Sveitaþrælasæla Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. september 2014 08:00 Þegar ég var lítil fór ég alltaf í sveitina til pabba á sumrin. Þar lærði ég að harka af mér. Ég stóð varla út úr hnefa og var skjálfandi á beinunum með það mikilvæga hlutverk að láta þrjátíu hrossa stóð sem kom á fljúgandi ferð, skipta snarlega um stefnu og taka skarpa vinstri beygju inn í gerði. Þegar hrossin voru komin svo nálægt að ég fann þau fnæsa framan í mig, beygðu þau loksins. Sigur. Ég stóð ein vaktina í sauðburði án þess að vita hvernig ég ætti að bregðast við vanda. „Þú finnur út úr því,“ sagði pabbi. Með dúndrandi hjartslátt bjargaði ég lambi sem sat fast í fæðingarveginum með pínulitlu hendinni minni. Ég var sjö ára og fékk þar með mörgum spurningum svarað um náttúruna. Líka þegar lambið lenti á ruslabrennu fáeinum dögum síðar. Milli misskemmtilegra verkefna lét ég tímann líða án þess að nokkur væri að spá í hvort það væri nú ekki gaman hjá mér eða hvort mér leiddist nokkuð. Mikið vildi ég að börnin mín gætu farið til hörku-afa í sveitina. Fengið óyfirstíganleg verkefni og orðið hrædd. Fundið brjóstið þenjast út af stolti þegar þau sigra óttann. Látið sér leiðast og verið ein með hugsunum sínum. Kynnst hringrás lífsins með sauðburði og sláturhúsaferðum. Grátið í koddann þegar þau sakna mömmu. Stækkað um tíu sentimetra á líkama og sál. Það væri þó eftir þeim blessuðum að sveifla barnasáttmálum um hvíldartíma og réttinum til leiks ásamt óskrifuðum reglum um tveggja tíma tölvuleikjanotkun á dag, þrjú hundruð gramma sælgætispoka á laugardögum og umbunarkerfi með stjörnulímmiða fyrir hvert handtak. Ef síminn væri tekinn af þeim myndu þau líklega leggja fram kæru til Umboðsmanns barna. Já, já. Fínt að ný kynslóð vaxi upp á Íslandi sem er laus undan vinnufíkn og er meðvituð um réttindi sín. Og jú, jú, mögulega er ég haldin fortíðarþrá. En mikið hefðu þau gott af því að ofverndandi móðurhjúpurinn væri rofinn í þrjá mánuði á ári. Ég óska eftir plássi fyrir þrjú börn í sveit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Mest lesið Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage Skoðun
Þegar ég var lítil fór ég alltaf í sveitina til pabba á sumrin. Þar lærði ég að harka af mér. Ég stóð varla út úr hnefa og var skjálfandi á beinunum með það mikilvæga hlutverk að láta þrjátíu hrossa stóð sem kom á fljúgandi ferð, skipta snarlega um stefnu og taka skarpa vinstri beygju inn í gerði. Þegar hrossin voru komin svo nálægt að ég fann þau fnæsa framan í mig, beygðu þau loksins. Sigur. Ég stóð ein vaktina í sauðburði án þess að vita hvernig ég ætti að bregðast við vanda. „Þú finnur út úr því,“ sagði pabbi. Með dúndrandi hjartslátt bjargaði ég lambi sem sat fast í fæðingarveginum með pínulitlu hendinni minni. Ég var sjö ára og fékk þar með mörgum spurningum svarað um náttúruna. Líka þegar lambið lenti á ruslabrennu fáeinum dögum síðar. Milli misskemmtilegra verkefna lét ég tímann líða án þess að nokkur væri að spá í hvort það væri nú ekki gaman hjá mér eða hvort mér leiddist nokkuð. Mikið vildi ég að börnin mín gætu farið til hörku-afa í sveitina. Fengið óyfirstíganleg verkefni og orðið hrædd. Fundið brjóstið þenjast út af stolti þegar þau sigra óttann. Látið sér leiðast og verið ein með hugsunum sínum. Kynnst hringrás lífsins með sauðburði og sláturhúsaferðum. Grátið í koddann þegar þau sakna mömmu. Stækkað um tíu sentimetra á líkama og sál. Það væri þó eftir þeim blessuðum að sveifla barnasáttmálum um hvíldartíma og réttinum til leiks ásamt óskrifuðum reglum um tveggja tíma tölvuleikjanotkun á dag, þrjú hundruð gramma sælgætispoka á laugardögum og umbunarkerfi með stjörnulímmiða fyrir hvert handtak. Ef síminn væri tekinn af þeim myndu þau líklega leggja fram kæru til Umboðsmanns barna. Já, já. Fínt að ný kynslóð vaxi upp á Íslandi sem er laus undan vinnufíkn og er meðvituð um réttindi sín. Og jú, jú, mögulega er ég haldin fortíðarþrá. En mikið hefðu þau gott af því að ofverndandi móðurhjúpurinn væri rofinn í þrjá mánuði á ári. Ég óska eftir plássi fyrir þrjú börn í sveit.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun