsberg. Þeir sem hafa reynt vita að það er óþægilegt að skokka við þessar aðstæður. Ég varð nú að sperra rasskinnar af miklu afli. Skokkið varð því að göngukeppni og er ég nú meðvitaður um hvernig sú ólympíska íþróttagrein varð til. Þetta varð að þvílíkri píslargöngu að ég var aðframkominn er mig bar að blokkinni minni. Þegar ég er loks kominn í lyftuna þurfti nágranni minn endilega að skella sér inn með mér. Hjá honum voru það dyraverðirnir í efra opinu sem virkuðu ekki því munnræpan stóð út úr honum og skipti engu þó ég væri hrelldur í framan líkt og sjóveikur krakki og síðan með höndina í rassinum svo ekki yrði úr hin óþægilegasta lífsreynsla fyrir okkur báða. Þegar ég er loks kominn á mína hæð lýkur hann kjaftavaðli sínum með því að segja: „Ég heiti Juan, Gaman að kynnast þér.“ Svo réttir hann mér höndina. Já, mýtan um ókurteisa, þögula og beinlínis leiðinlega norræna fólkið lifir góðu lífi hér í Fuengirola. Alla vega á stigaganginum hjá mér.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun