Landið eitt sveitarfélag Snærós Sindradóttir skrifar 31. maí 2014 07:00 Við erum 326 þúsund talsins og okkur er skipt niður á 74 sveitarfélög. Ef okkur væri deilt jafnt væru öll sveitarfélög á stærð við Fjarðabyggð. Þar eru fimm grunnskólar og fimm leikskólar. Sveitarfélagið rekur þrjú hjúkrunarheimili, sér um húsnæðismál fatlaðra, sinnir heimaþjónustu og útvegar stuðningsfjölskyldur fyrir fötluð börn gjaldfrjálst. Sveitarfélagið styður við menningu og þar er úrval bæjarhátíða á hverju ári. Ég get vottað að Eistnaflug í Neskaupstað er besta þungarokkshátíð í heimi. Akrahreppur í Skagafirði er fjórtánda minnsta sveitarfélag landsins. Þar búa 208 manns sem greiða hámarksútsvar. Sveitarfélagið fær 47,5 milljónir úr jöfnunarsjóði í ár. Akrahreppur stendur traustum fótum fjárhagslega og skal nú engan undra. Grunnskólanum var lokað vegna innansveitardeilna og enginn leikskóli er rekinn þar. Aldraðir fá þó heimaþjónustu og brottfluttir námsmenn geta sótt um strætókort. Akrahreppur felldi sameiningu við önnur sveitarfélög í Skagafirði vegna þess að til voru nægir peningar. Við vitum að auðnum er misskipt í heiminum. Það snýst um svo mikla hagsmuni og svo brjálaðar peningaupphæðir að það mun taka hundruð ára að snúa þróuninni við. Ísland er hins vegar lítið og fámennt land. Einstaklingur getur verið svo óheppinn að fæðast inn í illa rekið sveitarfélag, með litla sem enga þjónustu og sveitarstjóra sem er fýlupúki. Næsti maður við hliðina býr hins vegar í sveitarfélagi þar sem allir eru í stuði, veðrið er alltaf gott og ef hann eignast fatlað barn getur hann verið viss um að fá úrvalsþjónustu. Það þykir ekki smart að tala fyrir aukinni miðstýringu. En samt. Hvaða vit er í því að reka 74 sveitarfélög fyrir nokkrar hræður? Það er engin sanngirni fólgin í því að búa „óvart“ í lélegu sveitarfélagi sem ýmist er of stórt eða of lítið til að geta sinnt öllum íbúum þess. Sveitarfélagi sem býr við það að sveitarstjórn þarsíðasta kjörtímabils fór illa með peninginn svo ekki er hægt að halda uppi grunnþjónustu. Í dag kjósum við um nærþjónustu. Sum okkar ganga inn í kjörklefann og kjósa um meira stuð. Aðrir kjósa gegn því að eina hjúkrunarheimilinu á svæðinu verði lokað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eistnaflug Snærós Sindradóttir Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Við erum 326 þúsund talsins og okkur er skipt niður á 74 sveitarfélög. Ef okkur væri deilt jafnt væru öll sveitarfélög á stærð við Fjarðabyggð. Þar eru fimm grunnskólar og fimm leikskólar. Sveitarfélagið rekur þrjú hjúkrunarheimili, sér um húsnæðismál fatlaðra, sinnir heimaþjónustu og útvegar stuðningsfjölskyldur fyrir fötluð börn gjaldfrjálst. Sveitarfélagið styður við menningu og þar er úrval bæjarhátíða á hverju ári. Ég get vottað að Eistnaflug í Neskaupstað er besta þungarokkshátíð í heimi. Akrahreppur í Skagafirði er fjórtánda minnsta sveitarfélag landsins. Þar búa 208 manns sem greiða hámarksútsvar. Sveitarfélagið fær 47,5 milljónir úr jöfnunarsjóði í ár. Akrahreppur stendur traustum fótum fjárhagslega og skal nú engan undra. Grunnskólanum var lokað vegna innansveitardeilna og enginn leikskóli er rekinn þar. Aldraðir fá þó heimaþjónustu og brottfluttir námsmenn geta sótt um strætókort. Akrahreppur felldi sameiningu við önnur sveitarfélög í Skagafirði vegna þess að til voru nægir peningar. Við vitum að auðnum er misskipt í heiminum. Það snýst um svo mikla hagsmuni og svo brjálaðar peningaupphæðir að það mun taka hundruð ára að snúa þróuninni við. Ísland er hins vegar lítið og fámennt land. Einstaklingur getur verið svo óheppinn að fæðast inn í illa rekið sveitarfélag, með litla sem enga þjónustu og sveitarstjóra sem er fýlupúki. Næsti maður við hliðina býr hins vegar í sveitarfélagi þar sem allir eru í stuði, veðrið er alltaf gott og ef hann eignast fatlað barn getur hann verið viss um að fá úrvalsþjónustu. Það þykir ekki smart að tala fyrir aukinni miðstýringu. En samt. Hvaða vit er í því að reka 74 sveitarfélög fyrir nokkrar hræður? Það er engin sanngirni fólgin í því að búa „óvart“ í lélegu sveitarfélagi sem ýmist er of stórt eða of lítið til að geta sinnt öllum íbúum þess. Sveitarfélagi sem býr við það að sveitarstjórn þarsíðasta kjörtímabils fór illa með peninginn svo ekki er hægt að halda uppi grunnþjónustu. Í dag kjósum við um nærþjónustu. Sum okkar ganga inn í kjörklefann og kjósa um meira stuð. Aðrir kjósa gegn því að eina hjúkrunarheimilinu á svæðinu verði lokað.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun