Fínn tímapunktur til að hætta með ÍR 13. maí 2014 07:00 Nýtt starf Bjarki Sigurðsson er nú þjálfari HK. „Þetta er krefjandi verkefni, ég held að liðið komist ekkert neðar en þar sem það var á þessu tímabili,“ segir Bjarki Sigurðsson, nýráðinn þjálfari HK í Olís-deild karla í handbolta, í samtali við Fréttablaðið en Bjarki gekk frá tveggja ára samningi við Kópavogsliðið á sunnudagskvöldið. „Við hittumst á föstudaginn og ræddum málin. Svo komumst við að samkomulagi á sunnudagskvöldið. Svona staða er ekkert ný fyrir mér. Ég tók við ÍR í 1. deild þannig að maður þekkir það að vera niðri með lið og komast svo upp þannig að ég horfi bara bjartur á framtíðina hjá HK,“ segir Bjarki. HK gekk mjög illa á tímabilinu en liðið endaði langneðst í Olís-deildinni eftir mikinn leikmannamissi síðasta sumar. Það náði aðeins í þrjú stig og vann ekki nema einn leik af 21. „Það er efniviður til staðar í félaginu en það er kannski svolítið langt í einhverja. Við ætlum að keyra á ungum mönnum og styrkja það með öðrum ungum og upprennandi. Sú vinna á að vera hafin,“ segir Bjarki en skömmu eftir að tilkynnt var um samning hans tilkynntu HK-ingar að búið væri að framlengja samninga við hornamanninn Leó Snæ Pétursson og línumanninn Tryggva Tryggvason. „Það er mjög gott að halda þeim og þessum kjarna sem var þarna síðastliðinn vetur. Síðan þurfum við bara að bæta við og gera þetta að alvöru hóp.“ Bjarki hefur þjálfað ÍR undanfarin fjögur ár en hann kom liðinu upp úr 1. deildinni og festi það í sessi í úrvalsdeildinni. Liðið varð bikarmeistari í fyrra og komst aftur í bikarúrslitin í ár. Illa gekk hjá liðinu undir lok þessarar leiktíðar og fór það í tilgangslaust umspil um áframhaldandi veru í deildinni. „Þetta tímabil einkenndist af miklum meiðslum. Við vorum með einn mann meiddan í bikarúrslitunum en eftir það meiðast allt að tíu menn og þá verður þetta erfitt. Margir þeirra voru lykilmenn,“ segir Bjarki sem gengur ekki svekktur frá borði þrátt fyrir árangurinn með liðið. „Ég held að þetta hafi bara verið ágætis tímapunktur til að hætta með ÍR. Þeir sáu hagsýni í að fá Bjarna (Fritzson) fyrst að hann var á leiðinni heim og mér finnst bara sniðugt að gera hann að þjálfara. Við tókum bara sameiginlega ákvörðun um að ég myndi láta af störfum. Trúðu mér, ef ég hefði verið brjálaður yfir þessu hefði ég látið í mér heyra,“ segir Bjarki sem kveður ÍR með söknuði. „Þetta voru frábær ár hjá ÍR. Þessi klúbbur er stórkostlegur. Þarna vinnur frábært fólk á bak við tjöldin en án þess hefðum við ekkert náð svona langt. Ég kveð ÍR mjög sáttur og þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að þjálfa þetta lið,“ segir Bjarki Sigurðsson. Olís-deild karla Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Bein útsending: Arnar tilkynnir landsliðshópinn Fótbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Fleiri fréttir Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Sjá meira
„Þetta er krefjandi verkefni, ég held að liðið komist ekkert neðar en þar sem það var á þessu tímabili,“ segir Bjarki Sigurðsson, nýráðinn þjálfari HK í Olís-deild karla í handbolta, í samtali við Fréttablaðið en Bjarki gekk frá tveggja ára samningi við Kópavogsliðið á sunnudagskvöldið. „Við hittumst á föstudaginn og ræddum málin. Svo komumst við að samkomulagi á sunnudagskvöldið. Svona staða er ekkert ný fyrir mér. Ég tók við ÍR í 1. deild þannig að maður þekkir það að vera niðri með lið og komast svo upp þannig að ég horfi bara bjartur á framtíðina hjá HK,“ segir Bjarki. HK gekk mjög illa á tímabilinu en liðið endaði langneðst í Olís-deildinni eftir mikinn leikmannamissi síðasta sumar. Það náði aðeins í þrjú stig og vann ekki nema einn leik af 21. „Það er efniviður til staðar í félaginu en það er kannski svolítið langt í einhverja. Við ætlum að keyra á ungum mönnum og styrkja það með öðrum ungum og upprennandi. Sú vinna á að vera hafin,“ segir Bjarki en skömmu eftir að tilkynnt var um samning hans tilkynntu HK-ingar að búið væri að framlengja samninga við hornamanninn Leó Snæ Pétursson og línumanninn Tryggva Tryggvason. „Það er mjög gott að halda þeim og þessum kjarna sem var þarna síðastliðinn vetur. Síðan þurfum við bara að bæta við og gera þetta að alvöru hóp.“ Bjarki hefur þjálfað ÍR undanfarin fjögur ár en hann kom liðinu upp úr 1. deildinni og festi það í sessi í úrvalsdeildinni. Liðið varð bikarmeistari í fyrra og komst aftur í bikarúrslitin í ár. Illa gekk hjá liðinu undir lok þessarar leiktíðar og fór það í tilgangslaust umspil um áframhaldandi veru í deildinni. „Þetta tímabil einkenndist af miklum meiðslum. Við vorum með einn mann meiddan í bikarúrslitunum en eftir það meiðast allt að tíu menn og þá verður þetta erfitt. Margir þeirra voru lykilmenn,“ segir Bjarki sem gengur ekki svekktur frá borði þrátt fyrir árangurinn með liðið. „Ég held að þetta hafi bara verið ágætis tímapunktur til að hætta með ÍR. Þeir sáu hagsýni í að fá Bjarna (Fritzson) fyrst að hann var á leiðinni heim og mér finnst bara sniðugt að gera hann að þjálfara. Við tókum bara sameiginlega ákvörðun um að ég myndi láta af störfum. Trúðu mér, ef ég hefði verið brjálaður yfir þessu hefði ég látið í mér heyra,“ segir Bjarki sem kveður ÍR með söknuði. „Þetta voru frábær ár hjá ÍR. Þessi klúbbur er stórkostlegur. Þarna vinnur frábært fólk á bak við tjöldin en án þess hefðum við ekkert náð svona langt. Ég kveð ÍR mjög sáttur og þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að þjálfa þetta lið,“ segir Bjarki Sigurðsson.
Olís-deild karla Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Bein útsending: Arnar tilkynnir landsliðshópinn Fótbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Fleiri fréttir Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn