Besta bökunarblogg ársins 2014 Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 18. júlí 2014 14:30 Sarah Kieffer stofnaði bloggið The Vanilla Bean Blog einfaldlega vegna þess að hún elskar að baka. Hún er sjálflærður bakari en hefur viðað að sér reynslu og þekkingu með því að vinna í ýmsum bakaríum í Minneapolis í Bandaríkjunum. The Vanilla Bean Blog var valið besta bökunar- og eftirréttablogg ársins 2014 af lesendum vefsíðunnar Saveur en Sarah sjálf segir að hún hafi ekki viljað að bloggið innihéldi aðeins fullt af uppskriftum. Hún vildi búa til arfleifð fyrir fjölskyldu sína því þegar hún gekk með blogghugmyndina í maganum gerði hún sér grein fyrir því að fjölskylda hennar ætti engar matarminningar. Sarah á tvö börn og þau eru drifkraftur hennar. Hún vill skilja eitthvað eftir fyrir þau og einnig skapa minningar tengdar mat fyrir fjölskyldu sína. Það er því skemmtilegt að gramsa í blogginu hennar því oftar en ekki fléttast skemmtilegar fjölskyldusögur inn í matarfróðleik og uppskriftir. Samfélagsmiðlar Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið
Sarah Kieffer stofnaði bloggið The Vanilla Bean Blog einfaldlega vegna þess að hún elskar að baka. Hún er sjálflærður bakari en hefur viðað að sér reynslu og þekkingu með því að vinna í ýmsum bakaríum í Minneapolis í Bandaríkjunum. The Vanilla Bean Blog var valið besta bökunar- og eftirréttablogg ársins 2014 af lesendum vefsíðunnar Saveur en Sarah sjálf segir að hún hafi ekki viljað að bloggið innihéldi aðeins fullt af uppskriftum. Hún vildi búa til arfleifð fyrir fjölskyldu sína því þegar hún gekk með blogghugmyndina í maganum gerði hún sér grein fyrir því að fjölskylda hennar ætti engar matarminningar. Sarah á tvö börn og þau eru drifkraftur hennar. Hún vill skilja eitthvað eftir fyrir þau og einnig skapa minningar tengdar mat fyrir fjölskyldu sína. Það er því skemmtilegt að gramsa í blogginu hennar því oftar en ekki fléttast skemmtilegar fjölskyldusögur inn í matarfróðleik og uppskriftir.
Samfélagsmiðlar Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið