Sniðugar uppskriftir frá Sollu 9. ágúst 2014 09:00 Solla á Gló deilir með lesendum Vísis nokkrum sniðugum uppskriftum. Doppóttar lummur 2 dl spelt ½ dl tröllahafrar ½ dl möluð chiafræ (möluð í kryddkvörn) 1 tsk. vínsteinslyftiduft 1 tsk. vanilla ½ tsk. kanill ¼ salt 2½ dl möndlumjólk eða hrísmjólk 2 msk. kókosolía eða önnur góð olía 2 msk. útbleytt chiafræ (¼ fræ, ¾ vatn) Hrærið öllu saman í skál eða í hrærivél, látið standa í 5-10 mín áður en byrjað er að baka. Ausið deiginu í litlum skömmtum á heita pönnu og steikið þar til gyllt á hvorri hlið. Vísir/Getty Grænkálssnakk Dressing: 2 dl kasjúhnetur 1½ dl vatn 2-3 msk. sítrónusafi 1 msk. næringarger 2 tsk. laukduft 1 stk. hvítlauksrif, pressað 2-3 döðlur smá biti ferskur chili piparSnakk: 300 g grænkál Setjið kasjúhneturnar í blandara, bætið vatninu út í og blandið í svona hálfa mínútu Bætið restinni af uppskriftinni í blandarann og blandið þar til þetta er orðið silkimjúkt. Skolið og þerrið kálið, og rífið það af stönglinum (látið stöngulinn á safnhauginn eða geymið hann í græna djúsinn), tætið svo kálið niður í passlega bita. Veltið upp úr dressingu, raðið á bökunarpappír í ofnskúffu og þurrkið við 170°C + blástur þar til kálið er orðið brakandi þurrt. Vísir/Getty Möndlunúttella 2 bollar ristaðar möndlur (ristaðar í ofni við 175°C í 15 mín) 1½ msk. kakóduft 1½ msk. kókospálmasykur smá salt 1 msk. kókosolía ef þarf Byrjið á að setja möndlurnar í kraftmikinn blandara/matvinnsluvél og breytið þeim í smjör*. Bætið restinni af uppskriftinni út í og klárið að blanda. *Getur verið gott að stoppa nokkrum sinnum og skafa niður með hliðunum. Þetta getur tekið allt að 10 mínútur. Má setja smá olíu (ólífuolíu eða aðra kaldpressaða góða) til að hjálpa til við að breyta möndlunum í „smjör“. Dögurður Morgunmatur Uppskriftir Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið
Solla á Gló deilir með lesendum Vísis nokkrum sniðugum uppskriftum. Doppóttar lummur 2 dl spelt ½ dl tröllahafrar ½ dl möluð chiafræ (möluð í kryddkvörn) 1 tsk. vínsteinslyftiduft 1 tsk. vanilla ½ tsk. kanill ¼ salt 2½ dl möndlumjólk eða hrísmjólk 2 msk. kókosolía eða önnur góð olía 2 msk. útbleytt chiafræ (¼ fræ, ¾ vatn) Hrærið öllu saman í skál eða í hrærivél, látið standa í 5-10 mín áður en byrjað er að baka. Ausið deiginu í litlum skömmtum á heita pönnu og steikið þar til gyllt á hvorri hlið. Vísir/Getty Grænkálssnakk Dressing: 2 dl kasjúhnetur 1½ dl vatn 2-3 msk. sítrónusafi 1 msk. næringarger 2 tsk. laukduft 1 stk. hvítlauksrif, pressað 2-3 döðlur smá biti ferskur chili piparSnakk: 300 g grænkál Setjið kasjúhneturnar í blandara, bætið vatninu út í og blandið í svona hálfa mínútu Bætið restinni af uppskriftinni í blandarann og blandið þar til þetta er orðið silkimjúkt. Skolið og þerrið kálið, og rífið það af stönglinum (látið stöngulinn á safnhauginn eða geymið hann í græna djúsinn), tætið svo kálið niður í passlega bita. Veltið upp úr dressingu, raðið á bökunarpappír í ofnskúffu og þurrkið við 170°C + blástur þar til kálið er orðið brakandi þurrt. Vísir/Getty Möndlunúttella 2 bollar ristaðar möndlur (ristaðar í ofni við 175°C í 15 mín) 1½ msk. kakóduft 1½ msk. kókospálmasykur smá salt 1 msk. kókosolía ef þarf Byrjið á að setja möndlurnar í kraftmikinn blandara/matvinnsluvél og breytið þeim í smjör*. Bætið restinni af uppskriftinni út í og klárið að blanda. *Getur verið gott að stoppa nokkrum sinnum og skafa niður með hliðunum. Þetta getur tekið allt að 10 mínútur. Má setja smá olíu (ólífuolíu eða aðra kaldpressaða góða) til að hjálpa til við að breyta möndlunum í „smjör“.
Dögurður Morgunmatur Uppskriftir Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið