Þurfa að spila úrslitaleik bikarkeppninnar á útivelli Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. ágúst 2014 06:00 Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari kvennaliðs Kristianstad. Vísir/Daníel „Þessu fylgir alltaf sama góða tilfinningin – það er því miður bara alltof langt síðan ég upplifði þetta,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari kvennaliðs Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, við Fréttablaðið um bikarúrslitaleikinn gegn Linköping í kvöld. „Ég hef ekki verið mikið í úrslitaleikjunum síðan ég flutti til Svíþjóðar,“ segir hún og hlær við, en Elísabet bjó til nær ósigrandi Valslið sem varð Íslandsmeistari þrisvar í röð og tvisvar til viðbótar undir stjórn aðstoðarþjálfara hennar, Freys Alexanderssonar, eftir að hún fór út. „Það eru alveg átta ár síðan ég vann bikarúrslitaleik þannig að það er tími til kominn,“ bætir hún við. Kristianstad mætir sem fyrr segir Linköping, sem er fyrir fram talið sterkari aðilinn. Leið Kristianstad í úrslitin hefur þó verið flott, en það vann næstbesta lið deildarinnar, KIF Örebro, í undanúrslitum. „Við erum lítið félag á sænskan mælikvarða og þetta er stærsti leikur sem okkar félag hefur spilað. Örebro vann Rosengård í átta liða úrslitum, en við áttum góðan leik í undanúrslitum og unnum þær. Það er alltaf skemmtilegra að komast í úrslit með því að vinna góð lið á leiðinni,“ segir Elísabet. Hvernig metur hún möguleika sinna stúlkna? „Bikarúrslitaleikur er alltaf bikarúrslitaleikur. Mín upplifun er að leikmenn gefa alltaf meira en þeir eiga í þannig leik þannig að möguleikarnir hljóta að teljast jafnir fyrir bæði lið. Linköping er samt sterkara á pappírnum.“ Sif Atladóttir, Elísa Viðarsdóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir eru á mála hjá Kristianstad og leika lykilhlutverk hjá liðinu. Þá var markavélin Margrét Lára Viðarsdóttir í herbúðum Kristianstad áður en hún tók sér frí vegna barneigna. „Þær eru allar búnar að standa sig mjög vel. Við erum að spila varnarleikinn vel og halda hreinu í helmingi leikjanna í deildinni. En eftir að við misstum Margréti erum við að skora of lítið. Sif verður svo ekki með í bikarúrslitunum vegna meiðsla. Það er nánast öruggt,“ segir Elísabet. Svíar hafa lengi þótt sérstakir þegar kemur að mótafyrirkomulagi og engin breyting er á því þegar kemur að bikarúrslitaleiknum á morgun. Hann fer nefnilega fram á heimavelli Linköping. Ástæðan? „Þetta er þannig að liðið sem hefur spilað færri heimaleiki á leiðinni í úrslitin fær heimaleik. Liðin spiluðu jafnmarga heimaleiki þannig að það var kastað upp á þetta,“ segir Elísabet, en Linköping er um fjögurra tíma keyrsla frá Kristianstad. „Þetta er svolítið kjánalegt. Við reiknum því miður ekki með neitt mörgum frá okkur á leiknum, en vonumst eftir svona 100 manns.“ Leikinn má sjá í beinni útsendingu á sænska ríkissjónvarpinu í kvöld, en hann hefst klukkan 17.00. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Sport Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira
„Þessu fylgir alltaf sama góða tilfinningin – það er því miður bara alltof langt síðan ég upplifði þetta,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari kvennaliðs Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, við Fréttablaðið um bikarúrslitaleikinn gegn Linköping í kvöld. „Ég hef ekki verið mikið í úrslitaleikjunum síðan ég flutti til Svíþjóðar,“ segir hún og hlær við, en Elísabet bjó til nær ósigrandi Valslið sem varð Íslandsmeistari þrisvar í röð og tvisvar til viðbótar undir stjórn aðstoðarþjálfara hennar, Freys Alexanderssonar, eftir að hún fór út. „Það eru alveg átta ár síðan ég vann bikarúrslitaleik þannig að það er tími til kominn,“ bætir hún við. Kristianstad mætir sem fyrr segir Linköping, sem er fyrir fram talið sterkari aðilinn. Leið Kristianstad í úrslitin hefur þó verið flott, en það vann næstbesta lið deildarinnar, KIF Örebro, í undanúrslitum. „Við erum lítið félag á sænskan mælikvarða og þetta er stærsti leikur sem okkar félag hefur spilað. Örebro vann Rosengård í átta liða úrslitum, en við áttum góðan leik í undanúrslitum og unnum þær. Það er alltaf skemmtilegra að komast í úrslit með því að vinna góð lið á leiðinni,“ segir Elísabet. Hvernig metur hún möguleika sinna stúlkna? „Bikarúrslitaleikur er alltaf bikarúrslitaleikur. Mín upplifun er að leikmenn gefa alltaf meira en þeir eiga í þannig leik þannig að möguleikarnir hljóta að teljast jafnir fyrir bæði lið. Linköping er samt sterkara á pappírnum.“ Sif Atladóttir, Elísa Viðarsdóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir eru á mála hjá Kristianstad og leika lykilhlutverk hjá liðinu. Þá var markavélin Margrét Lára Viðarsdóttir í herbúðum Kristianstad áður en hún tók sér frí vegna barneigna. „Þær eru allar búnar að standa sig mjög vel. Við erum að spila varnarleikinn vel og halda hreinu í helmingi leikjanna í deildinni. En eftir að við misstum Margréti erum við að skora of lítið. Sif verður svo ekki með í bikarúrslitunum vegna meiðsla. Það er nánast öruggt,“ segir Elísabet. Svíar hafa lengi þótt sérstakir þegar kemur að mótafyrirkomulagi og engin breyting er á því þegar kemur að bikarúrslitaleiknum á morgun. Hann fer nefnilega fram á heimavelli Linköping. Ástæðan? „Þetta er þannig að liðið sem hefur spilað færri heimaleiki á leiðinni í úrslitin fær heimaleik. Liðin spiluðu jafnmarga heimaleiki þannig að það var kastað upp á þetta,“ segir Elísabet, en Linköping er um fjögurra tíma keyrsla frá Kristianstad. „Þetta er svolítið kjánalegt. Við reiknum því miður ekki með neitt mörgum frá okkur á leiknum, en vonumst eftir svona 100 manns.“ Leikinn má sjá í beinni útsendingu á sænska ríkissjónvarpinu í kvöld, en hann hefst klukkan 17.00.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Sport Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira