Könnukökur sem allir geta gert - UPPSKRIFTIR Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 26. júní 2014 11:30 Það er leikur einn að búa sér til köku í könnu ef löngunin í sætindi nær yfirhöndinni. Þessar uppskriftir miðast allar við eina köku og ætti hver sem er að geta hrært í svona köku á nokkrum mínútum. Ekki skemmir fyrir að þessar kökur eru líka einstaklega ljúffengar. könnukökur uppskrift matur eftirréttur Oreo-kaka ¼ bolli hvítt súkkulaði 3 msk. mjólk 4 msk. hveiti ¼ tsk. lyftiduft ½ tsk. jurtaolía 2 Oreo-kökur Blandið hvítu súkkulaði og mjólk saman í könnu sem þolir örbylgjuofn og hitið í um fjörutíu sekúndur. Hrærið vel þangað til súkkulaðið er bráðið. Bætið hveiti, lyftidufti og olíu saman við og hrærið. Myljið Oreo ofan í blönduna og hitið í örbylgjuofni í um eina mínútu. Leyfið kökunni að kólna í nokkrar mínútur áður en hún er borðuð. Fengið hér. könnukökur uppskrift matur eftirréttur Súkkulaði- og hnetusmjörskaka 3 msk. hveiti 2 msk. sykur 1½ msk. kakó ¼ tsk. lyftiduft smá salt 3 msk. mjólk 1½ msk. jurtaolía 1 msk. hnetusmjör Hrærið þurrefnum saman í könnu sem þolir örbylgjuofn. Bætið mjólk, olíu og hnetusmjöri við og hrærið vel. Hitið í örbylgjuofni í eina mínútu og tíu sekúndur. Berið strax fram. Fengið hér. könnukökur uppskrift matur eftirréttur Kaffikaka 3 msk. hveiti 2 msk. sykur 1 msk. kakó ¼ tsk. lyftiduft ¾ msk. jurta- eða kókosolía 1 msk. sterkt kaffi 2 msk. mjólk ¼ tsk. vanilludropar Blandið þurrefnum vel saman í könnu sem þolir örbylgjuofn. Bætið olíu, kaffi og vanilludropum saman við og hrærið vel saman. Hitið í örbylgjuofni í 45 sekúndur og upp í mínútu. Skreytið með flórsykri og berið fram. Fengið hér. könnukökur uppskrift matur eftirréttur Haframjöls- og Nutella-kaka 3 msk. mjólk 1 msk. ólífuolía 1 msk. sykur 3 msk. hveiti 1½ msk. haframjöl 1 msk. fínt saxaðar pecan-hnetur ¼ tsk. lyftiduft 1/8 tsk. salt ¼ tsk. kanill örlítið múskat ef vill 1 msk. Nutella Blandið mjólk, olíu og sykri saman í könnu sem þolir örbylgjuofn. Bætið hveiti við og blandið. Bætið síðan haframjöli, pecan-hnetum, lyftidufti, salti, kanil og múskati saman við og hrærið. Setjið Nutella á toppinn og hitið í örbylgjuofni í þrjátíu sekúndur, síðan í fimmtán sekúndur í senn þangað til efsta lag kökunnar er orðið þurrt. Fengið hér. Eftirréttir Kökur og tertur Súkkulaðikaka Uppskriftir Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Lífið Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Það er leikur einn að búa sér til köku í könnu ef löngunin í sætindi nær yfirhöndinni. Þessar uppskriftir miðast allar við eina köku og ætti hver sem er að geta hrært í svona köku á nokkrum mínútum. Ekki skemmir fyrir að þessar kökur eru líka einstaklega ljúffengar. könnukökur uppskrift matur eftirréttur Oreo-kaka ¼ bolli hvítt súkkulaði 3 msk. mjólk 4 msk. hveiti ¼ tsk. lyftiduft ½ tsk. jurtaolía 2 Oreo-kökur Blandið hvítu súkkulaði og mjólk saman í könnu sem þolir örbylgjuofn og hitið í um fjörutíu sekúndur. Hrærið vel þangað til súkkulaðið er bráðið. Bætið hveiti, lyftidufti og olíu saman við og hrærið. Myljið Oreo ofan í blönduna og hitið í örbylgjuofni í um eina mínútu. Leyfið kökunni að kólna í nokkrar mínútur áður en hún er borðuð. Fengið hér. könnukökur uppskrift matur eftirréttur Súkkulaði- og hnetusmjörskaka 3 msk. hveiti 2 msk. sykur 1½ msk. kakó ¼ tsk. lyftiduft smá salt 3 msk. mjólk 1½ msk. jurtaolía 1 msk. hnetusmjör Hrærið þurrefnum saman í könnu sem þolir örbylgjuofn. Bætið mjólk, olíu og hnetusmjöri við og hrærið vel. Hitið í örbylgjuofni í eina mínútu og tíu sekúndur. Berið strax fram. Fengið hér. könnukökur uppskrift matur eftirréttur Kaffikaka 3 msk. hveiti 2 msk. sykur 1 msk. kakó ¼ tsk. lyftiduft ¾ msk. jurta- eða kókosolía 1 msk. sterkt kaffi 2 msk. mjólk ¼ tsk. vanilludropar Blandið þurrefnum vel saman í könnu sem þolir örbylgjuofn. Bætið olíu, kaffi og vanilludropum saman við og hrærið vel saman. Hitið í örbylgjuofni í 45 sekúndur og upp í mínútu. Skreytið með flórsykri og berið fram. Fengið hér. könnukökur uppskrift matur eftirréttur Haframjöls- og Nutella-kaka 3 msk. mjólk 1 msk. ólífuolía 1 msk. sykur 3 msk. hveiti 1½ msk. haframjöl 1 msk. fínt saxaðar pecan-hnetur ¼ tsk. lyftiduft 1/8 tsk. salt ¼ tsk. kanill örlítið múskat ef vill 1 msk. Nutella Blandið mjólk, olíu og sykri saman í könnu sem þolir örbylgjuofn. Bætið hveiti við og blandið. Bætið síðan haframjöli, pecan-hnetum, lyftidufti, salti, kanil og múskati saman við og hrærið. Setjið Nutella á toppinn og hitið í örbylgjuofni í þrjátíu sekúndur, síðan í fimmtán sekúndur í senn þangað til efsta lag kökunnar er orðið þurrt. Fengið hér.
Eftirréttir Kökur og tertur Súkkulaðikaka Uppskriftir Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Lífið Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira