Njóttu lífsins í botn! Marín Manda skrifar 27. júní 2014 10:30 Björk Varðar, stöðvarstjóri World Class Björk Varðar stöðvarstjóri í World Class gefur góð ráð fyrir heilsuna í sumar. „Við vitum að það er enginn fullkominn, ekki einu sinni fyrirsæturnar í glanstímaritunum. Við þurfum að varast að setja of mikla pressu á okkur fyrir sumarið hvað útlit varðar og alls ekki neita okkur um allt sem okkur þykir gott. Sumarið býður upp á frábæra möguleika til þess að njóta lífsins í botn.Grill er frábær eldunaraðferð, grillum í staðinn fyrir að steikja. Þar þarf enga olíu og kjötið helst áfram í sinni náttúrulegu mynd. Besta leiðin er að sótthreinsa og hita grillið vel áður en byrjað er að grilla matinn sjálfan.Trefjar. Gættu þess að borða vel af trefjaríkri fæðu, fáðu þér gróft hamborgarabrauð í staðinn fyrir fínt, skerðu niður sætar kartöflur og skelltu þeim á grillið og mundu eftir grænmetinu.Vatn. Drekktu vel af vatni, gömul saga og ný. Þetta er eitt af því sem er ekki er hægt að deila um hvort sé nauðsynlegt eða ekki. Vatn er besti drykkurinn fyrir mannslíkamann enda erum við um 70% vatn.Göngum í staðinn fyrir að keyra. Ertu í sumarfríi og þarftu að fara út í búð? Sláðu tvær flugur í einu höggi, njóttu þess að vera úti á hreyfingu og keyptu inn í leiðinni. Það að halda á burðarpokanum á leiðinni heim úr búðinni er ein tegund af styrktaræfingu í bland við þolþjálfun og hún er alveg ókeypis.Farðu í sund í sólinni.Í sundi færðu meira magn af D-vítamíni, verður útitekinn/sællegur með öðrum hætti en að liggja á sólbekkjum þar sem vafasamir útfjólubláir geislar ráðast á húðina.Sólarvörn. Notaðu sólarvörn, jafnvel þótt það sé ekki sól. Hún er til staðar en bak við skýin. Sólin er sterkari en þú heldur og það er auðvelt að brenna eða skaða húðina ef við erum ekki dugleg að verja hana. Tala nú ekki um þegar farið er í fjallgöngur og útilegur þar sem útiveran er gríðarlega mikil. Húðin er stærsta líffæri líkamans, þetta er annað atriði sem ekki er hægt að deila um hvort sé rétt eða rangt. Njótum lífsins og brosum. Heilsa Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið
Björk Varðar stöðvarstjóri í World Class gefur góð ráð fyrir heilsuna í sumar. „Við vitum að það er enginn fullkominn, ekki einu sinni fyrirsæturnar í glanstímaritunum. Við þurfum að varast að setja of mikla pressu á okkur fyrir sumarið hvað útlit varðar og alls ekki neita okkur um allt sem okkur þykir gott. Sumarið býður upp á frábæra möguleika til þess að njóta lífsins í botn.Grill er frábær eldunaraðferð, grillum í staðinn fyrir að steikja. Þar þarf enga olíu og kjötið helst áfram í sinni náttúrulegu mynd. Besta leiðin er að sótthreinsa og hita grillið vel áður en byrjað er að grilla matinn sjálfan.Trefjar. Gættu þess að borða vel af trefjaríkri fæðu, fáðu þér gróft hamborgarabrauð í staðinn fyrir fínt, skerðu niður sætar kartöflur og skelltu þeim á grillið og mundu eftir grænmetinu.Vatn. Drekktu vel af vatni, gömul saga og ný. Þetta er eitt af því sem er ekki er hægt að deila um hvort sé nauðsynlegt eða ekki. Vatn er besti drykkurinn fyrir mannslíkamann enda erum við um 70% vatn.Göngum í staðinn fyrir að keyra. Ertu í sumarfríi og þarftu að fara út í búð? Sláðu tvær flugur í einu höggi, njóttu þess að vera úti á hreyfingu og keyptu inn í leiðinni. Það að halda á burðarpokanum á leiðinni heim úr búðinni er ein tegund af styrktaræfingu í bland við þolþjálfun og hún er alveg ókeypis.Farðu í sund í sólinni.Í sundi færðu meira magn af D-vítamíni, verður útitekinn/sællegur með öðrum hætti en að liggja á sólbekkjum þar sem vafasamir útfjólubláir geislar ráðast á húðina.Sólarvörn. Notaðu sólarvörn, jafnvel þótt það sé ekki sól. Hún er til staðar en bak við skýin. Sólin er sterkari en þú heldur og það er auðvelt að brenna eða skaða húðina ef við erum ekki dugleg að verja hana. Tala nú ekki um þegar farið er í fjallgöngur og útilegur þar sem útiveran er gríðarlega mikil. Húðin er stærsta líffæri líkamans, þetta er annað atriði sem ekki er hægt að deila um hvort sé rétt eða rangt. Njótum lífsins og brosum.
Heilsa Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið