Bakkavör Group hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið GMB vegna deilna sem staðið hafa um vinnutíma í flatbökuverksmiðju félagsins í Harrow í Bretlandi.
Frá því er greint á vef Bakeryinfo.co.uk að stefnt hafi í verkfall 600 félagsmanna GMB, en boðað hafði verið til atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun.
Vitnað er í tilkynningu Bakkavarar um málið. Áður hafði vefritið Food Manufacture greint frá því að félagið ynni með starfsfólki og fulltrúum verkalýðsfélagsins að því að tryggja að vinnutímatilskipun ESB væri fylgt. Í fyrrasumar og fram á haust höfðu verið tínd til 647 dæmi um brot á tilskipuninni.
Komust hjá verkfallsaðgerðum
