Fótbolti

Hummels: Með ólíkindum hvað við erum ömurlega lélegir

Tómas Þór Þórðarso skrifar
Mats Hummels var meiddur í byrjun tímabils.
Mats Hummels var meiddur í byrjun tímabils. vísir/getty
Mats Hummels, fyrirliði Dortmund, skilur ekki hvað er í gangi hjá sínum mönnum, en liðið er í 17. sæti þýsku 1. deildarinnar eftir fyrri umferðina með aðeins 15 stig.

Fyrirliðinn telur að meiðsli lykilmanna á borð við sig sjálfan og Marco Reus hafi sín áhrif og varar liðsfélaga sína við, að það er ekkert sjálfsagt að liðið rífi sig upp í seinni umferðinni.

„Það er með ólíkindum hvað við erum ömurlega lélegir,“ sagði Hummels eftir tap gegn Werder Bremen um helgina sem var tíunda tap liðsins í deildinni.

„Það er ekkert sjálfsagt að við verðum betri. Þetta virkar bara ekki þannig. Nánast hver einasti lykilmaður í liðinu var meiddur í fyrstu umferðinni,“ segir Hummels.

„Við höfum spilað eins illa og mögulega var og við höfum miklar áhyggjur af þessu. Það er ástæða fyrir því að við erum í kjallaranum.“

„Ef allir okkar bestu menn verða heilir í seinni umferðinni þá gætu hlutirnir breyst eftir áramót en það er ekkert sem gulltryggir neitt,“ segir Mats Hummels.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×