United Airlines og Orbitz stefna ungum karlmanni sem nýtti sér galla í bókunarkerfi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. desember 2014 12:10 Aktarer Zaman stofnaði vefsíðuna Skiplagged.com. 22 ára Bandaríkjamaður hefur verið stefnt af flugfélaginu United Airlines og bókunarfyrirtækinu Orbitz. Ástæðan er að maðurinn fann leið til að bóka ódýrara flug og stofnaði vefsíðu til þess að deila aðferðinni með öðrum. Aktarer Zaman stofnaði vefsíðuna Skiplagged.com. Á vefsíðunni eru leiðbeiningar um hvernig fólk getur bókað ódýr flug með aðferðarfræði sem gengur út á að bóka flug með millilendingu þar sem áfangastaðurinn er í raun þar sem millilent er. Viðkomandi mætir einfaldlega ekki í síðari legg flugsins. Sem dæmi má nefna að einhver ætli frá New York á austurströndinni til San Francisco á vesturströndinni. Þá gæti reynst ódýrara að bóka flug frá New York til Lake Tahoe með millilendingu í San Francisco. Þar ferðu frá borði og sætið í fluginu til Lake Tahoe verður óskipað.Átti alltaf von á stefnu Bókunin virkar aðeins þegar um er að ræða flug aðra leið auk þess sem ekki er hægt að innrita farangur. Farangurinn væri nefnilega bókaður alla leið á áfangastað. Ekki er svo að skilja að alltaf sé hægt að fá ódýrari miða á þennan hátt en þó er það algengt. United Airlines og Orbitz krefjast 75 þúsund dala eða tæplega tíu milljóna króna í skaðabætur. Zaman segist í samtali við CNN hafa átt von á stefnu en segir ekkert ólöglegt við vefsíðu sína. Þá hafi hann ekki haft neinar tekjur af vefsíðunni heldur aðeins hjálpað ferðalöngum að kaupa flugmiða á besta mögulega verði. Um sé að ræða galla í bókunarkerfi sem fólk hafi verið meðvitað um í lengri tíma. Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
22 ára Bandaríkjamaður hefur verið stefnt af flugfélaginu United Airlines og bókunarfyrirtækinu Orbitz. Ástæðan er að maðurinn fann leið til að bóka ódýrara flug og stofnaði vefsíðu til þess að deila aðferðinni með öðrum. Aktarer Zaman stofnaði vefsíðuna Skiplagged.com. Á vefsíðunni eru leiðbeiningar um hvernig fólk getur bókað ódýr flug með aðferðarfræði sem gengur út á að bóka flug með millilendingu þar sem áfangastaðurinn er í raun þar sem millilent er. Viðkomandi mætir einfaldlega ekki í síðari legg flugsins. Sem dæmi má nefna að einhver ætli frá New York á austurströndinni til San Francisco á vesturströndinni. Þá gæti reynst ódýrara að bóka flug frá New York til Lake Tahoe með millilendingu í San Francisco. Þar ferðu frá borði og sætið í fluginu til Lake Tahoe verður óskipað.Átti alltaf von á stefnu Bókunin virkar aðeins þegar um er að ræða flug aðra leið auk þess sem ekki er hægt að innrita farangur. Farangurinn væri nefnilega bókaður alla leið á áfangastað. Ekki er svo að skilja að alltaf sé hægt að fá ódýrari miða á þennan hátt en þó er það algengt. United Airlines og Orbitz krefjast 75 þúsund dala eða tæplega tíu milljóna króna í skaðabætur. Zaman segist í samtali við CNN hafa átt von á stefnu en segir ekkert ólöglegt við vefsíðu sína. Þá hafi hann ekki haft neinar tekjur af vefsíðunni heldur aðeins hjálpað ferðalöngum að kaupa flugmiða á besta mögulega verði. Um sé að ræða galla í bókunarkerfi sem fólk hafi verið meðvitað um í lengri tíma.
Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira