Skálholtskirkja sökk ekki! Jónas Sen skrifar 1. júlí 2014 12:30 Ensemble Villancico. „Söngvararnir tjáðu sig með öllum líkamanum. Látbragðið var fullkomlega í anda hvers lags, söng- og leikgleðin bókstaflega geislaði af fólkinu. Hvílík skemmtun!“ Mynd/Úr einkasafni Tónlist: Ensemble Villancico Stjórnandi Peter Pontvik Barokktónlist frá Ekvador á upphafstónleikum Sumartónleika í Skálholti sunnudaginn 29. júní. Ef eitthvað væri að marka þjóðsöguna um dansinn í Hruna, væri Skáholtskirkja nú sokkin og aðeins ýlfur og gaul að heyra úr jörðinni. Sagan er í örstuttu máli þannig að drykkfelldur prestur hélt ávallt miklar skemmtanir í kirkjunni í Hruna í Árnessýslu á jólanótt. Þar var viðhaft ósæmilegt athæfi, dansað, drukkið og spilað. Djöfullinn sjálfur kom á endanum í heimsókn og tók kirkjuna með sér niður til heljar. Kannski er ástæðan fyrir því að Skálholtskirkja stendur enn sú, að þótt dansinn hafi dunað þar á sunnudagskvöldið, var a.m.k. engin drykkja. Tónleikagestir voru bláedrú, en þeir skemmtu sér engu að síður greinilega vel. Sumartónleikar í Skálholti hófust á sunnudagskvöldið. Dagskráin var óvenju vegleg, en tónleikaröðin er haldin í fertugasta sinn í ár. Röðin hefst venjulega í lok júní og stendur í nokkrar vikur með tónleikum um helgar. Á laugardögum eru yfirleitt tvennir tónleikar, klukkan þrjú og fimm, en á milli er klukkustundar langt hlé. Þá er hægt að gæða sér á einhverju besta hlaðborði sem hægt er að hugsa sér, en það er að mestu held ég samkvæmt uppskriftum frá fyrri öldum. Oft hafa íslensk tónverk verið frumflutt í Skálholti, en dagskráin núna var helguð öðru. Norski tónlistarhópurinn Ensemble Villancico flutti barokktónlist (þ.e.a.s. frá sautjándu til miðrar átjándu aldar) frá Ekvador, megnið af henni eftir lítt þekkt tónskáld. Inn á milli var heimsfrumflutningur á lögum úr gömlu handriti sem var uppgötvað fyrir tíu árum í klaustri í bænum Ibarra í Ekvador. Það var Peter Pontvik, stjórnandi hópsins, sem rakst á handritið þegar hann var í rannsóknarleiðangri. Þetta eitt og sér gerði tónleikana einstaka. En þar fyrir utan er býsna sjaldgæft, a.m.k. hér á landi, að heyra barokktónlist frá öðru svæði en Mið-Evrópu. Athyglisvert var að upplifa hve meira að segja trúarleg tónlist var frjálsleg og alþýðleg þarna syðra, eitthvað annað en maður á að venjast frá Bach, Vivaldi og öðrum samtíma meisturum. Tónlistin var sungin og undir var leikið á hefðbundin barokkhljóðfæri. Það var semball, reyndar svonefndur virginall, gamba – forfaðir sellósins, gítar, ýmiss konar trommur og flautur, auk þess sem kastaníettur komu fyrir á áberandi stöðum. Og dans var stiginn, undurfagurt par tók dansspor í nokkrum atriðum dagskrárinnar, og það var svo glæsilegt og mikið augnayndi að fólk tók andköf. Dansinn var skemmtilega ærslafenginn eins og títt var í gamla daga, ólíkt því sem margir halda. Parið hoppaði og dillaði fótunum í loftinu, sveiflaði sér í hringi og gerði alls konar hreyfingar með höndunum. Ég man ekki eftir annarri eins upplifun í Skálholtskirkju (sjá sýnishorn á jonas-sen.com). Það var samt ekki bara dansinn sem var málið. Hljóðfæraleikurinn var framúrskarandi, og kórsöngurinn var svo einlægur og lifandi að það var einfaldlega frábært. Söngurinn var tær og í prýðilegu jafnvægi, kraftmikill en líka blíður þegar við átti. Velflestir kórmeðlimir sungu einhvern einsöng inni á milli og voru misgóðir eins og gengur þegar kór er annars vegar. En það skipti engu og gerði upplifunina bara fjölbreytilegri. Hver söngvari hafði sinn sérstaka karakter, hver rödd sinn eigin lit. Og innlifunin var svo mikil, söngvararnir tjáðu sig með öllum líkamanum. Látbragðið var fullkomlega í anda hvers lags, söng- og leikgleðin bókstaflega geislaði af fólkinu. Hvílík skemmtun!Niðurstaða: Sumartónleikaröðin í Skálholti hefur sennilega aldrei byrjað eins glæsilega og nú. Gagnrýni Mest lesið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist: Ensemble Villancico Stjórnandi Peter Pontvik Barokktónlist frá Ekvador á upphafstónleikum Sumartónleika í Skálholti sunnudaginn 29. júní. Ef eitthvað væri að marka þjóðsöguna um dansinn í Hruna, væri Skáholtskirkja nú sokkin og aðeins ýlfur og gaul að heyra úr jörðinni. Sagan er í örstuttu máli þannig að drykkfelldur prestur hélt ávallt miklar skemmtanir í kirkjunni í Hruna í Árnessýslu á jólanótt. Þar var viðhaft ósæmilegt athæfi, dansað, drukkið og spilað. Djöfullinn sjálfur kom á endanum í heimsókn og tók kirkjuna með sér niður til heljar. Kannski er ástæðan fyrir því að Skálholtskirkja stendur enn sú, að þótt dansinn hafi dunað þar á sunnudagskvöldið, var a.m.k. engin drykkja. Tónleikagestir voru bláedrú, en þeir skemmtu sér engu að síður greinilega vel. Sumartónleikar í Skálholti hófust á sunnudagskvöldið. Dagskráin var óvenju vegleg, en tónleikaröðin er haldin í fertugasta sinn í ár. Röðin hefst venjulega í lok júní og stendur í nokkrar vikur með tónleikum um helgar. Á laugardögum eru yfirleitt tvennir tónleikar, klukkan þrjú og fimm, en á milli er klukkustundar langt hlé. Þá er hægt að gæða sér á einhverju besta hlaðborði sem hægt er að hugsa sér, en það er að mestu held ég samkvæmt uppskriftum frá fyrri öldum. Oft hafa íslensk tónverk verið frumflutt í Skálholti, en dagskráin núna var helguð öðru. Norski tónlistarhópurinn Ensemble Villancico flutti barokktónlist (þ.e.a.s. frá sautjándu til miðrar átjándu aldar) frá Ekvador, megnið af henni eftir lítt þekkt tónskáld. Inn á milli var heimsfrumflutningur á lögum úr gömlu handriti sem var uppgötvað fyrir tíu árum í klaustri í bænum Ibarra í Ekvador. Það var Peter Pontvik, stjórnandi hópsins, sem rakst á handritið þegar hann var í rannsóknarleiðangri. Þetta eitt og sér gerði tónleikana einstaka. En þar fyrir utan er býsna sjaldgæft, a.m.k. hér á landi, að heyra barokktónlist frá öðru svæði en Mið-Evrópu. Athyglisvert var að upplifa hve meira að segja trúarleg tónlist var frjálsleg og alþýðleg þarna syðra, eitthvað annað en maður á að venjast frá Bach, Vivaldi og öðrum samtíma meisturum. Tónlistin var sungin og undir var leikið á hefðbundin barokkhljóðfæri. Það var semball, reyndar svonefndur virginall, gamba – forfaðir sellósins, gítar, ýmiss konar trommur og flautur, auk þess sem kastaníettur komu fyrir á áberandi stöðum. Og dans var stiginn, undurfagurt par tók dansspor í nokkrum atriðum dagskrárinnar, og það var svo glæsilegt og mikið augnayndi að fólk tók andköf. Dansinn var skemmtilega ærslafenginn eins og títt var í gamla daga, ólíkt því sem margir halda. Parið hoppaði og dillaði fótunum í loftinu, sveiflaði sér í hringi og gerði alls konar hreyfingar með höndunum. Ég man ekki eftir annarri eins upplifun í Skálholtskirkju (sjá sýnishorn á jonas-sen.com). Það var samt ekki bara dansinn sem var málið. Hljóðfæraleikurinn var framúrskarandi, og kórsöngurinn var svo einlægur og lifandi að það var einfaldlega frábært. Söngurinn var tær og í prýðilegu jafnvægi, kraftmikill en líka blíður þegar við átti. Velflestir kórmeðlimir sungu einhvern einsöng inni á milli og voru misgóðir eins og gengur þegar kór er annars vegar. En það skipti engu og gerði upplifunina bara fjölbreytilegri. Hver söngvari hafði sinn sérstaka karakter, hver rödd sinn eigin lit. Og innlifunin var svo mikil, söngvararnir tjáðu sig með öllum líkamanum. Látbragðið var fullkomlega í anda hvers lags, söng- og leikgleðin bókstaflega geislaði af fólkinu. Hvílík skemmtun!Niðurstaða: Sumartónleikaröðin í Skálholti hefur sennilega aldrei byrjað eins glæsilega og nú.
Gagnrýni Mest lesið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira