Evrópusambandið vill banna notkun á evrópskum nöfnum eins og Parmesan á ostum sem framleiddir eru í Bandaríkjunum. Sömu kröfur eru gerðar vegna Feta og Gruyere ostanna.
Rökin munu vera þau að bandarísku ostarnir séu aðeins skuggar af upprunalegu evrópsku ostunum, sem grefur undan sölu og einkennum ostanna.
Bandarískir framleiðendur ætla að berjast gegn þessum kröfum, sem þeir segja muni kosta þá milljónir dollara og rugla neytendur.
Vilja banna ostanöfn
