Áburðarverksmiðja taka tvö Atli Fannar Bjarkason skrifar 18. september 2014 07:00 Eitt stærsta verkefni stjórnvalda er að halda ungu fólki á landinu og að sannfæra námsmenn erlendis um að á Íslandi bíði þeirra viðunandi framtíð. Ég segi viðunandi vegna þess að það er ekki hægt að stýra öllu. Veðrið hlýtur til dæmis að hafa áhrif á ákvarðanatöku læknanema í Árósum þegar sumarið á Íslandi er álíka heitt og nýjasta lagið með Coolio. Taktleysi er ágætlega skilgreint þannig að þingmaður leggur fram þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin láti kanna hagkvæmni þess að reisa áburðarverksmiðju. Tillagan er svo vond að annar þingmaður, sem kvittaði undir sömu tillögu í fyrra, gerir það ekki nú vegna þess að hann kynnti sér málið. Tillagan er svo vond að þegar kanína í Elliðaárdalnum frétti af henni risti hún sig á hol. Ungt fólk menntar sig meira en áður. Þar af leiðandi verður krafan um störf sem krefjast meiri menntunar fyrirferðarmeiri. Ef takmarkið er raunverulega að vekja ungum Íslendingum von í brjósti um að stjórnvöld ætli sér að skapa þeim tækifæri og atvinnuöryggi í framtíðinni má til dæmis setja meiri pening í nýsköpun. Bara hugmynd. Annars snýst þetta hvorki um áburðarverksmiðjur eða fólk sem hefur áhuga á að starfa í áburðarverksmiðjum. Þetta snýst ekki einu sinni um að við erum að borga manni laun sem telur að 150 til 200 framtíðarstörf réttlæti fjárfestingu upp á 120 milljarða. Það eina sem skiptir máli í þessu er að Þorsteinn Sæmundsson borðar í besta mötuneyti landsins milli þess sem hann leggur fram tillögur um að land sem ræktar ekki bara sveppi á umferðareyjum, heldur líka á spítölum, kanni hvort það sé hagkvæmt að reisa og reka verksmiðju. Við Þorstein vil ég segja: Taktu þessa áburðarverksmiðju og troddu henni upp í sjötta áratuginn á þér. Ef áburðarverksmiðja er sniðugur fjárfestingarkostur máttu reisa hana sjálfur, mala þitt gull og greiða af því skatt. Og í Guðs bænum, taktu þinn tíma í verkefnið, kallaðu inn varamann og hættu að sóa tíma okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Eitt stærsta verkefni stjórnvalda er að halda ungu fólki á landinu og að sannfæra námsmenn erlendis um að á Íslandi bíði þeirra viðunandi framtíð. Ég segi viðunandi vegna þess að það er ekki hægt að stýra öllu. Veðrið hlýtur til dæmis að hafa áhrif á ákvarðanatöku læknanema í Árósum þegar sumarið á Íslandi er álíka heitt og nýjasta lagið með Coolio. Taktleysi er ágætlega skilgreint þannig að þingmaður leggur fram þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin láti kanna hagkvæmni þess að reisa áburðarverksmiðju. Tillagan er svo vond að annar þingmaður, sem kvittaði undir sömu tillögu í fyrra, gerir það ekki nú vegna þess að hann kynnti sér málið. Tillagan er svo vond að þegar kanína í Elliðaárdalnum frétti af henni risti hún sig á hol. Ungt fólk menntar sig meira en áður. Þar af leiðandi verður krafan um störf sem krefjast meiri menntunar fyrirferðarmeiri. Ef takmarkið er raunverulega að vekja ungum Íslendingum von í brjósti um að stjórnvöld ætli sér að skapa þeim tækifæri og atvinnuöryggi í framtíðinni má til dæmis setja meiri pening í nýsköpun. Bara hugmynd. Annars snýst þetta hvorki um áburðarverksmiðjur eða fólk sem hefur áhuga á að starfa í áburðarverksmiðjum. Þetta snýst ekki einu sinni um að við erum að borga manni laun sem telur að 150 til 200 framtíðarstörf réttlæti fjárfestingu upp á 120 milljarða. Það eina sem skiptir máli í þessu er að Þorsteinn Sæmundsson borðar í besta mötuneyti landsins milli þess sem hann leggur fram tillögur um að land sem ræktar ekki bara sveppi á umferðareyjum, heldur líka á spítölum, kanni hvort það sé hagkvæmt að reisa og reka verksmiðju. Við Þorstein vil ég segja: Taktu þessa áburðarverksmiðju og troddu henni upp í sjötta áratuginn á þér. Ef áburðarverksmiðja er sniðugur fjárfestingarkostur máttu reisa hana sjálfur, mala þitt gull og greiða af því skatt. Og í Guðs bænum, taktu þinn tíma í verkefnið, kallaðu inn varamann og hættu að sóa tíma okkar.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun