Helgarsúpan - Gegn flensu-súpa fræga Marín Manda skrifar 7. febrúar 2014 13:00 Guðrún Kristjánsdóttir Systurnar Jóhanna og Guðrún Kristjánsdætur reka Systrasamlagið á Seltjarnarnesinu og eru báðar ástríðufullar áhugamanneskjur um heilsumál. Samanlagt telur reynsla þeirra af heilsubransanum um 40 ár. Í sjö mánaða gömlu heilsuhofi sínu bjóða þær upp á allskyns góðgæti en það nýjasta eru súpur úr lífrænu hráefni. Hér bjóða þær upp á uppskrift að shiitake-sveppasúpu með goji-berjum. Það dugir ekki minna en einn góður pottur, svo má alltaf margfalda uppskriftina. Uppskrift 1 rauðlaukur 1 grænn chili 4 hvítlauksrif 5 cm engiferrót, smátt skorin 2 msk. ólfuolía 2 meðalstórar sætkartöflur 1 karfa shiitake-sveppir 2 handfyllir goji-ber 2 l grænmetissoð Salt og pipar Góða súpan gegn flensu. Aðferð Setjið laukinn, chili, hvítlauk og engifer í pott með ólífuolíu og hitið í u.þ.b. fimm mínútur. Blandið goji, sætum kartöflum og sveppum á pönnuna. Hrærið vel. Bætið við grænmetissoðinu. Sjóðið í 10 til 15 mínútur. Piprið, saltið og njótið! Súpur Uppskriftir Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Systurnar Jóhanna og Guðrún Kristjánsdætur reka Systrasamlagið á Seltjarnarnesinu og eru báðar ástríðufullar áhugamanneskjur um heilsumál. Samanlagt telur reynsla þeirra af heilsubransanum um 40 ár. Í sjö mánaða gömlu heilsuhofi sínu bjóða þær upp á allskyns góðgæti en það nýjasta eru súpur úr lífrænu hráefni. Hér bjóða þær upp á uppskrift að shiitake-sveppasúpu með goji-berjum. Það dugir ekki minna en einn góður pottur, svo má alltaf margfalda uppskriftina. Uppskrift 1 rauðlaukur 1 grænn chili 4 hvítlauksrif 5 cm engiferrót, smátt skorin 2 msk. ólfuolía 2 meðalstórar sætkartöflur 1 karfa shiitake-sveppir 2 handfyllir goji-ber 2 l grænmetissoð Salt og pipar Góða súpan gegn flensu. Aðferð Setjið laukinn, chili, hvítlauk og engifer í pott með ólífuolíu og hitið í u.þ.b. fimm mínútur. Blandið goji, sætum kartöflum og sveppum á pönnuna. Hrærið vel. Bætið við grænmetissoðinu. Sjóðið í 10 til 15 mínútur. Piprið, saltið og njótið!
Súpur Uppskriftir Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira