Spennandi en skrítið að spila í Kína Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. september 2014 06:00 Viðar Örn Kjartansson hefur farið á kostum í norsku úrvalsdeildinni. mynd/heimasíða vålerenga „Ef ég væri örlítið yngri þá væri ég örugglega ekki að höndla þetta svona vel. Ég er líka orðinn vanur þessu áreiti og er því alveg pollrólegur,“ segir langmarkahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar, Viðar Örn Kjartansson, en hann fær ekki stundarfrið frá fjölmiðlum þessa dagana. Skal engan undra því hann hefur raðað inn mörkum nánast að vild fyrir Vålerenga á tímabilinu og er þegar búinn að slá nokkur met. 24 mörk í 22 leikjum en metið í Noregi er 30 mörk og það var sett árið 1968 af Odd Iversen. Viðar Örn hefur sjö leiki til þess að skora mörkin sex sem upp á vantar.Möguleikinn er góður „Það eru talsvert fleiri fjölmiðlar hér en heima og það er mikið verið að kynna sér mig og mitt líf. Þetta er allt hluti af boltanum og ég kippi mér ekkert upp við alla þessa athygli og að þurfa að koma í mörg viðtöl. Ég var ekkert mjög vanur þessari athygli fyrst þegar ég kom en ég hef fengið mikla athygli nánast frá upphafi og þetta venst vel.“ Selfyssingurinn marksækni fer ekkert leynt með að markmið hans er að jafna og helst slá markametið. Hann telur sig eiga góða möguleika á því. „Það er búið að ganga vel og hefur verið stöðugleiki í mínum leik. Ég hef skorað tvær þrennur upp á síðkastið og ég er því líklegur til alls. Ég er nánast að skora í hverjum leik þannig að þetta er góður möguleiki,“ segir Viðar en lið hans hefur skorað næstflest mörk allra liða í deildinni eða marki minna en topplið Molde sem Viðar og félagar mæta í dag. Vörnin hefur aftur á móti ekki verið eins öflug og því er liðið í sjötta sæti deildarinnar. „Ef hún væri betri þá værum við í efstu þremur sætunum. Við komumst 5-2 yfir í leik um daginn en hitt liðið jafnaði í 5-5 á fimmtán mínútum. Fólk er í það minnsta að fá vel fyrir peninginn er það horfir á okkur spila,“ segir Viðar og hlær við.Hætti að hugsa um þetta Spilamennska hans í Noregi hefur ekki farið fram hjá útsendurum um alla Evrópu og er líklegra en ekki að hann yfirgefi Vålerenga í janúar. „Ég hef alveg fundið fyrir áhuganum en er ekkert að velta mér of mikið upp úr því. Ef eitthvað gerist þá gerist það líklega hratt. Það mun samt líklegast ekkert gerast fyrr en í janúar. Ég pældi mikið í þessu í sumar en þá skoraði ég ekki í þremur leikjum í röð. Þá hætti ég að hugsa um þessa hluti og þá fór aftur að ganga of vel. Ég vil því ekki vera að skipta mér mikið af þessu en ég veit að ef ég stend mig vel þá verður eitthvað spennandi í boði.“ Félög víða í Evrópu hafa gert tilboð í Viðar en það sem færri vita er að það kom áhugavert tilboð í hann frá liði í Kína. „Ég vissi af þeim áhuga en ég veit ekki hvar það stendur. Það yrði skrítið að fara þangað en örugglega spennandi,“ segir Viðar en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins myndi Viðar fá í það minnsta helmingi betri samning þar en ef hann semdi við lið í Evrópu.Skoða allt með opnum huga „Maður hefur heyrt af því að það sé mikið af peningum í boði þar. Maður veit aldrei hvað maður gerir. Ég skoða allt sem er spennandi með opnum huga.“ Framherjinn er orðinn 24 ára gamall og hann segir líka skipta máli að velja rétt. „Ef maður tekur rangt skref þá getur það eyðilagt ýmislegt. Ég er samt ekki það gamall að ég ætti kannski möguleika á að koma aftur inn einhvers staðar. Ég myndi samt skoða Kína eins og hvað annað. Maður veit aldrei.“ Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
„Ef ég væri örlítið yngri þá væri ég örugglega ekki að höndla þetta svona vel. Ég er líka orðinn vanur þessu áreiti og er því alveg pollrólegur,“ segir langmarkahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar, Viðar Örn Kjartansson, en hann fær ekki stundarfrið frá fjölmiðlum þessa dagana. Skal engan undra því hann hefur raðað inn mörkum nánast að vild fyrir Vålerenga á tímabilinu og er þegar búinn að slá nokkur met. 24 mörk í 22 leikjum en metið í Noregi er 30 mörk og það var sett árið 1968 af Odd Iversen. Viðar Örn hefur sjö leiki til þess að skora mörkin sex sem upp á vantar.Möguleikinn er góður „Það eru talsvert fleiri fjölmiðlar hér en heima og það er mikið verið að kynna sér mig og mitt líf. Þetta er allt hluti af boltanum og ég kippi mér ekkert upp við alla þessa athygli og að þurfa að koma í mörg viðtöl. Ég var ekkert mjög vanur þessari athygli fyrst þegar ég kom en ég hef fengið mikla athygli nánast frá upphafi og þetta venst vel.“ Selfyssingurinn marksækni fer ekkert leynt með að markmið hans er að jafna og helst slá markametið. Hann telur sig eiga góða möguleika á því. „Það er búið að ganga vel og hefur verið stöðugleiki í mínum leik. Ég hef skorað tvær þrennur upp á síðkastið og ég er því líklegur til alls. Ég er nánast að skora í hverjum leik þannig að þetta er góður möguleiki,“ segir Viðar en lið hans hefur skorað næstflest mörk allra liða í deildinni eða marki minna en topplið Molde sem Viðar og félagar mæta í dag. Vörnin hefur aftur á móti ekki verið eins öflug og því er liðið í sjötta sæti deildarinnar. „Ef hún væri betri þá værum við í efstu þremur sætunum. Við komumst 5-2 yfir í leik um daginn en hitt liðið jafnaði í 5-5 á fimmtán mínútum. Fólk er í það minnsta að fá vel fyrir peninginn er það horfir á okkur spila,“ segir Viðar og hlær við.Hætti að hugsa um þetta Spilamennska hans í Noregi hefur ekki farið fram hjá útsendurum um alla Evrópu og er líklegra en ekki að hann yfirgefi Vålerenga í janúar. „Ég hef alveg fundið fyrir áhuganum en er ekkert að velta mér of mikið upp úr því. Ef eitthvað gerist þá gerist það líklega hratt. Það mun samt líklegast ekkert gerast fyrr en í janúar. Ég pældi mikið í þessu í sumar en þá skoraði ég ekki í þremur leikjum í röð. Þá hætti ég að hugsa um þessa hluti og þá fór aftur að ganga of vel. Ég vil því ekki vera að skipta mér mikið af þessu en ég veit að ef ég stend mig vel þá verður eitthvað spennandi í boði.“ Félög víða í Evrópu hafa gert tilboð í Viðar en það sem færri vita er að það kom áhugavert tilboð í hann frá liði í Kína. „Ég vissi af þeim áhuga en ég veit ekki hvar það stendur. Það yrði skrítið að fara þangað en örugglega spennandi,“ segir Viðar en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins myndi Viðar fá í það minnsta helmingi betri samning þar en ef hann semdi við lið í Evrópu.Skoða allt með opnum huga „Maður hefur heyrt af því að það sé mikið af peningum í boði þar. Maður veit aldrei hvað maður gerir. Ég skoða allt sem er spennandi með opnum huga.“ Framherjinn er orðinn 24 ára gamall og hann segir líka skipta máli að velja rétt. „Ef maður tekur rangt skref þá getur það eyðilagt ýmislegt. Ég er samt ekki það gamall að ég ætti kannski möguleika á að koma aftur inn einhvers staðar. Ég myndi samt skoða Kína eins og hvað annað. Maður veit aldrei.“
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn