Norska ríkisolíufélagið Statoil tilkynnti í gær að ekki hefði fundist nægt magn nýtanlegrar olíu í holum sem boraðar voru á Hoop-svæðinu svokallaða síðasta sumar.
Svæðið er í Barentshafi og eru tvær holnanna nyrstu olíubrunnar sögunnar, um 300 kílómetra norður af meginlandi Noregs.
Samkvæmt AP kom ekki fram í tilkynningu Statoil hvort félagið hygðist halda borunum áfram að ári.
Ekki næg olía í nyrstu olíubrunnum heims

Tengdar fréttir

Engin olía í nyrstu holu norðurslóða
Borpallur Statoil, sem liðsmenn Greenpeace hlekkjuðu sig við í Barentshafi í síðasta mánuði, fann enga olíu.

Grænfriðungar í aðgerðum gegn Statoil í Barentshafi
Hópur aðgerðarsinna frá Greenpeace-samtökunum klifraði í morgun um borð í borpall á vegum Statoil í Barentshafi.

Statoil borar nyrstu brunna Norðurslóða
Tvær holur sem norska ríkisolíufélagið Statoil borar í vor í Barentshafi á svokölluðu Hoop-svæði, um 350 kílómetra norðan Hammerfest, verða nyrstu olíubrunnar á jörðinni til þessa.