Nokkur flugfélög hafa safnað upplýsingum um loftslag í háloftunum Óli Kristján Ármannsson skrifar 14. maí 2014 07:00 Þota sett saman í einni af verksmiðjum Airbus í Toulouse í Frakklandi. Fréttablaðið/ÓKÁ Flugvélaframleiðandinn Airbus fagnaði því í byrjun vikunnar að þá voru liðin 20 ár frá fyrstu þátttöku vélar félagsins í MOZAIC-verkefninu (e. Measurement of Ozone by Airbus in-service Aircraft) þar sem farþegavélar í áætlunarflugi eru notaðar til þess að mæla meðal annars styrk ósonlagsins. Í tilkynningu félagsins segir að með þátttöku sinni vilji það undirstrika ákvörðun Airbus um að styðja við og efla vísindarannsóknir á sviði loftslagsmála. „20 árum eftir að MOZAIC-verkefnið hófst taka sjö breiðþotur Airbus (sex A340-300-vélar og ein A330-þota) þátt í mælingum á hverjum degi og um heim allan, með stuðningi flugfélaganna sem verkefnið styðja, Lufthansa, China Airlines, Air France, Iberia, Cathay Pacific og Air Namibia,“ segir í tilkynningu félagsins. Fram kemur að í dag notist öll reiknilíkön á sviði loftslagsmála og veðurfars við gögn frá MOZAIC og IAGOS-verkefninu, sem hófst 1993 til að stilla af niðurstöður sínar. „Þakka má þátttöku okkar og öflugu samstarfi við flugfélög, rannsóknarstofur og stofnanir að vísindasamfélagið hefur mun betri skilning á háloftunum og loftslagsbreytingum,“ er haft eftir Rainer Von Wrede, yfirmanni deildar hönnunar, rannsókna og þróunar hjá Airbus. Þau gögn sem safnað er, þar með taldar rauntímaupplýsingar sem notaðar eru við gerð veðurspáa og spáa um loftslag og loftgæði, eru yfirfarnar og bætt við gagnabanka MOZAIC/IAGOS, en að þeim hafa alþjóðlega vísindasamfélagið og stefnumarkandi stofnanir frjálsan aðgang. Til þessa hefur mælingum úr yfir 41.000 farþegaflugferðum verið bætt við gagnabanka MOZAIC/IAGOS frá því að fyrstu gögnin fengust úr flugi A340-þotu Air France frá Caracas til Bógótá í ágúst 1994. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Flugvélaframleiðandinn Airbus fagnaði því í byrjun vikunnar að þá voru liðin 20 ár frá fyrstu þátttöku vélar félagsins í MOZAIC-verkefninu (e. Measurement of Ozone by Airbus in-service Aircraft) þar sem farþegavélar í áætlunarflugi eru notaðar til þess að mæla meðal annars styrk ósonlagsins. Í tilkynningu félagsins segir að með þátttöku sinni vilji það undirstrika ákvörðun Airbus um að styðja við og efla vísindarannsóknir á sviði loftslagsmála. „20 árum eftir að MOZAIC-verkefnið hófst taka sjö breiðþotur Airbus (sex A340-300-vélar og ein A330-þota) þátt í mælingum á hverjum degi og um heim allan, með stuðningi flugfélaganna sem verkefnið styðja, Lufthansa, China Airlines, Air France, Iberia, Cathay Pacific og Air Namibia,“ segir í tilkynningu félagsins. Fram kemur að í dag notist öll reiknilíkön á sviði loftslagsmála og veðurfars við gögn frá MOZAIC og IAGOS-verkefninu, sem hófst 1993 til að stilla af niðurstöður sínar. „Þakka má þátttöku okkar og öflugu samstarfi við flugfélög, rannsóknarstofur og stofnanir að vísindasamfélagið hefur mun betri skilning á háloftunum og loftslagsbreytingum,“ er haft eftir Rainer Von Wrede, yfirmanni deildar hönnunar, rannsókna og þróunar hjá Airbus. Þau gögn sem safnað er, þar með taldar rauntímaupplýsingar sem notaðar eru við gerð veðurspáa og spáa um loftslag og loftgæði, eru yfirfarnar og bætt við gagnabanka MOZAIC/IAGOS, en að þeim hafa alþjóðlega vísindasamfélagið og stefnumarkandi stofnanir frjálsan aðgang. Til þessa hefur mælingum úr yfir 41.000 farþegaflugferðum verið bætt við gagnabanka MOZAIC/IAGOS frá því að fyrstu gögnin fengust úr flugi A340-þotu Air France frá Caracas til Bógótá í ágúst 1994.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira