Eitthvað til að bíta í með boltanum - UPPSKRIFTIR Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 11. júní 2014 11:00 Heimsmeistaramótið í knattspyrnu hefst á morgun og um að gera að búa til dýrindissnakk sjálfur heima fyrir. Chili- og súraldinflögur 3 russet-kartöflur Ólífuolía Safi úr hálfu súraldini 1/4 tsk. rautt chiliduft sjávarsalt Hitið ofninn í 190°C. Hreinsið og skrælið kartöflur. Skerið þær í afar þunnar sneiðar. Setjið bökunarpappír á ofnplötu og burstið með olíu. Setjið kartöflusneiðarnar á plötuna, án þess þó að stafla hverri ofan á aðra. Setjið smá olíu og sjávarsalt ofan á sneiðarnar og bakið í fimmtán til tuttugu mínútur. Setjið sneiðarnar á eldhúspappír og leyfið mestu olíunni að fara úr þeim, blandið síðan súraldinsafanum og chilidufti saman við á meðan sneiðarnar eru enn heitar. Leyfið þeim að kólna áður en þær eru bornar fram. Fengið hér. Gráðaostsídýfa 1 lítill pakki rjómaostur, mjúkur 1/2 bolli fersk steinselja 1/4 bolli laukur 1/2 bolli sýrður rjómi 2 msk. hvítvínsedik 1 hvítlauksgeiri 1 tsk. sterk sósa, til dæmis Tabasco 1 tsk. sítrónubörkur 1/2 tsk. pipar 1/2 bolli niðurskorinn gráðaostur Setjið öll hráefnin nema gráðaost í matvinnsluvél og blandið vel saman. Bætið síðan gráðaostinum við og blandið létt saman. Berið fram með snakki, grænmeti eða kjúklingavængjum. Fengið hér. Partýréttir Uppskriftir Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Heimsmeistaramótið í knattspyrnu hefst á morgun og um að gera að búa til dýrindissnakk sjálfur heima fyrir. Chili- og súraldinflögur 3 russet-kartöflur Ólífuolía Safi úr hálfu súraldini 1/4 tsk. rautt chiliduft sjávarsalt Hitið ofninn í 190°C. Hreinsið og skrælið kartöflur. Skerið þær í afar þunnar sneiðar. Setjið bökunarpappír á ofnplötu og burstið með olíu. Setjið kartöflusneiðarnar á plötuna, án þess þó að stafla hverri ofan á aðra. Setjið smá olíu og sjávarsalt ofan á sneiðarnar og bakið í fimmtán til tuttugu mínútur. Setjið sneiðarnar á eldhúspappír og leyfið mestu olíunni að fara úr þeim, blandið síðan súraldinsafanum og chilidufti saman við á meðan sneiðarnar eru enn heitar. Leyfið þeim að kólna áður en þær eru bornar fram. Fengið hér. Gráðaostsídýfa 1 lítill pakki rjómaostur, mjúkur 1/2 bolli fersk steinselja 1/4 bolli laukur 1/2 bolli sýrður rjómi 2 msk. hvítvínsedik 1 hvítlauksgeiri 1 tsk. sterk sósa, til dæmis Tabasco 1 tsk. sítrónubörkur 1/2 tsk. pipar 1/2 bolli niðurskorinn gráðaostur Setjið öll hráefnin nema gráðaost í matvinnsluvél og blandið vel saman. Bætið síðan gráðaostinum við og blandið létt saman. Berið fram með snakki, grænmeti eða kjúklingavængjum. Fengið hér.
Partýréttir Uppskriftir Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira