Matthías: Þetta er alveg hundleiðinlegt Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. ágúst 2014 07:00 Matthías verður frá næstu vikurnar. Mynd/ikstart.no „Ég er alveg í tómu tjóni,“ segir Matthías Vilhjálmsson, knattspyrnumaður með Start í norsku úrvalsdeildinni, í samtali við Fréttablaðið, en Ísfirðingurinn verður frá næstu vikur vegna meiðsla. „Síðustu vikur er ég búinn að vera með næstum klofinn hryggjarlið neðarlega í bakinu. Ég hef ekkert náð mér alveg af þessu,“ segir Matthías sem hefur spilað meira og minna meiddur allt tímabilið en nú verður hann að segja stopp. „Ég verð að hvíla í einhvern tíma. Ég er búinn að vera að þjösnast á þessu, en það er til dæmis ekkert sérstaklega þægilegt að hoppa upp í skallaeinvígi. Það er bara ekkert vit í því að vera að spila núna. Þetta er ekki gaman, en svona er þetta. Það eru margir mikilvægir leikir hjá okkur í haust sem ég stefni á að ná,“ segir Matthías. FH-ingurinn fyrrverandi fór frábærlega af stað á fyrstu tveimur tímabilum sínum með Start. Hann skoraði 18 mörk í 30 leikjum er liðið vann 1. deildina fyrir tveimur árum og fylgdi því eftir með ellefu mörkum í 25 leikjum í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Nú hefur hann spilað fjórtán leiki og skorað tvö mörk. En meiðsli hafa hrjáð hann alla leiktíðina. „Maður á ekkert að vera að afsaka sig svona, en þetta byrjaði strax á undirbúningstímabilinu. Þá meiddi ég mig í ökklanum, svo meiddist ég á hné og nú þetta. Þetta er alveg hundleiðinlegt. Það er því miður ekkert víst að hvíldin virki. Kannski þarf ég að fara í uppskurð á endanum. En þangað til er betra að ég hvíli en að hafa mig joggandi inni á vellinum,“ segir Matthías. Hann vonast til að missa ekki af nema tveimur næstu leikjum Start; á móti Odd og Sogndal. Í lok mánaðar er svo tveggja vikna landsleikjahlé sem Matthías ætlar að nýta sér. „Ég efast um að ég nái leiknum gegn Sogndal, en ég stefni að því að vera klár eftir pásuna. Það versta er, að ég get bara ekkert sagt til um hvenær ég verð klár.“ -tom Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Í beinni: Pólland - Ísland | Mæta heimaliðinu í magnaðri stemningu Körfubolti Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Feðgarnir slógust eftir leik Sport „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Íslenski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Íslendingar hita upp í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Í beinni: Rayo Vallecano - Barcelona | Snúið próf fyrir Börsunga Í beinni: Fram - Valur | Tæp staða toppliðsins Í beinni: Víkingur - Breiðablik | Risaleikur í Fossvogi Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Sjá meira
„Ég er alveg í tómu tjóni,“ segir Matthías Vilhjálmsson, knattspyrnumaður með Start í norsku úrvalsdeildinni, í samtali við Fréttablaðið, en Ísfirðingurinn verður frá næstu vikur vegna meiðsla. „Síðustu vikur er ég búinn að vera með næstum klofinn hryggjarlið neðarlega í bakinu. Ég hef ekkert náð mér alveg af þessu,“ segir Matthías sem hefur spilað meira og minna meiddur allt tímabilið en nú verður hann að segja stopp. „Ég verð að hvíla í einhvern tíma. Ég er búinn að vera að þjösnast á þessu, en það er til dæmis ekkert sérstaklega þægilegt að hoppa upp í skallaeinvígi. Það er bara ekkert vit í því að vera að spila núna. Þetta er ekki gaman, en svona er þetta. Það eru margir mikilvægir leikir hjá okkur í haust sem ég stefni á að ná,“ segir Matthías. FH-ingurinn fyrrverandi fór frábærlega af stað á fyrstu tveimur tímabilum sínum með Start. Hann skoraði 18 mörk í 30 leikjum er liðið vann 1. deildina fyrir tveimur árum og fylgdi því eftir með ellefu mörkum í 25 leikjum í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Nú hefur hann spilað fjórtán leiki og skorað tvö mörk. En meiðsli hafa hrjáð hann alla leiktíðina. „Maður á ekkert að vera að afsaka sig svona, en þetta byrjaði strax á undirbúningstímabilinu. Þá meiddi ég mig í ökklanum, svo meiddist ég á hné og nú þetta. Þetta er alveg hundleiðinlegt. Það er því miður ekkert víst að hvíldin virki. Kannski þarf ég að fara í uppskurð á endanum. En þangað til er betra að ég hvíli en að hafa mig joggandi inni á vellinum,“ segir Matthías. Hann vonast til að missa ekki af nema tveimur næstu leikjum Start; á móti Odd og Sogndal. Í lok mánaðar er svo tveggja vikna landsleikjahlé sem Matthías ætlar að nýta sér. „Ég efast um að ég nái leiknum gegn Sogndal, en ég stefni að því að vera klár eftir pásuna. Það versta er, að ég get bara ekkert sagt til um hvenær ég verð klár.“ -tom
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Í beinni: Pólland - Ísland | Mæta heimaliðinu í magnaðri stemningu Körfubolti Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Feðgarnir slógust eftir leik Sport „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Íslenski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Íslendingar hita upp í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Í beinni: Rayo Vallecano - Barcelona | Snúið próf fyrir Börsunga Í beinni: Fram - Valur | Tæp staða toppliðsins Í beinni: Víkingur - Breiðablik | Risaleikur í Fossvogi Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki